Rennslið fer minnkandi í Skaftá Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. september 2021 15:26 Ragnar Axelsson flaug yfir Skaftá í gær og myndaði úr lofti. Vísir/RAX Rennsli hefur farið hægt minnkandi í Skaftá við Sveinstind síðustu klukkustundir. Rennslið 412 rúmmetrar á sekúndu klukkan 14.30 í dag. Rennslið náði hámarki á miðnætti aðfaranótt 2. september og var þá um 520 rúmmetrar á sekúndu. Rennsli hefur farið hægt minnkandi í Skaftá við Sveinstind síðustu klukkustundir. Rennslið 412 rúmmetrar á sekundu klukkan 14.30 í dag. Rennslið náði hámarki á miðnætti aðfaranótt 2. september og var þá um 520 rúmmetrar á sekúndu. Þetta kemur fram í uppfærslu á vef Veðurstofu Íslands þar sem segir að miðað við framgang hlaupsins og fyrri hlaup úr vestari katlinum má gera ráð fyrir að hlaupvatn verði áfram í Skaftá næstu daga og rennslistölur háar miðað við árstíma. Skaftá við Skaftárdal í vikunni. Hér sést brúin yfir eystri kvísl Skaftár.Vísir/Egill Hlaupið, sem hófst í Skaftá á miðvikudaginn, er það fyrsta sem dynur á nýju brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, eftir að hún var opnuð umferð fyrir tæpum tveimur árum. Hún var reist í stað gömlu brúarinnar sem eyðilagðist í Skaftárhlaupi haustið 2015. Hlaupið núna er þó vart talið verða nema um fjórðungur af stærð hamfarahlaupsins fyrir sex árum. Síðasta hlaup í Skaftá varð í september 2019, skömmu áður en nýja Eldvatnsbrúin var opnuð umferð. Það reyndist lítið en hlaupin úr vestri katlinum eru að jafnaði minni en hlaupin úr þeim eystri. Ragnar Axelsson flaug yfir vestari sigketilinn í Skaftárjökli í gær og tók myndirnar að neðan. Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Almannavarnir Samgöngur Tengdar fréttir Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna Skaftárhlaups Vísbendingar eru um að hlaup sé hafið í Skaftá. Rafleiðni í Skaftá hefur hækkað jafnt og þétt síðustu tvo sólarhringa og vatnshæð árinnar við Sveinstind aukist síðustu klukkustundir. Einnig hafa borist tilkynningar um brennisteinslykt í nágrenni Skaftár og Hverfisfljóts. 1. september 2021 12:47 Hafa litlar áhyggjur af Skaftá á meðan stóri ketill hleypur ekki Hlaupið í Skaftá virðist hafa náð hámarki og veldur bændum í Skaftártungu litlum áhyggjum. Öðru máli gegnir um ef eystri sigketillinn í Skaftárjökli hleypur í kjölfarið. 2. september 2021 22:44 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Rennsli hefur farið hægt minnkandi í Skaftá við Sveinstind síðustu klukkustundir. Rennslið 412 rúmmetrar á sekundu klukkan 14.30 í dag. Rennslið náði hámarki á miðnætti aðfaranótt 2. september og var þá um 520 rúmmetrar á sekúndu. Þetta kemur fram í uppfærslu á vef Veðurstofu Íslands þar sem segir að miðað við framgang hlaupsins og fyrri hlaup úr vestari katlinum má gera ráð fyrir að hlaupvatn verði áfram í Skaftá næstu daga og rennslistölur háar miðað við árstíma. Skaftá við Skaftárdal í vikunni. Hér sést brúin yfir eystri kvísl Skaftár.Vísir/Egill Hlaupið, sem hófst í Skaftá á miðvikudaginn, er það fyrsta sem dynur á nýju brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, eftir að hún var opnuð umferð fyrir tæpum tveimur árum. Hún var reist í stað gömlu brúarinnar sem eyðilagðist í Skaftárhlaupi haustið 2015. Hlaupið núna er þó vart talið verða nema um fjórðungur af stærð hamfarahlaupsins fyrir sex árum. Síðasta hlaup í Skaftá varð í september 2019, skömmu áður en nýja Eldvatnsbrúin var opnuð umferð. Það reyndist lítið en hlaupin úr vestri katlinum eru að jafnaði minni en hlaupin úr þeim eystri. Ragnar Axelsson flaug yfir vestari sigketilinn í Skaftárjökli í gær og tók myndirnar að neðan. Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX
Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Almannavarnir Samgöngur Tengdar fréttir Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna Skaftárhlaups Vísbendingar eru um að hlaup sé hafið í Skaftá. Rafleiðni í Skaftá hefur hækkað jafnt og þétt síðustu tvo sólarhringa og vatnshæð árinnar við Sveinstind aukist síðustu klukkustundir. Einnig hafa borist tilkynningar um brennisteinslykt í nágrenni Skaftár og Hverfisfljóts. 1. september 2021 12:47 Hafa litlar áhyggjur af Skaftá á meðan stóri ketill hleypur ekki Hlaupið í Skaftá virðist hafa náð hámarki og veldur bændum í Skaftártungu litlum áhyggjum. Öðru máli gegnir um ef eystri sigketillinn í Skaftárjökli hleypur í kjölfarið. 2. september 2021 22:44 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna Skaftárhlaups Vísbendingar eru um að hlaup sé hafið í Skaftá. Rafleiðni í Skaftá hefur hækkað jafnt og þétt síðustu tvo sólarhringa og vatnshæð árinnar við Sveinstind aukist síðustu klukkustundir. Einnig hafa borist tilkynningar um brennisteinslykt í nágrenni Skaftár og Hverfisfljóts. 1. september 2021 12:47
Hafa litlar áhyggjur af Skaftá á meðan stóri ketill hleypur ekki Hlaupið í Skaftá virðist hafa náð hámarki og veldur bændum í Skaftártungu litlum áhyggjum. Öðru máli gegnir um ef eystri sigketillinn í Skaftárjökli hleypur í kjölfarið. 2. september 2021 22:44