Þeir flokkar sem tapa mest frá síðustu kosningum eru Vinstri græn, sem mælast með 6,1 prósent minna fylgi, og Miðflokkurinn, sem fengi 4,3 prósent minna fylgi.
Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur með 24,9 prósent fylgi, þá Framsóknarflokkur með 13,3 prósent, Samfylking með 12,1 prósent og Vinstri græn með 10,8 prósent.
Stuðningur við Pírata mælist 9,8 prósent en Sósíalistar narta í hælana á Viðreisn; síðarnefndi flokkurinn mælist með 8,4 prósent fylgi en Sósíalistar 8,1 prósent.
Samkvæmt könnuninni fengi Miðflokkurinn 6,6 prósent og tapaði þremur þingsætum en Flokkur fólksins fengi 4,5 prósent og tapaði tveimur þingsætum.
Sjálfstæðisflokkurinn bætti við sig manni, Framsókn og Samfylking héldu sínum átta og sjö en Vinstri græn töpuðu fjórum.