Hafa hjálpað 33 að komast frá Afganistan til Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. ágúst 2021 16:18 Einstaklingarnir 33 komu til landsins með flugi og lentu á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm 33 einstaklingar hafa undanfarna daga notið aðstoðar borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins við að komast frá Afganistan hingað til lands. Íslensk stjórnvöld taka undir áskorun fjölmargra ríkja til nýrra valdahafa í Afganistan um að heimila fólki frjálsa för úr landi. Þetta kemur fram á vef utanríkisráðuneytisins. Vegna ástandsins í Afganistan hafa tugþúsundir landsmanna yfirgefið landið að undanförnu. „Fljótlega eftir valdatöku talibana kom til kasta borgaraþjónustu utanríkisþjónustu við að aðstoða íslenska ríkisborgara í landinu heim. Með góðri samvinnu við borgaraþjónustustofnanir í Finnlandi og Danmörku tókst að koma öllum íslenskum ríkisborgum sem óskuðu eftir aðstoð úr landi og til Íslands og lauk þeim heimflutningi fyrir viku,“ segir á vef ráðuneytisins. Þrjár fjölskyldur á þremur dögum Flóttamannanefnd lagði á dögunum til að fyrsta skrefið yrði að taka á móti 120 flóttamönnum frá Afganista. „Um leið og ríkisstjórn Íslands samþykkti tillögur flóttamannanefndar um viðbrögð við því neyðarástandi sem er í Afganistan hófst borgaraþjónustan svo handa staðsetja og hafa samband við annars vegar einstaklinga sem eru með dvalarleyfi hér á landi og hins vegar fyrrverandi nemendur Alþjóðlega jafnréttisskólanna á Íslandi (GRÓ-GEST).“ Ráðuneytið segir tíu úr þessum tveimur hópum nú komna til Íslands. Tvær fjölskyldur á föstudagskvöld í gegnum Islamabad og Kaupmannahöfn og í fyrrakvöld hafi komið fjögurra manna fjölskylda frá Afganistan með viðkomu í Dúbaí og London. Samvinna með sendiráðum nágrannaríkja „Nú þegar loftbrúin frá Kabúl hefur lagst af með brotthvarfi samstarfsþjóða frá Afganistan eru möguleikar borgaraþjónustu við að aðstoða fólk við að komast úr landi ekki lengur fyrir hendi. Alls hafa 33 einstaklingar notið aðstoð borgaraþjónustunnar við að komast þaðan að undanförnu og eru þá íslensku ríkisborgararnir meðtaldir.“ Auk borgaraþjónustu hafi sendiráðin í Kaupmannahöfn, Helsinki og London og fastanefnd Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu tekið þátt í þessu verkefni. „Talibanar hafa lýst því yfir að þeir ætli að heimila erlendum ríkisborgurum og Afgönum sem geta framvísað yfirlýsingum frá stjórnvöldum í ríkjum sem ætla að taka á móti þeim frjálsa för úr landi. Ísland hefur tekið undir áskorun hátt í eitt hundrað ríkja um að talibanar standi við gefin fyrirheit í þessum efnum.“ Afganistan Utanríkismál Tengdar fréttir Óvíst hvað staðan í Kabúl þýðir fyrir flóttafólk frá Afganistan Vonir milljóna manna í Afganistan um að komast úr landinu dvína hratt, nú þegar loftbrúin er að lokast og Talíbanar náð tökum á stærstum hluta flugvallarins. Stjórnvöld víða um heim segjast miður sín yfir að þurfa að skilja fólk eftir. 28. ágúst 2021 16:31 Tvær afganskar fjölskyldur komnar og fleiri á leiðinni Tvær afganskar konur sem stunduðu nám í Jafnréttisskólanum Gró á Íslandi eru komnar til landsins með fjölskyldum sínum. Utanríkisráðuneytið veit af fjórum Afgönum til viðbótar sem eru á leiðinni til landsins. 28. ágúst 2021 13:16 Taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana. 24. ágúst 2021 11:22 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Vegna ástandsins í Afganistan hafa tugþúsundir landsmanna yfirgefið landið að undanförnu. „Fljótlega eftir valdatöku talibana kom til kasta borgaraþjónustu utanríkisþjónustu við að aðstoða íslenska ríkisborgara í landinu heim. Með góðri samvinnu við borgaraþjónustustofnanir í Finnlandi og Danmörku tókst að koma öllum íslenskum ríkisborgum sem óskuðu eftir aðstoð úr landi og til Íslands og lauk þeim heimflutningi fyrir viku,“ segir á vef ráðuneytisins. Þrjár fjölskyldur á þremur dögum Flóttamannanefnd lagði á dögunum til að fyrsta skrefið yrði að taka á móti 120 flóttamönnum frá Afganista. „Um leið og ríkisstjórn Íslands samþykkti tillögur flóttamannanefndar um viðbrögð við því neyðarástandi sem er í Afganistan hófst borgaraþjónustan svo handa staðsetja og hafa samband við annars vegar einstaklinga sem eru með dvalarleyfi hér á landi og hins vegar fyrrverandi nemendur Alþjóðlega jafnréttisskólanna á Íslandi (GRÓ-GEST).“ Ráðuneytið segir tíu úr þessum tveimur hópum nú komna til Íslands. Tvær fjölskyldur á föstudagskvöld í gegnum Islamabad og Kaupmannahöfn og í fyrrakvöld hafi komið fjögurra manna fjölskylda frá Afganistan með viðkomu í Dúbaí og London. Samvinna með sendiráðum nágrannaríkja „Nú þegar loftbrúin frá Kabúl hefur lagst af með brotthvarfi samstarfsþjóða frá Afganistan eru möguleikar borgaraþjónustu við að aðstoða fólk við að komast úr landi ekki lengur fyrir hendi. Alls hafa 33 einstaklingar notið aðstoð borgaraþjónustunnar við að komast þaðan að undanförnu og eru þá íslensku ríkisborgararnir meðtaldir.“ Auk borgaraþjónustu hafi sendiráðin í Kaupmannahöfn, Helsinki og London og fastanefnd Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu tekið þátt í þessu verkefni. „Talibanar hafa lýst því yfir að þeir ætli að heimila erlendum ríkisborgurum og Afgönum sem geta framvísað yfirlýsingum frá stjórnvöldum í ríkjum sem ætla að taka á móti þeim frjálsa för úr landi. Ísland hefur tekið undir áskorun hátt í eitt hundrað ríkja um að talibanar standi við gefin fyrirheit í þessum efnum.“
Afganistan Utanríkismál Tengdar fréttir Óvíst hvað staðan í Kabúl þýðir fyrir flóttafólk frá Afganistan Vonir milljóna manna í Afganistan um að komast úr landinu dvína hratt, nú þegar loftbrúin er að lokast og Talíbanar náð tökum á stærstum hluta flugvallarins. Stjórnvöld víða um heim segjast miður sín yfir að þurfa að skilja fólk eftir. 28. ágúst 2021 16:31 Tvær afganskar fjölskyldur komnar og fleiri á leiðinni Tvær afganskar konur sem stunduðu nám í Jafnréttisskólanum Gró á Íslandi eru komnar til landsins með fjölskyldum sínum. Utanríkisráðuneytið veit af fjórum Afgönum til viðbótar sem eru á leiðinni til landsins. 28. ágúst 2021 13:16 Taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana. 24. ágúst 2021 11:22 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Óvíst hvað staðan í Kabúl þýðir fyrir flóttafólk frá Afganistan Vonir milljóna manna í Afganistan um að komast úr landinu dvína hratt, nú þegar loftbrúin er að lokast og Talíbanar náð tökum á stærstum hluta flugvallarins. Stjórnvöld víða um heim segjast miður sín yfir að þurfa að skilja fólk eftir. 28. ágúst 2021 16:31
Tvær afganskar fjölskyldur komnar og fleiri á leiðinni Tvær afganskar konur sem stunduðu nám í Jafnréttisskólanum Gró á Íslandi eru komnar til landsins með fjölskyldum sínum. Utanríkisráðuneytið veit af fjórum Afgönum til viðbótar sem eru á leiðinni til landsins. 28. ágúst 2021 13:16
Taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana. 24. ágúst 2021 11:22