„Eitt mest spennandi lið Evrópu, ef ekki það mest spennandi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. september 2021 10:01 Viktor Gísli Hallgrímsson fer til Frakklands næsta sumar. vísir/vilhelm Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson segist vera á leið til eins mest spennandi félags í Evrópu, ef ekki þess mest spennandi. Í gær var greint frá því að Viktor væri búinn að semja við Nantes í Frakklandi og gengi í raðir liðsins næsta sumar frá GOG í Danmörku. Félagaskiptin voru þó löngu frágengin. „Viðræður hófust fyrir um ári síðan og svo var þetta frágengið eftir HM í janúar. Þá var þetta klárt,“ sagði Viktor við Vísi í gær. Hann sagðist ekki vera með á hreinu af hverju það dróst svona lengi að tilkynna félagaskiptin. „Ég veit ekki en þetta var kannski vegna þess að þeir vildu tilkynna tvo markverði á sama tíma. Það er eina ástæðan sem mér dettur í hug,“ sagði Viktor. Nantes verður með nýtt markvarðapar frá og með næsta tímabili en þeir Viktor og Króatinn Ivan Pesic koma í stað Emils Nielsen og Mickaëls Robin. Nielsen fer væntanlega til Barcelona en Robin leggur skóna á hilluna. Nantes er með gríðarsterkt lið. Á síðasta tímabili lenti það í 3. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar og komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Fyrir þremur árum komst Nantes alla leið í úrslit Meistaradeildarinnar. Hefði getað farið í stærra lið en vildi vera númer eitt „Ég held að þetta sé eitt mest spennandi lið Evrópu, ef ekki það mest spennandi. Þetta er lið á uppleið, því er mjög vel stjórnað og allt mjög fagmannlegt þarna. Ég held að þetta sé mjög gott skref,“ sagði Viktor sem hafði aðra kosti í stöðunni en fannst Nantes mest spennandi. Þar vóg þyngst að hann verður aðalmarkvörður liðsins. „Þetta var mest heillandi. Maður hefði getað farið í stærra félag en þá hefði maður klárlega verið númer tvö. Það er spennandi að vera fyrsti markvörður í liði sem spilar í Meistaradeildinni. Fyrir mér var það mikilvægast, að fá leiki í Meistaradeildinni,“ sagði Viktor. Viktor hefur leikið með íslenska landsliðinu á tveimur stórmótum, EM 2020 og HM 2021.epa/Anne-Christine Poujoulat Pesic er ellefu árum eldri en Viktor og mjög reyndur. Viktor telur að þeir geti unnið vel saman. „Við erum ólíkar týpur. Hann tekur bolta sem ég tek ekki og öfugt. Þetta á eftir að virka vel. Ég er bara spenntur fyrir þessu og hef heyrt að Pesic sé skemmtilegur gæi og gaman að vinna með honum,“ sagði Viktor. Lið GOG er öflugt og þar á bæ stefna menn hátt. „Við unnum mikilvægan sigur á Celje í Evrópudeildinni og ætlum að reyna að komast eins langt þar og við getum. Svo reynum við að komast langt í dönsku deildinni,“ sagði Viktor. Markmiðið að vinna Álaborg GOG varð deildarmeistari á síðasta tímabili en komst ekki í úrslit um danska meistaratitilinn sem Álaborg vann. „Okkar síðasta skref er að reyna að vinna Álaborg. Það hefur reynst okkur erfitt þar sem þeir hafa alltaf verið með meiri breidd að mér skilst; fleiri mjög góða leikmenn. En núna erum við komnir með reyndari og breiðari hóp. Ef við höldum rétt á spilunum eigum við alveg möguleika,“ sagði Viktor. Viktor sló í gegn með Fram tímabilið 2016-17.vísir/bára Það gæti þó reynst þrautinni þyngri fyrir GOG að fella Álaborg af stalli sínum enda hefur síðarnefnda liðið styrkst svakalega í sumar, meðal annars með tilkomu Arons Pálmarssonar. „Þeir eru með sturlaða breidd og það verður áhugavert að sjá hvernig þeim gengur að koma öllum þessum stóru nöfnum inn í sitt leikplan. Þeir töpuðu fyrsta leiknum sínum og það er kannski merki um að þeir séu ekki alveg búnir að stilla sig saman. En þeir byrjuðu frekar rólega í fyrra en í lok síðasta tímabils voru þeir öflugir og verða það örugglega aftur í ár,“ sagði Viktor. Erfitt skref en ekki það erfiðasta Hann er á sínu þriðja tímabili hjá GOG og segist hafa tekið rétt skref með því að fara til Danmerkur. „Jú, eftir á að hyggja. Þetta var eiginlega fullkomið því þegar ég kom hingað voru tveir Íslendingar fyrir, Óðinn [Þór Ríkharðsson] og Arnar Freyr [Arnarsson]. Þetta er erfitt skref en ekki það erfiðasta. Það er mjög gott fyrir unga Íslendinga að reyna að komast til Danmerkur og koma sér lengra þaðan. Það var alltaf markmiðið að fara eitthvað annað eftir þrjú ár og það er að gerast,“ sagði Viktor að lokum. Danski handboltinn Franski handboltinn Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
Í gær var greint frá því að Viktor væri búinn að semja við Nantes í Frakklandi og gengi í raðir liðsins næsta sumar frá GOG í Danmörku. Félagaskiptin voru þó löngu frágengin. „Viðræður hófust fyrir um ári síðan og svo var þetta frágengið eftir HM í janúar. Þá var þetta klárt,“ sagði Viktor við Vísi í gær. Hann sagðist ekki vera með á hreinu af hverju það dróst svona lengi að tilkynna félagaskiptin. „Ég veit ekki en þetta var kannski vegna þess að þeir vildu tilkynna tvo markverði á sama tíma. Það er eina ástæðan sem mér dettur í hug,“ sagði Viktor. Nantes verður með nýtt markvarðapar frá og með næsta tímabili en þeir Viktor og Króatinn Ivan Pesic koma í stað Emils Nielsen og Mickaëls Robin. Nielsen fer væntanlega til Barcelona en Robin leggur skóna á hilluna. Nantes er með gríðarsterkt lið. Á síðasta tímabili lenti það í 3. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar og komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Fyrir þremur árum komst Nantes alla leið í úrslit Meistaradeildarinnar. Hefði getað farið í stærra lið en vildi vera númer eitt „Ég held að þetta sé eitt mest spennandi lið Evrópu, ef ekki það mest spennandi. Þetta er lið á uppleið, því er mjög vel stjórnað og allt mjög fagmannlegt þarna. Ég held að þetta sé mjög gott skref,“ sagði Viktor sem hafði aðra kosti í stöðunni en fannst Nantes mest spennandi. Þar vóg þyngst að hann verður aðalmarkvörður liðsins. „Þetta var mest heillandi. Maður hefði getað farið í stærra félag en þá hefði maður klárlega verið númer tvö. Það er spennandi að vera fyrsti markvörður í liði sem spilar í Meistaradeildinni. Fyrir mér var það mikilvægast, að fá leiki í Meistaradeildinni,“ sagði Viktor. Viktor hefur leikið með íslenska landsliðinu á tveimur stórmótum, EM 2020 og HM 2021.epa/Anne-Christine Poujoulat Pesic er ellefu árum eldri en Viktor og mjög reyndur. Viktor telur að þeir geti unnið vel saman. „Við erum ólíkar týpur. Hann tekur bolta sem ég tek ekki og öfugt. Þetta á eftir að virka vel. Ég er bara spenntur fyrir þessu og hef heyrt að Pesic sé skemmtilegur gæi og gaman að vinna með honum,“ sagði Viktor. Lið GOG er öflugt og þar á bæ stefna menn hátt. „Við unnum mikilvægan sigur á Celje í Evrópudeildinni og ætlum að reyna að komast eins langt þar og við getum. Svo reynum við að komast langt í dönsku deildinni,“ sagði Viktor. Markmiðið að vinna Álaborg GOG varð deildarmeistari á síðasta tímabili en komst ekki í úrslit um danska meistaratitilinn sem Álaborg vann. „Okkar síðasta skref er að reyna að vinna Álaborg. Það hefur reynst okkur erfitt þar sem þeir hafa alltaf verið með meiri breidd að mér skilst; fleiri mjög góða leikmenn. En núna erum við komnir með reyndari og breiðari hóp. Ef við höldum rétt á spilunum eigum við alveg möguleika,“ sagði Viktor. Viktor sló í gegn með Fram tímabilið 2016-17.vísir/bára Það gæti þó reynst þrautinni þyngri fyrir GOG að fella Álaborg af stalli sínum enda hefur síðarnefnda liðið styrkst svakalega í sumar, meðal annars með tilkomu Arons Pálmarssonar. „Þeir eru með sturlaða breidd og það verður áhugavert að sjá hvernig þeim gengur að koma öllum þessum stóru nöfnum inn í sitt leikplan. Þeir töpuðu fyrsta leiknum sínum og það er kannski merki um að þeir séu ekki alveg búnir að stilla sig saman. En þeir byrjuðu frekar rólega í fyrra en í lok síðasta tímabils voru þeir öflugir og verða það örugglega aftur í ár,“ sagði Viktor. Erfitt skref en ekki það erfiðasta Hann er á sínu þriðja tímabili hjá GOG og segist hafa tekið rétt skref með því að fara til Danmerkur. „Jú, eftir á að hyggja. Þetta var eiginlega fullkomið því þegar ég kom hingað voru tveir Íslendingar fyrir, Óðinn [Þór Ríkharðsson] og Arnar Freyr [Arnarsson]. Þetta er erfitt skref en ekki það erfiðasta. Það er mjög gott fyrir unga Íslendinga að reyna að komast til Danmerkur og koma sér lengra þaðan. Það var alltaf markmiðið að fara eitthvað annað eftir þrjú ár og það er að gerast,“ sagði Viktor að lokum.
Danski handboltinn Franski handboltinn Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn