„Mjög spenntur að komast aftur í gamla góða fílinginn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. september 2021 10:02 Haukur Þrastarson í leiknum gegn Haukum þar sem Selfoss tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. vísir/vilhelm Haukur Þrastarson, landsliðsmaður í handbolta, segist eiga nokkuð í land með að komast í sitt besta form. Kielce-menn fara sér engu óðslega með Selfyssinginn en hann vonast til að verða orðinn klár í slaginn seinna í þessum mánuði. Haukur sleit krossband í hné í leik Kielce og Elverum í Noregi í Meistaradeildinni 2. október í fyrra. Hann var þá nýbyrjaður að spila með Kielce eftir ristarbrot. Haukur gekkst undir aðgerð hér á landi og var stærstan hluta endurhæfingarinnar heima á Selfossi. „Þetta hefur gengið ágætlega. Ég var með í meira og minna öllum undirbúningnum, æfingum og fékk nokkrar mínútur í æfingaleikjum. En ég er enn talsvert frá mínu besta, ég finn það alveg,“ sagði Haukur í samtali við Vísi. Selfyssingurinn hefur ekki verið í hóp hjá Kielce í fyrstu tveimur leikjum liðsins í pólsku úrvalsdeildinni. Kielce vann Szczecin á laugardaginn, 20-34, og Gwardia Opole í gær, 40-24. Vantar talsvert upp á en ekki langt í endurkomu „Við ákváðum að bíða aðeins lengur með að fara af stað á fullu. Ég á enn eftir að spila minn fyrsta alvöru leik. Þetta gengur ágætlega þótt ég finni alveg að ég er talsvert frá mínu gamla formi,“ sagði Haukur. Keppni í Meistaradeildinni hefst í næstu viku. Haukur stefnir á að vera orðinn klár í slaginn þá eða um það leyti. Haukur studdur af velli í leiknum gegn Elverum þar sem hann sleit krossband í hné.epa/GEIR OLSEN „Ég vonast til að vera klár þá og það er ekkert langt í þetta. Það er samt mikil vinna framundan að komast í mitt gamla form og finna taktinn á ný. Ég er mjög spenntur að byrja aftur almennilega og komast aftur í gamla góða fílinginn,“ sagði Haukur sem var heima á Selfossi nær allan síðasta vetur eftir aðgerðina. „Ég fór í aðgerð heima og síðan tók við endurhæfing með Jónda sjúkraþjálfara [Jóni Birgi Guðmundssyni] sem var glæsilegt,“ sagði Haukur en umræddur Jóndi er sjúkraþjálfari Selfoss og íslenska landsliðsins. Lið Kielce er ógnarsterkt og samkeppnin mikil þar á bæ. Haukur vonast til að fá stórt hlutverk hjá liðinu en veit að hann sjálfur ræður mestu um það. „Það er undir sjálfum mér komið. Það er bullandi tækifæri á að gott hlutverk ef maður stendur sig. Þú getur ekki treyst á neinn annan en sjálfan þig. Fyrsta verkefnið er að komast í stand og svo að vinna sig inn í liðið,“ sagði Haukur. Erfitt að horfa á úr sófanum Vegna krossbandaslitsins missti Haukur af heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í janúar. Hann segir að það hafi verið erfitt að fylgjast með félögum sínum í landsliðinu úr fjarlægð og kveðst spenntur fyrir EM í byrjun næsta árs. „Það var hrikalega erfitt að sitja heima og horfa á og reyndi á andlega. Það var það sama með þessa stóru leiki með Kielce,“ sagði Haukur. Haukur lék með íslenska landsliðinu á HM 2019 og EM 2020.epa/ANDREAS HILLERGREN Hann hlakkar mikið til að spila með Kielce í Meistaradeildinni. Þar er liðið meðal annars í riðli með Paris Saint-Germain, Veszprém, Flensburg og Evrópumeisturum Barcelona. „Það er alvöru dæmi og alvöru keppni. Þú verður að vera klár þegar hún byrjar. Það verður hrikalega gaman að taka þátt í því og spila á hæsta getustigi,“ sagði Haukur. Öll áhersla á Meistaradeildina Það er engum ofsögum sagt að Kielce hafi mikla yfirburði heima fyrir. Liðið hefur orðið pólskur meistari tíu ár í röð og unnið bikarkeppnina tólf sinnum á síðustu þrettán árum. „Ég hef ekki spilað marga leiki þar en yfirburðir okkar eru miklir. Það er krafa að vinna deildina. Leikirnir við Wisla Plock eru alltaf erfiðir en deildin er ekkert sérstaklega sterk og öll einbeiting er á Meistaradeildinni,“ sagði Haukur að lokum. Pólski handboltinn Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira
Haukur sleit krossband í hné í leik Kielce og Elverum í Noregi í Meistaradeildinni 2. október í fyrra. Hann var þá nýbyrjaður að spila með Kielce eftir ristarbrot. Haukur gekkst undir aðgerð hér á landi og var stærstan hluta endurhæfingarinnar heima á Selfossi. „Þetta hefur gengið ágætlega. Ég var með í meira og minna öllum undirbúningnum, æfingum og fékk nokkrar mínútur í æfingaleikjum. En ég er enn talsvert frá mínu besta, ég finn það alveg,“ sagði Haukur í samtali við Vísi. Selfyssingurinn hefur ekki verið í hóp hjá Kielce í fyrstu tveimur leikjum liðsins í pólsku úrvalsdeildinni. Kielce vann Szczecin á laugardaginn, 20-34, og Gwardia Opole í gær, 40-24. Vantar talsvert upp á en ekki langt í endurkomu „Við ákváðum að bíða aðeins lengur með að fara af stað á fullu. Ég á enn eftir að spila minn fyrsta alvöru leik. Þetta gengur ágætlega þótt ég finni alveg að ég er talsvert frá mínu gamla formi,“ sagði Haukur. Keppni í Meistaradeildinni hefst í næstu viku. Haukur stefnir á að vera orðinn klár í slaginn þá eða um það leyti. Haukur studdur af velli í leiknum gegn Elverum þar sem hann sleit krossband í hné.epa/GEIR OLSEN „Ég vonast til að vera klár þá og það er ekkert langt í þetta. Það er samt mikil vinna framundan að komast í mitt gamla form og finna taktinn á ný. Ég er mjög spenntur að byrja aftur almennilega og komast aftur í gamla góða fílinginn,“ sagði Haukur sem var heima á Selfossi nær allan síðasta vetur eftir aðgerðina. „Ég fór í aðgerð heima og síðan tók við endurhæfing með Jónda sjúkraþjálfara [Jóni Birgi Guðmundssyni] sem var glæsilegt,“ sagði Haukur en umræddur Jóndi er sjúkraþjálfari Selfoss og íslenska landsliðsins. Lið Kielce er ógnarsterkt og samkeppnin mikil þar á bæ. Haukur vonast til að fá stórt hlutverk hjá liðinu en veit að hann sjálfur ræður mestu um það. „Það er undir sjálfum mér komið. Það er bullandi tækifæri á að gott hlutverk ef maður stendur sig. Þú getur ekki treyst á neinn annan en sjálfan þig. Fyrsta verkefnið er að komast í stand og svo að vinna sig inn í liðið,“ sagði Haukur. Erfitt að horfa á úr sófanum Vegna krossbandaslitsins missti Haukur af heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í janúar. Hann segir að það hafi verið erfitt að fylgjast með félögum sínum í landsliðinu úr fjarlægð og kveðst spenntur fyrir EM í byrjun næsta árs. „Það var hrikalega erfitt að sitja heima og horfa á og reyndi á andlega. Það var það sama með þessa stóru leiki með Kielce,“ sagði Haukur. Haukur lék með íslenska landsliðinu á HM 2019 og EM 2020.epa/ANDREAS HILLERGREN Hann hlakkar mikið til að spila með Kielce í Meistaradeildinni. Þar er liðið meðal annars í riðli með Paris Saint-Germain, Veszprém, Flensburg og Evrópumeisturum Barcelona. „Það er alvöru dæmi og alvöru keppni. Þú verður að vera klár þegar hún byrjar. Það verður hrikalega gaman að taka þátt í því og spila á hæsta getustigi,“ sagði Haukur. Öll áhersla á Meistaradeildina Það er engum ofsögum sagt að Kielce hafi mikla yfirburði heima fyrir. Liðið hefur orðið pólskur meistari tíu ár í röð og unnið bikarkeppnina tólf sinnum á síðustu þrettán árum. „Ég hef ekki spilað marga leiki þar en yfirburðir okkar eru miklir. Það er krafa að vinna deildina. Leikirnir við Wisla Plock eru alltaf erfiðir en deildin er ekkert sérstaklega sterk og öll einbeiting er á Meistaradeildinni,“ sagði Haukur að lokum.
Pólski handboltinn Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira