Furða sig á að geðdeild verði ekki á nýjum Landspítala Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. september 2021 20:01 Oddný Ómarsdóttir, sérnámslæknir í geðlækningum, furðar sig á að ekki sé gert ráð fyrir geðdeild á nýjum Landspítala. Vísir/Sigurjón Mikil óánægja ríkir meðal sérnámslækna í geðlækningum vegna uppbyggingar nýs Landspítala. Ekki stendur til að geðsvið fái þar inni þrátt fyrir að sum húsa geðdeildanna séu aldargömul og húsnæðisvandi sé mikill. Félag íslenskra sérnámslækna í geðlækninum sendi frá sér yfirlýsingu um húsnæðisvandann. Þar kemur meðal annars fram að húsnæði geðdeilda Landspítalans einkennist af þröngum göngum, gráum steinveggjum, óheyrilegum fjölda tvíbýla, gegndræpum gluggum, takmörkuðu aðgengi að útisvæði og reykingarlykt þegar gengið er fram hjá reykingarherbergjum. Þá sé veruleg þörf á úrbótum á vinnuaðstöðu starfsmanna. Húsnæði geðsviðs við Hringbraut sé nær fimm áratuga gamalt og húsnæðið á Kleppi sé meira en aldar gamalt. „Í rauninni er staða húsnæðis á geðsviði miklu flóknari en það að það þurfi yfirhalningu hvað flísar og málningu varðar heldur er bara uppbygging húsnæðisins ekki nógu vel til þess fallin að styðja við meðferð skjólstæðinga,“ segir Oddný Ómarsdóttir, sérnámslæknir í geðlækningum á Landspítala. Óskiljanlegt sé að ekki sé gert ráð fyrir geðsviði á nýjum Landspítala. „Okkur þykir það auðvitað bara mjög svekkjandi og sérkennilegt sérstaklega í ljósi þess að þetta var hitamál fyrir síðustu kosningar að efla geðheilbrigðisþjónustu og að það sé síðan ekki gert ráð fyrir uppbyggingu geðdeilda á nýjum meðferðarkjarna er í rauninni alveg óskiljanlegt.“ Sjúklingar hafi sjálfir kvartað undan húsnæðinu. „Skjólstæðingar hafa alla vega borið það ítrekað upp að húsnæðið sé ekki nógu vel til þess fallið að hlúa að þeirra líðan,“ segir Oddný, sem hún skilji vel. „Fólk sem er til dæmis að leggjast inn í bráðainnlögn er yfirleitt boðið að vera í tvíbýlum, sem þýðir að þau deila herbergjum sínum með öðrum skjólstæðingi. Þetta getur haft slæm áhrif á þeirra svefngæði og líðan,“ segir Oddný. Hún segir þá aðgengi að útisvæðum ekki nógu gott. „Auðvitað eiga okkar skjólstæðingar að geta haft gott aðgengi og beint að útisvæði í raun alveg sama í hvernig ástandi þeir eru. Það að húsnæðið sé svona, það getur aukið á spennu, eirðarleysi, óróleika og annað sem gerir okkar starfsumhverfi erfiðara og er ekki að gera góða hluti fyrir líðan sjúklingsins. Þannig að þetta þarf að bæta.“ Landspítalinn Geðheilbrigði Heilbrigðismál Húsnæðismál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Félag íslenskra sérnámslækna í geðlækninum sendi frá sér yfirlýsingu um húsnæðisvandann. Þar kemur meðal annars fram að húsnæði geðdeilda Landspítalans einkennist af þröngum göngum, gráum steinveggjum, óheyrilegum fjölda tvíbýla, gegndræpum gluggum, takmörkuðu aðgengi að útisvæði og reykingarlykt þegar gengið er fram hjá reykingarherbergjum. Þá sé veruleg þörf á úrbótum á vinnuaðstöðu starfsmanna. Húsnæði geðsviðs við Hringbraut sé nær fimm áratuga gamalt og húsnæðið á Kleppi sé meira en aldar gamalt. „Í rauninni er staða húsnæðis á geðsviði miklu flóknari en það að það þurfi yfirhalningu hvað flísar og málningu varðar heldur er bara uppbygging húsnæðisins ekki nógu vel til þess fallin að styðja við meðferð skjólstæðinga,“ segir Oddný Ómarsdóttir, sérnámslæknir í geðlækningum á Landspítala. Óskiljanlegt sé að ekki sé gert ráð fyrir geðsviði á nýjum Landspítala. „Okkur þykir það auðvitað bara mjög svekkjandi og sérkennilegt sérstaklega í ljósi þess að þetta var hitamál fyrir síðustu kosningar að efla geðheilbrigðisþjónustu og að það sé síðan ekki gert ráð fyrir uppbyggingu geðdeilda á nýjum meðferðarkjarna er í rauninni alveg óskiljanlegt.“ Sjúklingar hafi sjálfir kvartað undan húsnæðinu. „Skjólstæðingar hafa alla vega borið það ítrekað upp að húsnæðið sé ekki nógu vel til þess fallið að hlúa að þeirra líðan,“ segir Oddný, sem hún skilji vel. „Fólk sem er til dæmis að leggjast inn í bráðainnlögn er yfirleitt boðið að vera í tvíbýlum, sem þýðir að þau deila herbergjum sínum með öðrum skjólstæðingi. Þetta getur haft slæm áhrif á þeirra svefngæði og líðan,“ segir Oddný. Hún segir þá aðgengi að útisvæðum ekki nógu gott. „Auðvitað eiga okkar skjólstæðingar að geta haft gott aðgengi og beint að útisvæði í raun alveg sama í hvernig ástandi þeir eru. Það að húsnæðið sé svona, það getur aukið á spennu, eirðarleysi, óróleika og annað sem gerir okkar starfsumhverfi erfiðara og er ekki að gera góða hluti fyrir líðan sjúklingsins. Þannig að þetta þarf að bæta.“
Landspítalinn Geðheilbrigði Heilbrigðismál Húsnæðismál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels