Berjaspretta með besta móti víða: „Bara að mæta í móann og byrja að tína“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. september 2021 20:55 Bláberin eru víða stór og safarík. Vísir/Egill Það er gósentíð í bláberjatínslu í Dalvíkurbyggð þar sem berjasprettan í ár þykir vera góð. Ein helsta berjatínslukona landsins hvetur landsmenn alla til að drífa sig í berjamó. Það er mikil hefð fyrir bláberjatínslu í Dalvíkurbyggð, þar sem víða má komast í gjöful bláberjamið. Í Þorvaldsdal hittum við Sigurbjörgu Snorradóttur, sem hefur tínt ber þar alla sína ævi. „Ég myndi segja að þetta væri bara gott, allavega hér þar sem við erum að tína núna. Dalurinn er búinn að gefa mjög vel í ár,“ segir Sigurbjörg aðspurð um hvernig sprettan er þetta ári. Nefnir hún að sprettan sé einnig góð á Austurlandi og á Vestfjörðum. Hver er kúnstin við að tína bláber? Það er engin kúnst. Það er bara að mæta í móann og byrja að tína. Algjörlega, og handtína helst, ekki nota tínur, segir Sigurbjörg sem bætir þó við að þeim sem vilja nota tínur sé það auðvitað frjálst. Gamla aðferðin spari þó vinnu þegar heim er komið. „Þegar þú handtínir þá ertu bara enga stund að hreinsa, og berin eru miklu skemmtilegri,“ segir Sigurbjörg. Ekki öll bláber eru þó eins. „Ég er alin upp við það að aðalberin eru svört og á ljósara lyngi. Aðalbláberin eru blá og síðan koma bláber. Það eru þrjár tegundir og svo náttúrulega krækibærin,“ segir Sigurbjörg. Fáir búa yfir meiri reynslu þegar kemur að bláberjatínslu en Sigurbjörg Snorradóttir.Vísir/Egill Og besti tíminn til að tína ber er akkúrat núna. „Ef að ég væri að fara núna að tína þá myndi ég fara að drífa mig því að þú veist aldrei hvenær kemur næturfrost, sérstaklega þegar það er svona heiðskýrt, þá getur verið ótrúlega fljótt að frysta,“ segir Sigurbjörg. Þannig að menn eiga bara að drífa sig í berjamó? „Já, drífa sig í móinn, drífa sig í móinn. Nóg af berjum.“ Dalvíkurbyggð Matur Ber Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Það er mikil hefð fyrir bláberjatínslu í Dalvíkurbyggð, þar sem víða má komast í gjöful bláberjamið. Í Þorvaldsdal hittum við Sigurbjörgu Snorradóttur, sem hefur tínt ber þar alla sína ævi. „Ég myndi segja að þetta væri bara gott, allavega hér þar sem við erum að tína núna. Dalurinn er búinn að gefa mjög vel í ár,“ segir Sigurbjörg aðspurð um hvernig sprettan er þetta ári. Nefnir hún að sprettan sé einnig góð á Austurlandi og á Vestfjörðum. Hver er kúnstin við að tína bláber? Það er engin kúnst. Það er bara að mæta í móann og byrja að tína. Algjörlega, og handtína helst, ekki nota tínur, segir Sigurbjörg sem bætir þó við að þeim sem vilja nota tínur sé það auðvitað frjálst. Gamla aðferðin spari þó vinnu þegar heim er komið. „Þegar þú handtínir þá ertu bara enga stund að hreinsa, og berin eru miklu skemmtilegri,“ segir Sigurbjörg. Ekki öll bláber eru þó eins. „Ég er alin upp við það að aðalberin eru svört og á ljósara lyngi. Aðalbláberin eru blá og síðan koma bláber. Það eru þrjár tegundir og svo náttúrulega krækibærin,“ segir Sigurbjörg. Fáir búa yfir meiri reynslu þegar kemur að bláberjatínslu en Sigurbjörg Snorradóttir.Vísir/Egill Og besti tíminn til að tína ber er akkúrat núna. „Ef að ég væri að fara núna að tína þá myndi ég fara að drífa mig því að þú veist aldrei hvenær kemur næturfrost, sérstaklega þegar það er svona heiðskýrt, þá getur verið ótrúlega fljótt að frysta,“ segir Sigurbjörg. Þannig að menn eiga bara að drífa sig í berjamó? „Já, drífa sig í móinn, drífa sig í móinn. Nóg af berjum.“
Dalvíkurbyggð Matur Ber Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira