Blikur á lofti vegna fellibyljarins Larrys Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2021 17:40 Svona leit fellibylurinn Larry á Antlantshafi út frá Alþjóðlegu geimstöðinni í gær. Bandaríski geimfarinn Megan McArthur tók myndina. Megan McArthur/NASA Veruleg óvissa er í veðurkortum næstu daga vegna fellibyljarins Larrys suður í Atlantshafi. Líklegast er talið að hann gæti átt þátt í suðaustan hvassviðri á landinu í lok næstu helgar. Larry varð að fjórða stigs fellibyl á Atlantshafi í nótt. Spár gera ráð fyrir því að hann þokist norðar á Atlantshaf þar sem kaldari sjór dregur kraftinn úr honum eftir miðja vikuna, að því er segir í pistli Einars Sveinbjörnssonar, veðurfræðings, á veðursíðunni Bliku. Þar er sagt að „allsherjaróvissa“ sé í veðurspá á okkar slóðum vegna fellibyljarsins og mögulegs stefnumóts hans við lægðabylgju. Nefnir Einar fjóra möguleika um þróun veðurs fram yfir næstu helgi. Fyrsti möguleikinn er að lægðarleifar Larrys dýpki mikið við Hvarf, syðsta odda Grænlands. Lægðin hafi lítil bein áhrif á Íslandi en hún ryðji á undan sér hlýju lofti norður yfir landið á sunnudag og mánudag eftir kólnandi veður í lok þessarar viku. Líklegasta niðurstaða veðurspálíkana er að lægðin verði víðáttumikil á Grænlandshafi og henni fylgi þá suðaustan hvassviðri í lok helgarinnar. Ólíkleg atburðarrás er að Larry magni upp lægð sem hann rekst á sem stefnir svo á landið. Þá er einnig mögulegt að Larry koðni niður langt suður í hafi og Íslendingar finni engin áhrif af honum. Þá verði ofurvenjulegt og aðgerðalítið septemberloft yfir landinu framan af næstu viku með næturfrosti. Veður Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Larry varð að fjórða stigs fellibyl á Atlantshafi í nótt. Spár gera ráð fyrir því að hann þokist norðar á Atlantshaf þar sem kaldari sjór dregur kraftinn úr honum eftir miðja vikuna, að því er segir í pistli Einars Sveinbjörnssonar, veðurfræðings, á veðursíðunni Bliku. Þar er sagt að „allsherjaróvissa“ sé í veðurspá á okkar slóðum vegna fellibyljarsins og mögulegs stefnumóts hans við lægðabylgju. Nefnir Einar fjóra möguleika um þróun veðurs fram yfir næstu helgi. Fyrsti möguleikinn er að lægðarleifar Larrys dýpki mikið við Hvarf, syðsta odda Grænlands. Lægðin hafi lítil bein áhrif á Íslandi en hún ryðji á undan sér hlýju lofti norður yfir landið á sunnudag og mánudag eftir kólnandi veður í lok þessarar viku. Líklegasta niðurstaða veðurspálíkana er að lægðin verði víðáttumikil á Grænlandshafi og henni fylgi þá suðaustan hvassviðri í lok helgarinnar. Ólíkleg atburðarrás er að Larry magni upp lægð sem hann rekst á sem stefnir svo á landið. Þá er einnig mögulegt að Larry koðni niður langt suður í hafi og Íslendingar finni engin áhrif af honum. Þá verði ofurvenjulegt og aðgerðalítið septemberloft yfir landinu framan af næstu viku með næturfrosti.
Veður Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira