Alger stakkaskipti á göngusvæðum í miðborginni Heimir Már Pétursson skrifar 2. september 2021 20:31 reykjavíkurborg Göngugötur í miðborg Reykjavíkur fá algera andlitslyftingu samkvæmt nýrri hönnun sem kynnt var í dag. Formaður skipulags- og samgönguráðs hefur fulla trú á að breytingarnar verði mennningarlífi og verslun til mikils framdráttar. Göngugötur í miðborg Reykjavíkur fá algera andlitslyftingu samkvæmt nýrri hönnun sem kynnt var í dag. Formaður skipulags- og samgönguráðs hefur fulla trú á að breytingarnar verði mennningarlífi og verslun til mikils framdráttar. Við Skólavörðustíginn verða miklar breytingar samkvæmt þessari forhönnun. Þar verður lögð áhersla á mannlíf, gróður og lýsingu. reykjavíkurborg Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.Vísir/egill „Hér erum við kannski í hjarta þessa svæðis. Hér verður borgargarður þar sem verða ólík beð sem túlka hvert sína árstíðina. Þannig að ég hvet fólk til að skoða tillögurnar. Þær eru mjög skemmtilegar,“ segir Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. reykjavíkurborg Hér sjáum við það svæði sem mun taka stakkaskiptum allt frá Klapparstil, Vegamótastíg niður Laugaveginn allt og að hluta Bankastrætis. reykjavíkurborg „Við munum áfangaskipta þessu aðeins til að létta byrðarnar. Þannig að það verði ekki rask í miðborginni fyrir þá verslun og þjónustu sem hér er. Ég reikna þá ekki með að þetta taki eitt ár heldur kannski tvö, þrjú eða fjörgur,“ segir Pawel. Af myndum að dæma hefði maður fyrirfram kannski áhyggjur af aðgengi slökkviliðs og annarrar neyðarþjónustu en Pawel segir hugsað fyrir því. reykjavíkurborg „Já það er tryggt að gatan sé akfær í samræmi við lög á öllum stöðum. Þannig að það er þá annað hvort hægra meginn eða vinstra meginn þar sem þeir geta farið yfir. En auðvitað er heildartilgangur þessarra breytinga að lyfta götunum upp sem göngusvæði en ekki sem akvegi,“ segir Pawel. reykjavíkurborg Og formaður skipulags- og samgönguráðs er sannfærður um að þetta verði menningarlífi og verslun miðborginni til framdráttar. „Ef við skoðum stöðuna í dag sjáum við að það er heilmikið líf hér á fimmtudegi í september. Þessar breytingar munu svo sannarlega ekki gera það neitt verra,“ segir Pawel Bartoszek. Reykjavík Skipulag Göngugötur Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Göngugötur í miðborg Reykjavíkur fá algera andlitslyftingu samkvæmt nýrri hönnun sem kynnt var í dag. Formaður skipulags- og samgönguráðs hefur fulla trú á að breytingarnar verði mennningarlífi og verslun til mikils framdráttar. Við Skólavörðustíginn verða miklar breytingar samkvæmt þessari forhönnun. Þar verður lögð áhersla á mannlíf, gróður og lýsingu. reykjavíkurborg Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.Vísir/egill „Hér erum við kannski í hjarta þessa svæðis. Hér verður borgargarður þar sem verða ólík beð sem túlka hvert sína árstíðina. Þannig að ég hvet fólk til að skoða tillögurnar. Þær eru mjög skemmtilegar,“ segir Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. reykjavíkurborg Hér sjáum við það svæði sem mun taka stakkaskiptum allt frá Klapparstil, Vegamótastíg niður Laugaveginn allt og að hluta Bankastrætis. reykjavíkurborg „Við munum áfangaskipta þessu aðeins til að létta byrðarnar. Þannig að það verði ekki rask í miðborginni fyrir þá verslun og þjónustu sem hér er. Ég reikna þá ekki með að þetta taki eitt ár heldur kannski tvö, þrjú eða fjörgur,“ segir Pawel. Af myndum að dæma hefði maður fyrirfram kannski áhyggjur af aðgengi slökkviliðs og annarrar neyðarþjónustu en Pawel segir hugsað fyrir því. reykjavíkurborg „Já það er tryggt að gatan sé akfær í samræmi við lög á öllum stöðum. Þannig að það er þá annað hvort hægra meginn eða vinstra meginn þar sem þeir geta farið yfir. En auðvitað er heildartilgangur þessarra breytinga að lyfta götunum upp sem göngusvæði en ekki sem akvegi,“ segir Pawel. reykjavíkurborg Og formaður skipulags- og samgönguráðs er sannfærður um að þetta verði menningarlífi og verslun miðborginni til framdráttar. „Ef við skoðum stöðuna í dag sjáum við að það er heilmikið líf hér á fimmtudegi í september. Þessar breytingar munu svo sannarlega ekki gera það neitt verra,“ segir Pawel Bartoszek.
Reykjavík Skipulag Göngugötur Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira