Oddvitaáskorunin: Varð snemma róttækur Samúel Karl Ólason skrifar 5. september 2021 15:02 www.danielstarrason.com Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Haraldur Ingi Haraldsson leiðir lista Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi. Haraldur Ingi er borin og barnfæddur Akureyringur. Hann ólst upp á Syðri-Brekkunni í miklum krakkaskara sem iðkaði allskyns leiki og íþróttir fram eftir aldri. Hann var snemma róttækur og sannfærður um nauðsyn þess að skapa annarskonar samfélagsgerð en kapítalismi nýfrjálshyggjunnar gerir. Samfélag samhyggju í stað sérhyggju. Hann stundaði nám í sagnfræði og myndlist og hefur síðan unnið fjölbreyttustu störf. Sem dæmi má taka Bókaútgáfu, forstöðumennsku listasafnsins á Akureyri, kennslu við grunnskóla, við kræklingarækt, uppbyggingu og rekstur internetskerfis í litlu bæjarfélagi og verkefnastjórn hjá Akureyrarbæ þar sem hann vinnur nú. Og nú er Haraldur Ingi í framboði fyrir Sósíalistaflokkinn. „Ég er kominn til að vera þjónn kjósenda og færa almannavilja inn á Alþingi. Hvorutveggja hefur skort mikið á. Ég vil leggja mig allan fram um að taka þátt í því mikla verkefni að byggja upp nýtt Ísland eftir nýfrjálshyggjutímann. Með hreyfingunni, með félögum mínum í flokknum og öllum landsmönnum.” Klippa: Oddvitaáskorun - Haraldur Ingi Haraldsson Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Við Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti. Hvað færðu þér í bragðaref? Ekkert. Uppáhalds bók? Íslandsklukkan eftir Halldór K Laxnes. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Beast of Burden með Bette Midler (ekki Stones). Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Þar sem börnin mín eru. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Las „The Case for the Green New Deal“ eftir Ann Pettifor og „The Deficit Myth“ eftir Stephanie Kelton. Hvað tekur þú í bekk? Ég tek á honum stóra mínum. www.danielstarrason.com Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Skola fyrir bursta á eftir. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Lítið skáld á grænni grein. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Upp með hendur! Uppáhalds tónlistarmaður? Bob Dylan. www.danielstarrason.com Besti fimmaurabrandarinn? Hvað er líkt með krókódíl? Hann hvorki hjólar. Ein sterkasta minningin úr æsku? Þegar ég ákvað að hætta að halda með Kábojum og fór að halda með indjánum. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Það er ekki einn einstaklingur heldur samvinna fólks í gegnum söguna sem hefur haft ódrepandi þrek og þor til að berjast fyrir réttlæti og betri heimi. Besta íslenska Eurovision-lagið? „Gleðibankinn“ að sjálfsögðu. Síðan hefur öllu farið aftur. Besta frí sem þú hefur farið í? Ég fer reglulega að passa barnabörnin. Toppar það ekkert. Uppáhalds þynnkumatur? Patat met pindasaus. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Ekki enn komist í tæri við það. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Þú ert rekinn. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Stofnun trúfélagsins „Hannes gormur“. Rómantískasta uppátækið? Yndisleg stúlka sem ég hitti margt fyrir löngu gleymdi hvítri afskaplega fallegri blússu hjá mér. Ég sendi henni blússuna til baka í pósti og vafði rauðri rós inn í hana. Pakkinn leit mjög vel út þegar hann fór frá mér en á leiðarenda var rósinn öll í henglum og blússan ónýt. Það þarf varla að orðlengja það að þetta uppátæki varð ekki til þess að rækta sambandið . Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Haraldur Ingi Haraldsson leiðir lista Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi. Haraldur Ingi er borin og barnfæddur Akureyringur. Hann ólst upp á Syðri-Brekkunni í miklum krakkaskara sem iðkaði allskyns leiki og íþróttir fram eftir aldri. Hann var snemma róttækur og sannfærður um nauðsyn þess að skapa annarskonar samfélagsgerð en kapítalismi nýfrjálshyggjunnar gerir. Samfélag samhyggju í stað sérhyggju. Hann stundaði nám í sagnfræði og myndlist og hefur síðan unnið fjölbreyttustu störf. Sem dæmi má taka Bókaútgáfu, forstöðumennsku listasafnsins á Akureyri, kennslu við grunnskóla, við kræklingarækt, uppbyggingu og rekstur internetskerfis í litlu bæjarfélagi og verkefnastjórn hjá Akureyrarbæ þar sem hann vinnur nú. Og nú er Haraldur Ingi í framboði fyrir Sósíalistaflokkinn. „Ég er kominn til að vera þjónn kjósenda og færa almannavilja inn á Alþingi. Hvorutveggja hefur skort mikið á. Ég vil leggja mig allan fram um að taka þátt í því mikla verkefni að byggja upp nýtt Ísland eftir nýfrjálshyggjutímann. Með hreyfingunni, með félögum mínum í flokknum og öllum landsmönnum.” Klippa: Oddvitaáskorun - Haraldur Ingi Haraldsson Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Við Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti. Hvað færðu þér í bragðaref? Ekkert. Uppáhalds bók? Íslandsklukkan eftir Halldór K Laxnes. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Beast of Burden með Bette Midler (ekki Stones). Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Þar sem börnin mín eru. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Las „The Case for the Green New Deal“ eftir Ann Pettifor og „The Deficit Myth“ eftir Stephanie Kelton. Hvað tekur þú í bekk? Ég tek á honum stóra mínum. www.danielstarrason.com Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Skola fyrir bursta á eftir. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Lítið skáld á grænni grein. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Upp með hendur! Uppáhalds tónlistarmaður? Bob Dylan. www.danielstarrason.com Besti fimmaurabrandarinn? Hvað er líkt með krókódíl? Hann hvorki hjólar. Ein sterkasta minningin úr æsku? Þegar ég ákvað að hætta að halda með Kábojum og fór að halda með indjánum. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Það er ekki einn einstaklingur heldur samvinna fólks í gegnum söguna sem hefur haft ódrepandi þrek og þor til að berjast fyrir réttlæti og betri heimi. Besta íslenska Eurovision-lagið? „Gleðibankinn“ að sjálfsögðu. Síðan hefur öllu farið aftur. Besta frí sem þú hefur farið í? Ég fer reglulega að passa barnabörnin. Toppar það ekkert. Uppáhalds þynnkumatur? Patat met pindasaus. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Ekki enn komist í tæri við það. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Þú ert rekinn. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Stofnun trúfélagsins „Hannes gormur“. Rómantískasta uppátækið? Yndisleg stúlka sem ég hitti margt fyrir löngu gleymdi hvítri afskaplega fallegri blússu hjá mér. Ég sendi henni blússuna til baka í pósti og vafði rauðri rós inn í hana. Pakkinn leit mjög vel út þegar hann fór frá mér en á leiðarenda var rósinn öll í henglum og blússan ónýt. Það þarf varla að orðlengja það að þetta uppátæki varð ekki til þess að rækta sambandið .
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira