Atvinnuleysi á hraðri niðurleið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. september 2021 14:01 Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnun Vísir/Egill Ríflega sex þúsund manns hafa fengið störf í gegnum átakið Hefjum störf hjá Vinnumálastofnun. Forstjóri stofnunarinnar segir átakið hafa gengið vonum framar en um 45% þeirra sem hafa fengið störf í gegnum það er fólk með erlent ríkisfang. Hún segir að atvinnuleysistölur stefni hratt niður á við. Átakið Hefjum störf var kynnt í mars á þessu ári en þá var atvinnuleysi 11%, einkum vegna mikillar fækkunar starfa í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Stjórnvöld ráðgerðu að veita um 4,5 -5 milljörðum í átakið en markmiðið var að skapa sjö þúsund ný störf. Fyrirtæki sem ráða fólk sem hefur verið án vinnu í 30 dag, gegnum Hefjum störf fá t.d. ráðningarstyrki sem eru fullar grunnatvinnuleysisbætur í allt að sex mánuði með hverjum atvinnuleitanda og 11,5% framlag í lífeyrissjóð. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir að átakið hafi gengið framar vonum. „Nú eru komnir yfir sex þúsund manns sem hafa fengið vinnu í gegnum átakið hefjum störf þannig að það átak er að heppnast mjög vel. Stór hluti eða 45% þeirra sem hafa fengið störfin eru fólk með erlent ríkisfang. Það er bara ljómandi gott því það er svipað hlutfall fólks og fékk greiðslu atvinnuleysistrygginga á síðasta ári. En á þessu árið er þessi hópur um 40% þeirra,“ segir Unnur. Unnur segir um að ræða stóran hóp fólks sem kom frá útlöndum til að vinna í ferðaþjónustu og ávann sér réttindi til atvinnuleysisbóta og missti svo vinnuna í ferðaþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins. Nú sé þetta fólk aftur að fá vinnu í ferðaþjónustunni. „Mér sýnist bara ganga mjög vel að koma þessu fólki aftur í sín fyrri störf,“ segir Unnur. Unnur segir jafnframt að atvinnuleysi sé á hraðri niðurleið. „Horfurnar í atvinnumálum eru ágætar. Við getum ekki sagt annað það hefur gengið mjög vel að koma fólki í störf það sem af er ári en atvinnuleysi hefur lækkað mjög hratt síðustu mánuði. Það var 6,1% í júlí og ég býst við að atvinnuleysistölur lækki enn frekar fyrir ágúst,“ segir Unnur. Vinnumálastofnun birtir atvinnuleysistölur fyrir ágústmánuð á morgun. Vinnumarkaður Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Sjá meira
Átakið Hefjum störf var kynnt í mars á þessu ári en þá var atvinnuleysi 11%, einkum vegna mikillar fækkunar starfa í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Stjórnvöld ráðgerðu að veita um 4,5 -5 milljörðum í átakið en markmiðið var að skapa sjö þúsund ný störf. Fyrirtæki sem ráða fólk sem hefur verið án vinnu í 30 dag, gegnum Hefjum störf fá t.d. ráðningarstyrki sem eru fullar grunnatvinnuleysisbætur í allt að sex mánuði með hverjum atvinnuleitanda og 11,5% framlag í lífeyrissjóð. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir að átakið hafi gengið framar vonum. „Nú eru komnir yfir sex þúsund manns sem hafa fengið vinnu í gegnum átakið hefjum störf þannig að það átak er að heppnast mjög vel. Stór hluti eða 45% þeirra sem hafa fengið störfin eru fólk með erlent ríkisfang. Það er bara ljómandi gott því það er svipað hlutfall fólks og fékk greiðslu atvinnuleysistrygginga á síðasta ári. En á þessu árið er þessi hópur um 40% þeirra,“ segir Unnur. Unnur segir um að ræða stóran hóp fólks sem kom frá útlöndum til að vinna í ferðaþjónustu og ávann sér réttindi til atvinnuleysisbóta og missti svo vinnuna í ferðaþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins. Nú sé þetta fólk aftur að fá vinnu í ferðaþjónustunni. „Mér sýnist bara ganga mjög vel að koma þessu fólki aftur í sín fyrri störf,“ segir Unnur. Unnur segir jafnframt að atvinnuleysi sé á hraðri niðurleið. „Horfurnar í atvinnumálum eru ágætar. Við getum ekki sagt annað það hefur gengið mjög vel að koma fólki í störf það sem af er ári en atvinnuleysi hefur lækkað mjög hratt síðustu mánuði. Það var 6,1% í júlí og ég býst við að atvinnuleysistölur lækki enn frekar fyrir ágúst,“ segir Unnur. Vinnumálastofnun birtir atvinnuleysistölur fyrir ágústmánuð á morgun.
Vinnumarkaður Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“