Meira en tvöfalt fleiri á móti sjókvíaeldi en með því Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 2. september 2021 11:30 Ljósmyndir úr dróna frá laxeldi í Patreksfirði. Einar Árnason Almenningur er mun neikvæðari í viðhorfi sínu til laxeldis í sjókvíum við Ísland heldur en til landeldis. Ekki nema tæp 22 prósent segjast vera fremur eða mjög hlynnt sjókvíaeldi við strendur landsins. Andstaða við slíkan iðnað er hins vegar mun meiri. Í könnun sem Maskína gerði fyrir fréttastofu segjast rúm 48 prósent svarenda vera fremur eða mjög andvígir laxeldi í sjókvíum á móti fyrrnefndum 22 prósentum sem eru hlynnt því. Um 30 prósent svarenda sögðust vera einhvers staðar þar á milli. Niðurstöður Maskínukönnunarinnar. Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun.vísir Þessar niðurstöður voru ræddar í Pallborðinu á Vísi í gær þar sem þeir Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, og Sigurður Pétursson, einn stofnanda Arctic Fish, tókust á um iðnaðinn. Jón er ánægður með niðurstöðurnar: „Eitt er laxeldi sem fer fram með ýmsum aðferðum og annað er sjókvíaeldi sem fer fram í opnum netapokum. Og það er bara aðferð sem er orðin úrelt í þessari framleiðslu,“ sagði hann. Sigurður Pétursson (vinstri) og Jón Kaldal (hægri) tókust á í Pallborðinu í gær. vilhelm „Þannig þetta eru ánægjulegar niðurstöður og satt að segja hafði ég nú reiknað með því að það væru enn fleiri á móti þessari aðferð, því það eru ekki bara við sem erum náttúruverndar megin sem höfum verið að benda á galla hennar, heldur hreinlega innanbúðarmenn úr laxeldisgeiranum,“ sagði Jón. „Þeir sem eru að framleiða lokaðar kvíar fyrir sjó, sem er í mikilli þróun, og á landi, þeir segja: Sjókvíaeldi er niðurgreitt af náttúrunni. Reikningurinn er sendur til umhverfisins og lífríkisins.“ En er þessi mikla andstaða við sjókvíaeldi áfall fyrir talsmenn iðnaðarins eins og Sigurð? „Nei, í rauninni ekki. Og í rauninni kannski frekar miðað við hvernig umræðan er og klárlega stýrt af öðrum en þeim sem eru í geiranum. Þá kannski kemur þetta í rauninni ekkert á óvart,“ sagði Sigurður. „Það væri áhugavert að sjá hvernig hlutfallið milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins því það hefur sýnt sig í sambærilegum könnunum að þeir sem þekkja til eldisins, á því svæði sem það er, eru mun hlynntari eldinu en þeir sem hafa ekki kynnt sér starfsemina. Þannig út á það í rauninni kemur þetta ekki á óvart.“ Flestir hlynntir landeldi Viðhorf fólks til laxeldis á landi var einnig kannað og var það allt annað en til sjókvíaeldis. Þar snúast tölurnar nánast alveg við: Ekki nema rúm 15 prósent segjast fremur eða mjög andvíg landeldinu en tæp 55 prósent hlynnt því. Aftur eru um 30 prósent sem segjast vera þarna mitt á milli. Niðurstöður Maskínukönnunarinnar. Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun.vísir Hér má sjá umræður Jóns Kaldals og Sigurðar Péturssonar um laxeldi á Íslandi í Pallborðinu í gær í heild sinni: Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks, sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svarendur voru 822 talsins. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur og búsetu, þannig að þau endurspegla þjóðina prýðilega. Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun. Fiskeldi Skoðanakannanir Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Andstaða við slíkan iðnað er hins vegar mun meiri. Í könnun sem Maskína gerði fyrir fréttastofu segjast rúm 48 prósent svarenda vera fremur eða mjög andvígir laxeldi í sjókvíum á móti fyrrnefndum 22 prósentum sem eru hlynnt því. Um 30 prósent svarenda sögðust vera einhvers staðar þar á milli. Niðurstöður Maskínukönnunarinnar. Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun.vísir Þessar niðurstöður voru ræddar í Pallborðinu á Vísi í gær þar sem þeir Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, og Sigurður Pétursson, einn stofnanda Arctic Fish, tókust á um iðnaðinn. Jón er ánægður með niðurstöðurnar: „Eitt er laxeldi sem fer fram með ýmsum aðferðum og annað er sjókvíaeldi sem fer fram í opnum netapokum. Og það er bara aðferð sem er orðin úrelt í þessari framleiðslu,“ sagði hann. Sigurður Pétursson (vinstri) og Jón Kaldal (hægri) tókust á í Pallborðinu í gær. vilhelm „Þannig þetta eru ánægjulegar niðurstöður og satt að segja hafði ég nú reiknað með því að það væru enn fleiri á móti þessari aðferð, því það eru ekki bara við sem erum náttúruverndar megin sem höfum verið að benda á galla hennar, heldur hreinlega innanbúðarmenn úr laxeldisgeiranum,“ sagði Jón. „Þeir sem eru að framleiða lokaðar kvíar fyrir sjó, sem er í mikilli þróun, og á landi, þeir segja: Sjókvíaeldi er niðurgreitt af náttúrunni. Reikningurinn er sendur til umhverfisins og lífríkisins.“ En er þessi mikla andstaða við sjókvíaeldi áfall fyrir talsmenn iðnaðarins eins og Sigurð? „Nei, í rauninni ekki. Og í rauninni kannski frekar miðað við hvernig umræðan er og klárlega stýrt af öðrum en þeim sem eru í geiranum. Þá kannski kemur þetta í rauninni ekkert á óvart,“ sagði Sigurður. „Það væri áhugavert að sjá hvernig hlutfallið milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins því það hefur sýnt sig í sambærilegum könnunum að þeir sem þekkja til eldisins, á því svæði sem það er, eru mun hlynntari eldinu en þeir sem hafa ekki kynnt sér starfsemina. Þannig út á það í rauninni kemur þetta ekki á óvart.“ Flestir hlynntir landeldi Viðhorf fólks til laxeldis á landi var einnig kannað og var það allt annað en til sjókvíaeldis. Þar snúast tölurnar nánast alveg við: Ekki nema rúm 15 prósent segjast fremur eða mjög andvíg landeldinu en tæp 55 prósent hlynnt því. Aftur eru um 30 prósent sem segjast vera þarna mitt á milli. Niðurstöður Maskínukönnunarinnar. Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun.vísir Hér má sjá umræður Jóns Kaldals og Sigurðar Péturssonar um laxeldi á Íslandi í Pallborðinu í gær í heild sinni: Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks, sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svarendur voru 822 talsins. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur og búsetu, þannig að þau endurspegla þjóðina prýðilega. Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun.
Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks, sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svarendur voru 822 talsins. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur og búsetu, þannig að þau endurspegla þjóðina prýðilega. Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun.
Fiskeldi Skoðanakannanir Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira