Meira en tvöfalt fleiri á móti sjókvíaeldi en með því Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 2. september 2021 11:30 Ljósmyndir úr dróna frá laxeldi í Patreksfirði. Einar Árnason Almenningur er mun neikvæðari í viðhorfi sínu til laxeldis í sjókvíum við Ísland heldur en til landeldis. Ekki nema tæp 22 prósent segjast vera fremur eða mjög hlynnt sjókvíaeldi við strendur landsins. Andstaða við slíkan iðnað er hins vegar mun meiri. Í könnun sem Maskína gerði fyrir fréttastofu segjast rúm 48 prósent svarenda vera fremur eða mjög andvígir laxeldi í sjókvíum á móti fyrrnefndum 22 prósentum sem eru hlynnt því. Um 30 prósent svarenda sögðust vera einhvers staðar þar á milli. Niðurstöður Maskínukönnunarinnar. Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun.vísir Þessar niðurstöður voru ræddar í Pallborðinu á Vísi í gær þar sem þeir Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, og Sigurður Pétursson, einn stofnanda Arctic Fish, tókust á um iðnaðinn. Jón er ánægður með niðurstöðurnar: „Eitt er laxeldi sem fer fram með ýmsum aðferðum og annað er sjókvíaeldi sem fer fram í opnum netapokum. Og það er bara aðferð sem er orðin úrelt í þessari framleiðslu,“ sagði hann. Sigurður Pétursson (vinstri) og Jón Kaldal (hægri) tókust á í Pallborðinu í gær. vilhelm „Þannig þetta eru ánægjulegar niðurstöður og satt að segja hafði ég nú reiknað með því að það væru enn fleiri á móti þessari aðferð, því það eru ekki bara við sem erum náttúruverndar megin sem höfum verið að benda á galla hennar, heldur hreinlega innanbúðarmenn úr laxeldisgeiranum,“ sagði Jón. „Þeir sem eru að framleiða lokaðar kvíar fyrir sjó, sem er í mikilli þróun, og á landi, þeir segja: Sjókvíaeldi er niðurgreitt af náttúrunni. Reikningurinn er sendur til umhverfisins og lífríkisins.“ En er þessi mikla andstaða við sjókvíaeldi áfall fyrir talsmenn iðnaðarins eins og Sigurð? „Nei, í rauninni ekki. Og í rauninni kannski frekar miðað við hvernig umræðan er og klárlega stýrt af öðrum en þeim sem eru í geiranum. Þá kannski kemur þetta í rauninni ekkert á óvart,“ sagði Sigurður. „Það væri áhugavert að sjá hvernig hlutfallið milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins því það hefur sýnt sig í sambærilegum könnunum að þeir sem þekkja til eldisins, á því svæði sem það er, eru mun hlynntari eldinu en þeir sem hafa ekki kynnt sér starfsemina. Þannig út á það í rauninni kemur þetta ekki á óvart.“ Flestir hlynntir landeldi Viðhorf fólks til laxeldis á landi var einnig kannað og var það allt annað en til sjókvíaeldis. Þar snúast tölurnar nánast alveg við: Ekki nema rúm 15 prósent segjast fremur eða mjög andvíg landeldinu en tæp 55 prósent hlynnt því. Aftur eru um 30 prósent sem segjast vera þarna mitt á milli. Niðurstöður Maskínukönnunarinnar. Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun.vísir Hér má sjá umræður Jóns Kaldals og Sigurðar Péturssonar um laxeldi á Íslandi í Pallborðinu í gær í heild sinni: Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks, sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svarendur voru 822 talsins. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur og búsetu, þannig að þau endurspegla þjóðina prýðilega. Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun. Fiskeldi Skoðanakannanir Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Sjá meira
Andstaða við slíkan iðnað er hins vegar mun meiri. Í könnun sem Maskína gerði fyrir fréttastofu segjast rúm 48 prósent svarenda vera fremur eða mjög andvígir laxeldi í sjókvíum á móti fyrrnefndum 22 prósentum sem eru hlynnt því. Um 30 prósent svarenda sögðust vera einhvers staðar þar á milli. Niðurstöður Maskínukönnunarinnar. Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun.vísir Þessar niðurstöður voru ræddar í Pallborðinu á Vísi í gær þar sem þeir Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, og Sigurður Pétursson, einn stofnanda Arctic Fish, tókust á um iðnaðinn. Jón er ánægður með niðurstöðurnar: „Eitt er laxeldi sem fer fram með ýmsum aðferðum og annað er sjókvíaeldi sem fer fram í opnum netapokum. Og það er bara aðferð sem er orðin úrelt í þessari framleiðslu,“ sagði hann. Sigurður Pétursson (vinstri) og Jón Kaldal (hægri) tókust á í Pallborðinu í gær. vilhelm „Þannig þetta eru ánægjulegar niðurstöður og satt að segja hafði ég nú reiknað með því að það væru enn fleiri á móti þessari aðferð, því það eru ekki bara við sem erum náttúruverndar megin sem höfum verið að benda á galla hennar, heldur hreinlega innanbúðarmenn úr laxeldisgeiranum,“ sagði Jón. „Þeir sem eru að framleiða lokaðar kvíar fyrir sjó, sem er í mikilli þróun, og á landi, þeir segja: Sjókvíaeldi er niðurgreitt af náttúrunni. Reikningurinn er sendur til umhverfisins og lífríkisins.“ En er þessi mikla andstaða við sjókvíaeldi áfall fyrir talsmenn iðnaðarins eins og Sigurð? „Nei, í rauninni ekki. Og í rauninni kannski frekar miðað við hvernig umræðan er og klárlega stýrt af öðrum en þeim sem eru í geiranum. Þá kannski kemur þetta í rauninni ekkert á óvart,“ sagði Sigurður. „Það væri áhugavert að sjá hvernig hlutfallið milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins því það hefur sýnt sig í sambærilegum könnunum að þeir sem þekkja til eldisins, á því svæði sem það er, eru mun hlynntari eldinu en þeir sem hafa ekki kynnt sér starfsemina. Þannig út á það í rauninni kemur þetta ekki á óvart.“ Flestir hlynntir landeldi Viðhorf fólks til laxeldis á landi var einnig kannað og var það allt annað en til sjókvíaeldis. Þar snúast tölurnar nánast alveg við: Ekki nema rúm 15 prósent segjast fremur eða mjög andvíg landeldinu en tæp 55 prósent hlynnt því. Aftur eru um 30 prósent sem segjast vera þarna mitt á milli. Niðurstöður Maskínukönnunarinnar. Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun.vísir Hér má sjá umræður Jóns Kaldals og Sigurðar Péturssonar um laxeldi á Íslandi í Pallborðinu í gær í heild sinni: Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks, sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svarendur voru 822 talsins. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur og búsetu, þannig að þau endurspegla þjóðina prýðilega. Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun.
Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks, sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svarendur voru 822 talsins. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur og búsetu, þannig að þau endurspegla þjóðina prýðilega. Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun.
Fiskeldi Skoðanakannanir Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Sjá meira