Miðflokkurinn aldrei staðið tæpar Óttar Kolbeinsson Proppé og Snorri Másson skrifa 7. september 2021 12:17 Fylgi flokkanna samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi frá fyrri könnun sést daufar í bakgrunni. vísir/helgi hreinn Miðflokkurinn er í mikilli hættu að detta út af þingi samkvæmt nýrri Maskínukönnun sem gerð var fyrir fréttastofu. Þar mælist flokkurinn með 4,5 prósenta fylgi. Sósíalistar eru á siglingu, með 7,9 prósenta fylgi. Í umfangsmikilli nýrri Maskínukönnun, þar sem rúmlega 2.000 kjósendur svara, blasir við ný mynd. Þar mælast bæði Flokkur fólksins og Miðflokkurinn með 4,5 prósenta fylgi og því allsendis óvíst hvort þeir nái manni á þing. Fari svo er ljóst að þeim mun fleiri jöfnunarsæti koma í hlut annarra flokka. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Birgir Þórarinsson, oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi, verður gestur í Kosningapallborðinu, sem verður í beinni á Vísi klukkan 14 í dag. Þar verður hann inntur eftir viðbrögðum við rýru gengi flokksins í síðustu skoðanakönnunum. Ásamt Birgi mæta þau Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, oddviti Pírata í Suðvesturkjördæmi, og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík norður, í Kosningapallborðið. VG tapar fylgi Sjálfstæðisflokkurinn er áfram langstærsti flokkurinn á Alþingi með 23,9 prósenta fylgi. Fylgi flokksins breytist ekki mikið milli kannana en í síðustu könnun Maskínu sem birtist fyrir tveimur vikum var flokkurinn með 23,4 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn er hér um bil tvöfalt stærri en næsti flokkur fyrir neðan, sem eru Vinstri grænir með 12,5 prósent. Fylgi Vinstri grænna fer niður um tæp tvö prósentustig frá síðustu könnun þegar flokkurinn mældist með 14,2 prósenta fylgi. Hann hefur ekki mælst með minna fylgi í könnunum Maskínu síðan snemma árs. Vinstri græn eru hins vegar á sama reki og næstu fjórir flokkar á eftir. Samfylkingin er með 12,3 prósenta fylgi, Viðreisn með 11,7 prósent, Framsókn með 11,5 prósent og Píratar með 11,2 prósent. Sósíalistar bæta áfram við sig Sósíalistaflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur verið í jöfnum og þéttum vexti á kosningaárinu. Eftir að hafa mælst í kringum fimm prósentin fram á mitt sumar má segja að flokkurinn hafi bætt við sig um tveimur til þremur prósentustigum eftir að listar voru kynntir. Hann stendur nú í 7,9 prósentum og hefur aldrei verið stærri samkvæmt Maskínukönnun. Hann mældist með 6,9 prósenta fylgi í síðustu könnun Maskínu og bætir því við sig einu prósentustigi síðan þá. Hér má sjá mat stjórnmálafræðiprófessors á síðustu könnun frá því í lok ágúst: Ríkisstjórnin héldi líklega velli Ríkisstjórnarflokkarnir mælist með samtals 47,9 prósenta fylgi. Þar sem fjöldi atkvæða fellur dauður niður, nái hvorki Miðflokkur né Flokkur fólksins inn, er ekki ólíklegt að það dugi stjórninni til að halda velli. Vinstristjórn virðist þá ekki möguleg án Framsóknarflokks eða Viðreisnar. Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Miðflokkurinn nálægt því að þurrkast út af þingi Miðflokkurinn er nálægt því að þurrkast út af Alþingi samkvæmt nýrri könnun og mælist með einungis 5,3% fylgi. Fylgið hefur dregist saman um rúman helming frá síðustu kosningum. 18. apríl 2021 18:31 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Í umfangsmikilli nýrri Maskínukönnun, þar sem rúmlega 2.000 kjósendur svara, blasir við ný mynd. Þar mælast bæði Flokkur fólksins og Miðflokkurinn með 4,5 prósenta fylgi og því allsendis óvíst hvort þeir nái manni á þing. Fari svo er ljóst að þeim mun fleiri jöfnunarsæti koma í hlut annarra flokka. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Birgir Þórarinsson, oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi, verður gestur í Kosningapallborðinu, sem verður í beinni á Vísi klukkan 14 í dag. Þar verður hann inntur eftir viðbrögðum við rýru gengi flokksins í síðustu skoðanakönnunum. Ásamt Birgi mæta þau Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, oddviti Pírata í Suðvesturkjördæmi, og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík norður, í Kosningapallborðið. VG tapar fylgi Sjálfstæðisflokkurinn er áfram langstærsti flokkurinn á Alþingi með 23,9 prósenta fylgi. Fylgi flokksins breytist ekki mikið milli kannana en í síðustu könnun Maskínu sem birtist fyrir tveimur vikum var flokkurinn með 23,4 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn er hér um bil tvöfalt stærri en næsti flokkur fyrir neðan, sem eru Vinstri grænir með 12,5 prósent. Fylgi Vinstri grænna fer niður um tæp tvö prósentustig frá síðustu könnun þegar flokkurinn mældist með 14,2 prósenta fylgi. Hann hefur ekki mælst með minna fylgi í könnunum Maskínu síðan snemma árs. Vinstri græn eru hins vegar á sama reki og næstu fjórir flokkar á eftir. Samfylkingin er með 12,3 prósenta fylgi, Viðreisn með 11,7 prósent, Framsókn með 11,5 prósent og Píratar með 11,2 prósent. Sósíalistar bæta áfram við sig Sósíalistaflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur verið í jöfnum og þéttum vexti á kosningaárinu. Eftir að hafa mælst í kringum fimm prósentin fram á mitt sumar má segja að flokkurinn hafi bætt við sig um tveimur til þremur prósentustigum eftir að listar voru kynntir. Hann stendur nú í 7,9 prósentum og hefur aldrei verið stærri samkvæmt Maskínukönnun. Hann mældist með 6,9 prósenta fylgi í síðustu könnun Maskínu og bætir því við sig einu prósentustigi síðan þá. Hér má sjá mat stjórnmálafræðiprófessors á síðustu könnun frá því í lok ágúst: Ríkisstjórnin héldi líklega velli Ríkisstjórnarflokkarnir mælist með samtals 47,9 prósenta fylgi. Þar sem fjöldi atkvæða fellur dauður niður, nái hvorki Miðflokkur né Flokkur fólksins inn, er ekki ólíklegt að það dugi stjórninni til að halda velli. Vinstristjórn virðist þá ekki möguleg án Framsóknarflokks eða Viðreisnar.
Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Miðflokkurinn nálægt því að þurrkast út af þingi Miðflokkurinn er nálægt því að þurrkast út af Alþingi samkvæmt nýrri könnun og mælist með einungis 5,3% fylgi. Fylgið hefur dregist saman um rúman helming frá síðustu kosningum. 18. apríl 2021 18:31 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Miðflokkurinn nálægt því að þurrkast út af þingi Miðflokkurinn er nálægt því að þurrkast út af Alþingi samkvæmt nýrri könnun og mælist með einungis 5,3% fylgi. Fylgið hefur dregist saman um rúman helming frá síðustu kosningum. 18. apríl 2021 18:31