Fram kom á vef Veðurstofunnar síðdegis í gær að miðað við framgang hlaupsins og fyrri hlaup úr vestari katlinum mætti gera ráð fyrir að hlaupvatn yrði áfram í Skaftá næstu daga og rennslistölur háar miðað við árstíma.
Ragnar Axelsson, ljósmyndari Vísis, flaug yfir Skaftárjökul á fimmtudag og tók þessar myndir og myndbönd af sigkatlinum vestari í Skaftárjökli og rennslinu í ánni.



Þá myndaði RAX sömuleiðis rennslið í Skaftánni úr lofti.
