Hafa hjálpað 33 að komast frá Afganistan til Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. ágúst 2021 16:18 Einstaklingarnir 33 komu til landsins með flugi og lentu á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm 33 einstaklingar hafa undanfarna daga notið aðstoðar borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins við að komast frá Afganistan hingað til lands. Íslensk stjórnvöld taka undir áskorun fjölmargra ríkja til nýrra valdahafa í Afganistan um að heimila fólki frjálsa för úr landi. Þetta kemur fram á vef utanríkisráðuneytisins. Vegna ástandsins í Afganistan hafa tugþúsundir landsmanna yfirgefið landið að undanförnu. „Fljótlega eftir valdatöku talibana kom til kasta borgaraþjónustu utanríkisþjónustu við að aðstoða íslenska ríkisborgara í landinu heim. Með góðri samvinnu við borgaraþjónustustofnanir í Finnlandi og Danmörku tókst að koma öllum íslenskum ríkisborgum sem óskuðu eftir aðstoð úr landi og til Íslands og lauk þeim heimflutningi fyrir viku,“ segir á vef ráðuneytisins. Þrjár fjölskyldur á þremur dögum Flóttamannanefnd lagði á dögunum til að fyrsta skrefið yrði að taka á móti 120 flóttamönnum frá Afganista. „Um leið og ríkisstjórn Íslands samþykkti tillögur flóttamannanefndar um viðbrögð við því neyðarástandi sem er í Afganistan hófst borgaraþjónustan svo handa staðsetja og hafa samband við annars vegar einstaklinga sem eru með dvalarleyfi hér á landi og hins vegar fyrrverandi nemendur Alþjóðlega jafnréttisskólanna á Íslandi (GRÓ-GEST).“ Ráðuneytið segir tíu úr þessum tveimur hópum nú komna til Íslands. Tvær fjölskyldur á föstudagskvöld í gegnum Islamabad og Kaupmannahöfn og í fyrrakvöld hafi komið fjögurra manna fjölskylda frá Afganistan með viðkomu í Dúbaí og London. Samvinna með sendiráðum nágrannaríkja „Nú þegar loftbrúin frá Kabúl hefur lagst af með brotthvarfi samstarfsþjóða frá Afganistan eru möguleikar borgaraþjónustu við að aðstoða fólk við að komast úr landi ekki lengur fyrir hendi. Alls hafa 33 einstaklingar notið aðstoð borgaraþjónustunnar við að komast þaðan að undanförnu og eru þá íslensku ríkisborgararnir meðtaldir.“ Auk borgaraþjónustu hafi sendiráðin í Kaupmannahöfn, Helsinki og London og fastanefnd Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu tekið þátt í þessu verkefni. „Talibanar hafa lýst því yfir að þeir ætli að heimila erlendum ríkisborgurum og Afgönum sem geta framvísað yfirlýsingum frá stjórnvöldum í ríkjum sem ætla að taka á móti þeim frjálsa för úr landi. Ísland hefur tekið undir áskorun hátt í eitt hundrað ríkja um að talibanar standi við gefin fyrirheit í þessum efnum.“ Afganistan Utanríkismál Tengdar fréttir Óvíst hvað staðan í Kabúl þýðir fyrir flóttafólk frá Afganistan Vonir milljóna manna í Afganistan um að komast úr landinu dvína hratt, nú þegar loftbrúin er að lokast og Talíbanar náð tökum á stærstum hluta flugvallarins. Stjórnvöld víða um heim segjast miður sín yfir að þurfa að skilja fólk eftir. 28. ágúst 2021 16:31 Tvær afganskar fjölskyldur komnar og fleiri á leiðinni Tvær afganskar konur sem stunduðu nám í Jafnréttisskólanum Gró á Íslandi eru komnar til landsins með fjölskyldum sínum. Utanríkisráðuneytið veit af fjórum Afgönum til viðbótar sem eru á leiðinni til landsins. 28. ágúst 2021 13:16 Taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana. 24. ágúst 2021 11:22 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Sjá meira
Vegna ástandsins í Afganistan hafa tugþúsundir landsmanna yfirgefið landið að undanförnu. „Fljótlega eftir valdatöku talibana kom til kasta borgaraþjónustu utanríkisþjónustu við að aðstoða íslenska ríkisborgara í landinu heim. Með góðri samvinnu við borgaraþjónustustofnanir í Finnlandi og Danmörku tókst að koma öllum íslenskum ríkisborgum sem óskuðu eftir aðstoð úr landi og til Íslands og lauk þeim heimflutningi fyrir viku,“ segir á vef ráðuneytisins. Þrjár fjölskyldur á þremur dögum Flóttamannanefnd lagði á dögunum til að fyrsta skrefið yrði að taka á móti 120 flóttamönnum frá Afganista. „Um leið og ríkisstjórn Íslands samþykkti tillögur flóttamannanefndar um viðbrögð við því neyðarástandi sem er í Afganistan hófst borgaraþjónustan svo handa staðsetja og hafa samband við annars vegar einstaklinga sem eru með dvalarleyfi hér á landi og hins vegar fyrrverandi nemendur Alþjóðlega jafnréttisskólanna á Íslandi (GRÓ-GEST).“ Ráðuneytið segir tíu úr þessum tveimur hópum nú komna til Íslands. Tvær fjölskyldur á föstudagskvöld í gegnum Islamabad og Kaupmannahöfn og í fyrrakvöld hafi komið fjögurra manna fjölskylda frá Afganistan með viðkomu í Dúbaí og London. Samvinna með sendiráðum nágrannaríkja „Nú þegar loftbrúin frá Kabúl hefur lagst af með brotthvarfi samstarfsþjóða frá Afganistan eru möguleikar borgaraþjónustu við að aðstoða fólk við að komast úr landi ekki lengur fyrir hendi. Alls hafa 33 einstaklingar notið aðstoð borgaraþjónustunnar við að komast þaðan að undanförnu og eru þá íslensku ríkisborgararnir meðtaldir.“ Auk borgaraþjónustu hafi sendiráðin í Kaupmannahöfn, Helsinki og London og fastanefnd Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu tekið þátt í þessu verkefni. „Talibanar hafa lýst því yfir að þeir ætli að heimila erlendum ríkisborgurum og Afgönum sem geta framvísað yfirlýsingum frá stjórnvöldum í ríkjum sem ætla að taka á móti þeim frjálsa för úr landi. Ísland hefur tekið undir áskorun hátt í eitt hundrað ríkja um að talibanar standi við gefin fyrirheit í þessum efnum.“
Afganistan Utanríkismál Tengdar fréttir Óvíst hvað staðan í Kabúl þýðir fyrir flóttafólk frá Afganistan Vonir milljóna manna í Afganistan um að komast úr landinu dvína hratt, nú þegar loftbrúin er að lokast og Talíbanar náð tökum á stærstum hluta flugvallarins. Stjórnvöld víða um heim segjast miður sín yfir að þurfa að skilja fólk eftir. 28. ágúst 2021 16:31 Tvær afganskar fjölskyldur komnar og fleiri á leiðinni Tvær afganskar konur sem stunduðu nám í Jafnréttisskólanum Gró á Íslandi eru komnar til landsins með fjölskyldum sínum. Utanríkisráðuneytið veit af fjórum Afgönum til viðbótar sem eru á leiðinni til landsins. 28. ágúst 2021 13:16 Taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana. 24. ágúst 2021 11:22 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Sjá meira
Óvíst hvað staðan í Kabúl þýðir fyrir flóttafólk frá Afganistan Vonir milljóna manna í Afganistan um að komast úr landinu dvína hratt, nú þegar loftbrúin er að lokast og Talíbanar náð tökum á stærstum hluta flugvallarins. Stjórnvöld víða um heim segjast miður sín yfir að þurfa að skilja fólk eftir. 28. ágúst 2021 16:31
Tvær afganskar fjölskyldur komnar og fleiri á leiðinni Tvær afganskar konur sem stunduðu nám í Jafnréttisskólanum Gró á Íslandi eru komnar til landsins með fjölskyldum sínum. Utanríkisráðuneytið veit af fjórum Afgönum til viðbótar sem eru á leiðinni til landsins. 28. ágúst 2021 13:16
Taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana. 24. ágúst 2021 11:22
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu