Gísla vel fagnað þegar hann sneri aftur eftir fimm mánaða fjarveru Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. september 2021 16:30 Gísli Þorgeir Kristjánsson hefur glímt við erfið meiðsli undanfarin ár. getty/Peter Niedung Eftir langa fjarveru vegna meiðsla sneri Gísli Þorgeir Kristjánsson aftur á völlinn þegar Magdeburg mætti Erlangen í æfingaleik í gærkvöldi. Gísli skoraði eitt mark í öruggum sigri Magdeburg, 34-22. Ómar Ingi Magnússon var næstmarkahæstur hjá Magdeburg með fimm mörk. Þetta var síðasti æfingaleikur Magdeburg áður en keppni í þýsku úrvalsdeildinni hefst. Stark! Wir gewinnen unser letztes Testspiel mit 34:22 gegen den HC Erlangen. zum Spielbericht: https://t.co/MQTCfsewOC_____ Franzi Gora / neb Handball pic.twitter.com/ovFYVZFIYy— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) September 2, 2021 Gísli kom inn á eftir átján mínútur og áhorfendur klöppuðu honum lof í lófa. Þetta var fyrsti leikur Gísla síðan hann fór úr axlarlið í leik Magdeburg og Füchse Berlin í þýsku úrvalsdeildinni 21. mars. Það var í þriðja sinn sem hann fer úr axlarlið á ferlinum. Gísli gekkst undir aðgerð á öxl í vor og er nú kominn aftur út á völlinn. Í samtali við handbolta.is sagðist Gísli vera himinlifandi með endurkomuna. „Þetta var æðisleg tilfinning. Ég býst ekki við öðru en að verða tilbúinn í fyrsta leik í deildinni,“ sagði Gísli en Magdeburg tekur á móti Viggó Kristjánssyni og Andra Má Rúnarssyni og félögum í Stuttgart á fimmtudaginn. Á síðasta tímabili endaði Magdeburg í 3. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og vann EHF-bikarinn. Gísli, sem er 22 ára, skoraði 39 mörk og gaf 27 stoðsendingar í þýsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Hann gekk í raðir Magdeburg frá Kiel í fyrra. Þýski handboltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fylkir 4-2 | Loksins Valssigur Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn Tuttugu ár síðan KR braut ísinn þykka Íslenski boltinn Komið að leiðarlokum hjá Páli Viðari og Magna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Gísli skoraði eitt mark í öruggum sigri Magdeburg, 34-22. Ómar Ingi Magnússon var næstmarkahæstur hjá Magdeburg með fimm mörk. Þetta var síðasti æfingaleikur Magdeburg áður en keppni í þýsku úrvalsdeildinni hefst. Stark! Wir gewinnen unser letztes Testspiel mit 34:22 gegen den HC Erlangen. zum Spielbericht: https://t.co/MQTCfsewOC_____ Franzi Gora / neb Handball pic.twitter.com/ovFYVZFIYy— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) September 2, 2021 Gísli kom inn á eftir átján mínútur og áhorfendur klöppuðu honum lof í lófa. Þetta var fyrsti leikur Gísla síðan hann fór úr axlarlið í leik Magdeburg og Füchse Berlin í þýsku úrvalsdeildinni 21. mars. Það var í þriðja sinn sem hann fer úr axlarlið á ferlinum. Gísli gekkst undir aðgerð á öxl í vor og er nú kominn aftur út á völlinn. Í samtali við handbolta.is sagðist Gísli vera himinlifandi með endurkomuna. „Þetta var æðisleg tilfinning. Ég býst ekki við öðru en að verða tilbúinn í fyrsta leik í deildinni,“ sagði Gísli en Magdeburg tekur á móti Viggó Kristjánssyni og Andra Má Rúnarssyni og félögum í Stuttgart á fimmtudaginn. Á síðasta tímabili endaði Magdeburg í 3. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og vann EHF-bikarinn. Gísli, sem er 22 ára, skoraði 39 mörk og gaf 27 stoðsendingar í þýsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Hann gekk í raðir Magdeburg frá Kiel í fyrra.
Þýski handboltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fylkir 4-2 | Loksins Valssigur Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn Tuttugu ár síðan KR braut ísinn þykka Íslenski boltinn Komið að leiðarlokum hjá Páli Viðari og Magna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn