Svandís segir hilla undir fjöldasamkomur Heimir Már Pétursson skrifar 7. september 2021 19:21 Svandís Svavarsdóttir segir stöðuna á Landspítala góða og tilefni til að skoða afléttingar aðgerða. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir hilla undir að hægt verði að heimila stórar fjöldasamkomur. Mögulega verði slakað á sóttvarnareglum áður en þær sem nú eru í gildi renni út á föstudag í næstu viku. Ríkisstjórnin ræddi meðal annars um framhald sóttvarnaaðgerða á fundi sínum í dag. Innan Sjálfstæðisflokksins hefur gætt nokkurrar óþreyju varðandi afnám sóttvarnatakmarkana og í síðustu viku tók samgönguráðherra undir með ráðherrum Sjálfstæðisflokks í þeim efnum. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir segir sóttvarnamálin alla tíð hafa verið afgreidd með samtali í ríkisstjórn. Heilbrigðisráðherra láti ekki undan þrýstingi.Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir ráðherra Sjálfstæðisflokksins þó ekki hafa þrýst á heilbigðisráðherra. „Við höfum alltaf talað skýrt og hún líka. Það samtal hefur heilt yfir gengið ágætlega. Ég held að heilbrigðisráðherra láti almennt ekkert mikið undan þrýstingi frá ráðherrum Sjálfstæðisflokksins. Þetta hefur verið samtal í gegnum alla þessa mánuði,“ segir Þórdís Kolbrún. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsláráðherra tekur í sama streng. Hún vonar að takmörkunum verði létt áður en núgildandi reglur falla úr gildi hinn 17. september. Dómsmálaráðherra segir tíma til kominn að landsmenn lifi með kórónuveirunni en haldi áfram að verja viðkvæma hópa.Vísir/Vilhelm „Ég bind vonir við það miðað við stöðuna á Landspítalanum. Hún er ansi góð og það sýnir sig auðvitað hvað bólusetningarnar eru að virka vel hér á landi,“ sagði Áslaug að loknum ríkisstjórnarfundi. Og það var að heyra á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að það sé einmitt staðan. „Þetta gengur vel. Þetta lítur mjög vel út, þróun faraldursins, og þessi bylgja er á öruggri niðurleið.“ Yngra fólk en áður sé að smitast og þar með væri álagið á Landspítalann minna en verið hefði. „Ég held að það liggi alveg fyrir að forsendurnar eru fyrir hendi til að ráðast í tilslakanir. Ég hef ekki enn fengið minnisblað frá Þórólfi en ég á von á því á næstu dögum og þá sjáum við hver verða næstu skref. Þannig að ég held að við séum alveg augljóslega að stíga inn í þann veruleika að stórir viðburðir verði partur af okkar daglega lífi,“ segir Svandís. Þó þurfi að passa að fara ekki eins bratt af stað og um mánaðamótin júní-júlí þegar allt var opnað. Var ríkisstjórnin kannski of borubrött í sumar þegar létt var á aðgerðum? „Jú, við vorum það. Við vorum mjög hress en við höfðum líka ástæðu til. Við höfðum í raun allar forsendur til að aflétta. Eftir á að hyggja hefðum við átt að hika aðeins. Við sáum ekki fyrir að Delta afbrigðið yrði svona harðskeytt,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Ríkisstjórnin ræddi meðal annars um framhald sóttvarnaaðgerða á fundi sínum í dag. Innan Sjálfstæðisflokksins hefur gætt nokkurrar óþreyju varðandi afnám sóttvarnatakmarkana og í síðustu viku tók samgönguráðherra undir með ráðherrum Sjálfstæðisflokks í þeim efnum. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir segir sóttvarnamálin alla tíð hafa verið afgreidd með samtali í ríkisstjórn. Heilbrigðisráðherra láti ekki undan þrýstingi.Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir ráðherra Sjálfstæðisflokksins þó ekki hafa þrýst á heilbigðisráðherra. „Við höfum alltaf talað skýrt og hún líka. Það samtal hefur heilt yfir gengið ágætlega. Ég held að heilbrigðisráðherra láti almennt ekkert mikið undan þrýstingi frá ráðherrum Sjálfstæðisflokksins. Þetta hefur verið samtal í gegnum alla þessa mánuði,“ segir Þórdís Kolbrún. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsláráðherra tekur í sama streng. Hún vonar að takmörkunum verði létt áður en núgildandi reglur falla úr gildi hinn 17. september. Dómsmálaráðherra segir tíma til kominn að landsmenn lifi með kórónuveirunni en haldi áfram að verja viðkvæma hópa.Vísir/Vilhelm „Ég bind vonir við það miðað við stöðuna á Landspítalanum. Hún er ansi góð og það sýnir sig auðvitað hvað bólusetningarnar eru að virka vel hér á landi,“ sagði Áslaug að loknum ríkisstjórnarfundi. Og það var að heyra á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að það sé einmitt staðan. „Þetta gengur vel. Þetta lítur mjög vel út, þróun faraldursins, og þessi bylgja er á öruggri niðurleið.“ Yngra fólk en áður sé að smitast og þar með væri álagið á Landspítalann minna en verið hefði. „Ég held að það liggi alveg fyrir að forsendurnar eru fyrir hendi til að ráðast í tilslakanir. Ég hef ekki enn fengið minnisblað frá Þórólfi en ég á von á því á næstu dögum og þá sjáum við hver verða næstu skref. Þannig að ég held að við séum alveg augljóslega að stíga inn í þann veruleika að stórir viðburðir verði partur af okkar daglega lífi,“ segir Svandís. Þó þurfi að passa að fara ekki eins bratt af stað og um mánaðamótin júní-júlí þegar allt var opnað. Var ríkisstjórnin kannski of borubrött í sumar þegar létt var á aðgerðum? „Jú, við vorum það. Við vorum mjög hress en við höfðum líka ástæðu til. Við höfðum í raun allar forsendur til að aflétta. Eftir á að hyggja hefðum við átt að hika aðeins. Við sáum ekki fyrir að Delta afbrigðið yrði svona harðskeytt,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira