Fimmta kynslóð Kia Sportage hönnuð fyrir Evrópumarkað Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 2. september 2021 07:01 Fimmta kynslóð af Kia Sportage. Kia frumsýndi í gær fimmtu kynslóð hins vinsæla Sportage sem verið hefur einn söluhæsti bíll bílaframleiðandans undanfarin ár. Nýr Kia Sportage er sérstaklega hannaður fyrir Evrópumarkað því í fyrsta skipti í 28 ára sögu Sportage kemur sérstök Evrópu útfærsla af bílnum. Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Öskju. Nýr Kia Sportage verður í boði með kraftmikilli 230 hestafla Hybrid bensínvél en einnig sparneytinni Mild Hybrid díselvél. Tengiltvinnútfærslan (Plug-in Hybrid) er með 265 hestafla, 1,6 lítra bensínvél og rafmótorum með 56 km. drægi skv.WLTP staðal. Það er því af nógu að taka og væntanlegir kaupendur ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Nýr Kia Sportage breytist mjög mikið í útliti og hönnun. Stórt og kraftmikið tígrisnefs grillið að framan, sem er eins konar ættarsvipur Kia bíla, og fallega hönnuð LED ljósin gefa fögur fyrirheit um fágun og framsækni. Framendinn tengist vel við flæðandi og sportlegan hliðarsvip bílsins. Kraftalegur afturhluti og rennileg afturljós fullkomna svo fallegar formlínur og glæsileika bílsins. Innanrýmið er nútímalegt en um leið fágað og fallegt þar sem vandað er til verka og efnisval er til fyrirmyndar. Stjórnrýmið er fullkomlega aðlagað að þörfum ökumannsins. Stjórntæki eru öll innan þægilegrar seilingar sem og skjáir og stjórnrofar. Ökumaður getur því einbeitt sér fullkomlega að akstrinum. Tveir 12,3 tommu snertiskjáir gefa upplýsingar um allt sem tengist akstrinum og tengir ökumann og farþega við umheiminn í gegnum tæknivædd forrit. Fimmta kynslóð af Kia Sportage var forsýndur íslenskum bílablaðamönnum í Frankfurt á dögunum.Kristinn Ásgeir Gylfason Farangursrými bílsins hefur stækkað um 80 lítra frá síðustu kynslóð og er nú 591 lítrar en með því að fella aftursætin niður stækkar það í 1.780 lítra. Kia Sportage er afar tæknivæddur bíll og býður upp á allt það nýjasta frá Kia í akstursaðstoðarkerfum og þægindum. Má þar nefna Nýr Sportage er samstarfsverkefni hönnunardeilda Kia í Suður-Kóreu, Þýskalandi, Bandaríkjunum og Kína. Hinn nýi Kia Sportage er væntanlegur til Íslands í byrjun næsta árs en Askja er þegar byrjað að skrá fólk á áhugamannalista. Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent
Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Öskju. Nýr Kia Sportage verður í boði með kraftmikilli 230 hestafla Hybrid bensínvél en einnig sparneytinni Mild Hybrid díselvél. Tengiltvinnútfærslan (Plug-in Hybrid) er með 265 hestafla, 1,6 lítra bensínvél og rafmótorum með 56 km. drægi skv.WLTP staðal. Það er því af nógu að taka og væntanlegir kaupendur ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Nýr Kia Sportage breytist mjög mikið í útliti og hönnun. Stórt og kraftmikið tígrisnefs grillið að framan, sem er eins konar ættarsvipur Kia bíla, og fallega hönnuð LED ljósin gefa fögur fyrirheit um fágun og framsækni. Framendinn tengist vel við flæðandi og sportlegan hliðarsvip bílsins. Kraftalegur afturhluti og rennileg afturljós fullkomna svo fallegar formlínur og glæsileika bílsins. Innanrýmið er nútímalegt en um leið fágað og fallegt þar sem vandað er til verka og efnisval er til fyrirmyndar. Stjórnrýmið er fullkomlega aðlagað að þörfum ökumannsins. Stjórntæki eru öll innan þægilegrar seilingar sem og skjáir og stjórnrofar. Ökumaður getur því einbeitt sér fullkomlega að akstrinum. Tveir 12,3 tommu snertiskjáir gefa upplýsingar um allt sem tengist akstrinum og tengir ökumann og farþega við umheiminn í gegnum tæknivædd forrit. Fimmta kynslóð af Kia Sportage var forsýndur íslenskum bílablaðamönnum í Frankfurt á dögunum.Kristinn Ásgeir Gylfason Farangursrými bílsins hefur stækkað um 80 lítra frá síðustu kynslóð og er nú 591 lítrar en með því að fella aftursætin niður stækkar það í 1.780 lítra. Kia Sportage er afar tæknivæddur bíll og býður upp á allt það nýjasta frá Kia í akstursaðstoðarkerfum og þægindum. Má þar nefna Nýr Sportage er samstarfsverkefni hönnunardeilda Kia í Suður-Kóreu, Þýskalandi, Bandaríkjunum og Kína. Hinn nýi Kia Sportage er væntanlegur til Íslands í byrjun næsta árs en Askja er þegar byrjað að skrá fólk á áhugamannalista.
Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent