Þórhildur Sunna telur Katrínu skreytta stolnum fjöðrum í baráttu gegn kynferðisbrotum Jakob Bjarnar skrifar 1. september 2021 16:35 Þórhildi Sunnu þykir það skjóta skökku við, í ljósi verka Katrínar, að henni sé hampað sem hetju í baráttu gegn kynferðisofbeldi. vísir/vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata segir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, bera sína ábyrgð þegar kynferðisbrot eru annars vegar. Þetta segir hún í harðorðum pistli sem hún birti á Facebook-síðu sinni nú fyrir stundu. Hún rekur að fyrir fjórum árum hafi verið viðhöfð þöggun um þátt föður Bjarna Benediktssonar nú fjármálaráðherra þá forsætisráðherra í að barnaníðingur hlaut uppreist æru. „Meðvirknin gagnvart orðspori Bjarna var þess valdandi að upplýsingum var haldið frá þolendum níðinganna sem þó áttu rétt á þeim samkvæmt lögum. Þolendur voru sakaðir um að vilja bara „berja á mönnum“ og þeim var sagt að það væru til verri brot gegn börnum en þau sem þær urðu fyrir.“ Þórhildur Sunna rekur það að #MeToo, #Höfumhátt og uppreist æra hafi verið á allra vörum en Bjarni hafi síðar varið milljónum úr ríkissjóði til þess að borga alþjóðlegum spindoktorum olíufyrirtækjanna (Burson Marsteller) til þess að gera lítið úr baráttu kvennanna fyrir réttlæti í heimspressunni, eins og Þórhildur orðar það. „Spáið í þessu! Hann notaði skattpeningana okkar til þess að fara í rándýra auglýsingaherferð gegn réttlætisbaráttu þolenda!“ Að þessu sögðu beinir Þórhildur Sunna spjótum sínum að Katrínu Jakobsdóttur og ábyrgð hennar sem að mati þingmannsins er ærin: „Nokkrum mánuðum síðar var Katrín Jakobsdóttir, konan sem nú er hrósað fyrir að hafa verið sú eina sem minntist á jafnréttismálin í kappræðum rúv í gær, komin í ríkisstjórn með manninum sem bar ábyrgð á þögguninni um uppreist æru barnaníðinga.“ Þetta þykir Þórhildi Sunnu skjóta skökku við því það skipti máli hver stjórnar. „Það skiptir máli að hún leiddi konuna sem leyndi upplýsingum frá þolendum til þess að vernda æru flokksbróður síns aftur til valda í dómsmálaráðuneytið. Það skiptir máli að hún færði Bjarna, manninum sem tók fullan þàtt í þögguninni, fjàrmálaráðuneytið,“ segir Þórhildur Sunna og klikkir út með: „Aðgerðir segja meira en þúsund orð.“ KSÍ Alþingi Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Uppreist æru Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir KSÍ-málið í kastljósi heimspressunnar BBC, einn víðlesnasti fjölmiðill heims, fjallar um KSÍ-málið svokallaða í dag. BBC slær því upp að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sé sorgmædd yfir stöðu mála hjá KSÍ í tengslum við þær ásakanir sem settar hafa verið fram að undanförnu. Aðrir stórir enskumælandi miðlar eru einnig byrjaðir að fjalla um málið. 1. september 2021 15:26 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Sjá meira
Þetta segir hún í harðorðum pistli sem hún birti á Facebook-síðu sinni nú fyrir stundu. Hún rekur að fyrir fjórum árum hafi verið viðhöfð þöggun um þátt föður Bjarna Benediktssonar nú fjármálaráðherra þá forsætisráðherra í að barnaníðingur hlaut uppreist æru. „Meðvirknin gagnvart orðspori Bjarna var þess valdandi að upplýsingum var haldið frá þolendum níðinganna sem þó áttu rétt á þeim samkvæmt lögum. Þolendur voru sakaðir um að vilja bara „berja á mönnum“ og þeim var sagt að það væru til verri brot gegn börnum en þau sem þær urðu fyrir.“ Þórhildur Sunna rekur það að #MeToo, #Höfumhátt og uppreist æra hafi verið á allra vörum en Bjarni hafi síðar varið milljónum úr ríkissjóði til þess að borga alþjóðlegum spindoktorum olíufyrirtækjanna (Burson Marsteller) til þess að gera lítið úr baráttu kvennanna fyrir réttlæti í heimspressunni, eins og Þórhildur orðar það. „Spáið í þessu! Hann notaði skattpeningana okkar til þess að fara í rándýra auglýsingaherferð gegn réttlætisbaráttu þolenda!“ Að þessu sögðu beinir Þórhildur Sunna spjótum sínum að Katrínu Jakobsdóttur og ábyrgð hennar sem að mati þingmannsins er ærin: „Nokkrum mánuðum síðar var Katrín Jakobsdóttir, konan sem nú er hrósað fyrir að hafa verið sú eina sem minntist á jafnréttismálin í kappræðum rúv í gær, komin í ríkisstjórn með manninum sem bar ábyrgð á þögguninni um uppreist æru barnaníðinga.“ Þetta þykir Þórhildi Sunnu skjóta skökku við því það skipti máli hver stjórnar. „Það skiptir máli að hún leiddi konuna sem leyndi upplýsingum frá þolendum til þess að vernda æru flokksbróður síns aftur til valda í dómsmálaráðuneytið. Það skiptir máli að hún færði Bjarna, manninum sem tók fullan þàtt í þögguninni, fjàrmálaráðuneytið,“ segir Þórhildur Sunna og klikkir út með: „Aðgerðir segja meira en þúsund orð.“
KSÍ Alþingi Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Uppreist æru Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir KSÍ-málið í kastljósi heimspressunnar BBC, einn víðlesnasti fjölmiðill heims, fjallar um KSÍ-málið svokallaða í dag. BBC slær því upp að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sé sorgmædd yfir stöðu mála hjá KSÍ í tengslum við þær ásakanir sem settar hafa verið fram að undanförnu. Aðrir stórir enskumælandi miðlar eru einnig byrjaðir að fjalla um málið. 1. september 2021 15:26 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Sjá meira
KSÍ-málið í kastljósi heimspressunnar BBC, einn víðlesnasti fjölmiðill heims, fjallar um KSÍ-málið svokallaða í dag. BBC slær því upp að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sé sorgmædd yfir stöðu mála hjá KSÍ í tengslum við þær ásakanir sem settar hafa verið fram að undanförnu. Aðrir stórir enskumælandi miðlar eru einnig byrjaðir að fjalla um málið. 1. september 2021 15:26