„Ég þakka Gumma Ben fyrir þetta“ Atli Arason skrifar 29. ágúst 2021 22:30 Höskuldur Gunnlaugsson og félagar hans í Breiðabliki eru á toppi Pepsi Max-deildarinnar. vísir/Hulda Margrét Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, átti frábæran leik í 0-7 sigrinum á Fylki í Árbænum í kvöld. Höskuldur skoraði tvö mörk en seinna mark Höskulds var afar glæsilegt. Davíð Örn Atlason, leikmaður Breiðabliks, á þá fyrirgjöf af vinstri vængnum sem fer af varnarmanni Fylkis og þaðan upp í loftið. Höskuldur er fyrstur að átta sig á aðstæðum og þrumar boltanum viðstöðulaust í fjær hornið. „Þetta var eitthvað spontant fyrstu viðbrögð. Ég ætlaði að snerta boltann fyrst en svo lá hann bara svona helvíti vel og þá rifjar maður upp gamlar volley æfingar með Gumma Ben þar sem hann niðurlægði mann með því með því að sýna sig sjálfur. Þannig ég þakka Gumma fyrir þetta,“ svarði Höskuldur, aðspurður út í seinna markið sitt. Höskuldur var ánægður með frammistöðu alla leikmanna og öllum sem koma að liðinu í kvöld. Hann þakkar nálguninni og andlega hlutanum fyrir sigurinn í kvöld. „Frábær frammistaða hjá öllum, alveg frá aftasta manni til þess fremsta.“ „Nálguninn okkar [skilar sigrinum], að sýna enga værukærð. Að æfa vel og hugsa vel um okkur milli leikja. Við erum nýkomnir úr hrinu gegn KA sem var svona toppbarátta. Það hefði verið auðvelt og skiljanlegt ef menn ætluðu ósjálfrátt að taka þessu léttara núna. Við vissum samt að Fylkir er hörku lið og þeir eru að berjast fyrir lífinu sínu. Við viljum halda standardinum okkar háum og mér fannst við gera það í dag.“ Undir lok fyrri hálfleiks var flösku kastað í áttina af Höskuldi úr stúkunni. Flaskan fór reyndar ekki í Höskuld og hann vissi raunverulega ekki að einhverju hafi verið kastað í hans átt þegar leitast var eftir svörum frá honum eftir leik. „Ég fékk bara að heyra af því. Hittu þeir þig var ég spurður, hverjir? Þá var mér sagt að einhverju hefði verið kastað. Þetta er bara gaman, þar sem þetta fór ekki í mig.“ Næsta verkefni Breiðabliks er stórleikur gegn Val á Kópavogsvelli. Höskuldur hvetur alla til að mæta á völlinn fyrir þann leik. „Það væri gaman ef það mæta hátt í 2.000 manns sem ég held að megi mæta með þessum hraðprófum og mynda alvöru stemningu eins og var í dag. Frábærir stuðningsmenn hjá báðum liðum,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport Íslendingapartý í Katowice Körfubolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Sjá meira
Davíð Örn Atlason, leikmaður Breiðabliks, á þá fyrirgjöf af vinstri vængnum sem fer af varnarmanni Fylkis og þaðan upp í loftið. Höskuldur er fyrstur að átta sig á aðstæðum og þrumar boltanum viðstöðulaust í fjær hornið. „Þetta var eitthvað spontant fyrstu viðbrögð. Ég ætlaði að snerta boltann fyrst en svo lá hann bara svona helvíti vel og þá rifjar maður upp gamlar volley æfingar með Gumma Ben þar sem hann niðurlægði mann með því með því að sýna sig sjálfur. Þannig ég þakka Gumma fyrir þetta,“ svarði Höskuldur, aðspurður út í seinna markið sitt. Höskuldur var ánægður með frammistöðu alla leikmanna og öllum sem koma að liðinu í kvöld. Hann þakkar nálguninni og andlega hlutanum fyrir sigurinn í kvöld. „Frábær frammistaða hjá öllum, alveg frá aftasta manni til þess fremsta.“ „Nálguninn okkar [skilar sigrinum], að sýna enga værukærð. Að æfa vel og hugsa vel um okkur milli leikja. Við erum nýkomnir úr hrinu gegn KA sem var svona toppbarátta. Það hefði verið auðvelt og skiljanlegt ef menn ætluðu ósjálfrátt að taka þessu léttara núna. Við vissum samt að Fylkir er hörku lið og þeir eru að berjast fyrir lífinu sínu. Við viljum halda standardinum okkar háum og mér fannst við gera það í dag.“ Undir lok fyrri hálfleiks var flösku kastað í áttina af Höskuldi úr stúkunni. Flaskan fór reyndar ekki í Höskuld og hann vissi raunverulega ekki að einhverju hafi verið kastað í hans átt þegar leitast var eftir svörum frá honum eftir leik. „Ég fékk bara að heyra af því. Hittu þeir þig var ég spurður, hverjir? Þá var mér sagt að einhverju hefði verið kastað. Þetta er bara gaman, þar sem þetta fór ekki í mig.“ Næsta verkefni Breiðabliks er stórleikur gegn Val á Kópavogsvelli. Höskuldur hvetur alla til að mæta á völlinn fyrir þann leik. „Það væri gaman ef það mæta hátt í 2.000 manns sem ég held að megi mæta með þessum hraðprófum og mynda alvöru stemningu eins og var í dag. Frábærir stuðningsmenn hjá báðum liðum,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport Íslendingapartý í Katowice Körfubolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Sjá meira