Segir brandara frambjóðanda Flokks fólksins um Pólverja smekklausan með öllu Tryggvi Páll Tryggvason og Árni Sæberg skrifa 4. september 2021 17:39 Þó nokkur umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum um brandara sem frambjóðandi Flokk fólksins lét flakka í Oddvitaáskorun Vísis. Vísir/Vilhelm Brandari sem Eyjólfur Ármannsson, oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi, lét flakka í Oddvitaáskorun Vísis hefur farið fyrir brjóstið á netverjum, sem segja brandarann vera dæmi um hatursorðræðu í garð Pólverja. Formaður samtaka Pólverja á Íslandi segir brandarann vera smekklausan með öllu, ummælin dæmi sig sjálf. Formaður Flokks fólksins hafði ekki heyrt af málinu en trúir því ekki að brandarinn hafi verið illa meintur hjá oddvitanum. Eyjólfur tók þátt í oddvitaáskorun Vísis í dag þar sem frambjóðendum fyrir komandi Alþingiskosningar er boðið að kynna sig á léttan hátt. Frambjóðendur eru meðal annars beðnir um að segja frá „besta fimmaurabrandaranum“. Brandarinn sem Eyjólfur kom með var á þessa leið: „Einu sinni voru Frakki, Pólverji og Íslendingur í Eiffel-turninum í París. Frakki henti niður Croissant. Pólverjinn og Íslendingurinn spurðu af hverju hentirðu niður Croissant? Frakkinn sagði, það er svo mikið af Croissant í Frakklandi. Pólverjinn henti niður pylsu. Frakkinn og Íslendingurinn spurðu, af hverju hentirðu niður pylsunni? Póljverjinn svaraði það er svo mikið af pylsum í Póllandi. Íslendingurinn henti niður Pólverjanum. Frakkinn spurði, af hverju hentirðu niður Pólverjanum. Íslendingurinn svaraði, það er svo mikið af Pólverjum á Íslandi. (Var tekinn úr brandarakeppni í Vatnaskógi í sumar.).“ Brandarinn hefur vakið sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum, þar sem Eyjólfur hefur meðal annars verið sakaður um hatursorðræðu í garð Pólverja. “Þetta er nú bara brandari hehehe”. Nei, þetta er hatursorðræða. https://t.co/NtvbIiNpQD— Þórunn Ólafsdóttir (@Thorunnolafsd) September 4, 2021 Ekki „brandari” í mínum huga, þetta er bara hatursorðræða og ekkert annað. Pólverjar eða fólk af pólskum ættum er 10% af þeim fjölda sem býr á Íslandi. Það er engan veginn í lagi að þau þurfi að líða svona orðræðu frá frambjóðanda til Alþingis. Þetta er fyrir neðan allar hellur.— Heiða (@ragnheidur_kr) September 4, 2021 Alexander Witold Bogdanski, formaður Samtaka Pólverja á Íslandi, segir í samskiptum við Vísi að hann fái ekki betur séð en „að brandarinn, ef brandara skyldi kalla, sé smekklaus með öllu“. „Menn verða auðvitað eiga það við sjálfan sig hvað þeir láta út úr sér og ég tala nú ekki um þegar svona stutt er til kosninga. Maður skildi ætla að Flokkur fólksins, hafi ekki erindi sem erfiði meðal Pólverja á Íslandi í komandi kosningum. Ummælin dæma sig því sjálf og ekkert meira um það segja,“ segir Alexander ennfremur. Inga Sæland segir framlag Pólverja til samfélagsins mikilvægt Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hafði ekki heyrt af málinu né umræðu um það þegar blaðamaður Vísis spjallaði við hana fyrr í dag. Hún telur að Eyjólfur hafi ekki meint neitt illt með brandaranum. Þá segir Inga að framlag Pólverja til íslensks samfélags sé mikilvægt. „Ég veit ekki betur en að átta prósent þjóðarinnar séu einmitt ættuð þaðan og séu búin að koma okkar efnahagsmálum ekki síst þangað sem þau hafa verið og hjálpað okkur að smyrja hjól atvinnulífsins algjörlega eins og þau mögulega geta þannig ég myndi aldrei nokkurn tímann gera annað en að gleðjast yfir þeim,“ segir Inga Sæland. Alþingiskosningar 2021 Innflytjendamál Flokkur fólksins Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Eyjólfur tók þátt í oddvitaáskorun Vísis í dag þar sem frambjóðendum fyrir komandi Alþingiskosningar er boðið að kynna sig á léttan hátt. Frambjóðendur eru meðal annars beðnir um að segja frá „besta fimmaurabrandaranum“. Brandarinn sem Eyjólfur kom með var á þessa leið: „Einu sinni voru Frakki, Pólverji og Íslendingur í Eiffel-turninum í París. Frakki henti niður Croissant. Pólverjinn og Íslendingurinn spurðu af hverju hentirðu niður Croissant? Frakkinn sagði, það er svo mikið af Croissant í Frakklandi. Pólverjinn henti niður pylsu. Frakkinn og Íslendingurinn spurðu, af hverju hentirðu niður pylsunni? Póljverjinn svaraði það er svo mikið af pylsum í Póllandi. Íslendingurinn henti niður Pólverjanum. Frakkinn spurði, af hverju hentirðu niður Pólverjanum. Íslendingurinn svaraði, það er svo mikið af Pólverjum á Íslandi. (Var tekinn úr brandarakeppni í Vatnaskógi í sumar.).“ Brandarinn hefur vakið sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum, þar sem Eyjólfur hefur meðal annars verið sakaður um hatursorðræðu í garð Pólverja. “Þetta er nú bara brandari hehehe”. Nei, þetta er hatursorðræða. https://t.co/NtvbIiNpQD— Þórunn Ólafsdóttir (@Thorunnolafsd) September 4, 2021 Ekki „brandari” í mínum huga, þetta er bara hatursorðræða og ekkert annað. Pólverjar eða fólk af pólskum ættum er 10% af þeim fjölda sem býr á Íslandi. Það er engan veginn í lagi að þau þurfi að líða svona orðræðu frá frambjóðanda til Alþingis. Þetta er fyrir neðan allar hellur.— Heiða (@ragnheidur_kr) September 4, 2021 Alexander Witold Bogdanski, formaður Samtaka Pólverja á Íslandi, segir í samskiptum við Vísi að hann fái ekki betur séð en „að brandarinn, ef brandara skyldi kalla, sé smekklaus með öllu“. „Menn verða auðvitað eiga það við sjálfan sig hvað þeir láta út úr sér og ég tala nú ekki um þegar svona stutt er til kosninga. Maður skildi ætla að Flokkur fólksins, hafi ekki erindi sem erfiði meðal Pólverja á Íslandi í komandi kosningum. Ummælin dæma sig því sjálf og ekkert meira um það segja,“ segir Alexander ennfremur. Inga Sæland segir framlag Pólverja til samfélagsins mikilvægt Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hafði ekki heyrt af málinu né umræðu um það þegar blaðamaður Vísis spjallaði við hana fyrr í dag. Hún telur að Eyjólfur hafi ekki meint neitt illt með brandaranum. Þá segir Inga að framlag Pólverja til íslensks samfélags sé mikilvægt. „Ég veit ekki betur en að átta prósent þjóðarinnar séu einmitt ættuð þaðan og séu búin að koma okkar efnahagsmálum ekki síst þangað sem þau hafa verið og hjálpað okkur að smyrja hjól atvinnulífsins algjörlega eins og þau mögulega geta þannig ég myndi aldrei nokkurn tímann gera annað en að gleðjast yfir þeim,“ segir Inga Sæland.
„Einu sinni voru Frakki, Pólverji og Íslendingur í Eiffel-turninum í París. Frakki henti niður Croissant. Pólverjinn og Íslendingurinn spurðu af hverju hentirðu niður Croissant? Frakkinn sagði, það er svo mikið af Croissant í Frakklandi. Pólverjinn henti niður pylsu. Frakkinn og Íslendingurinn spurðu, af hverju hentirðu niður pylsunni? Póljverjinn svaraði það er svo mikið af pylsum í Póllandi. Íslendingurinn henti niður Pólverjanum. Frakkinn spurði, af hverju hentirðu niður Pólverjanum. Íslendingurinn svaraði, það er svo mikið af Pólverjum á Íslandi. (Var tekinn úr brandarakeppni í Vatnaskógi í sumar.).“
Alþingiskosningar 2021 Innflytjendamál Flokkur fólksins Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira