Brynjar Björn: Það skiptir bara máli hvar þú ert í lok september Arnar Geir Halldórsson skrifar 29. ágúst 2021 22:19 Brynjar Björn Gunnarsson var svekktur eftir leik. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Brynjari Birni, þjálfara HK, var mjög létt þegar lokaflautið gall og 1-0 sigur gegn Keflavík var orðin staðreynd. Brynjar Björn, þjálfara HK, var mjög létt þegar loka flautið gall og 1-0 sigur gegn Keflavík var orðin staðreynd. „Jú mér var nokkuð létt og bara ánægður með leikinn og að sjálfsögðu stigin þrjú. Erfiður leikur alveg sama hvort það væru ellefu á móti ellefu eða þeir manni færri, þetta var mjög erfitt fyrir okkur en við náðum að brjóta ísinn og fá þetta eina mark. Það var nóg í dag,“ sagði Brynjar Björn. HK höfðu yfirhöndina nær allan leikinn og sóttu mikið að marki Keflavíkur en undir lok leiks var lið HK farið að reyna að verja sigurinn og Keflvíkingar nálægt því að jafna metin. Brynjari og öðrum á varamannabekk HK stóð ekki alveg á sama. „Þetta er fljótt að gerast, það er bara ein aukaspyrna eða ein fyrirgjöf inn í teig og boltinn getur droppað alls staðar en við vörðumst og Arnar þurfti að verja í lokin líka. Við vorum bara á tánum í 90+ mínútur og það er það sem skilaði þessum sigri í dag,“ sagði Brynjar Björn um lokamínútur leiksins. Hann hélt svo áfram og talaði um markið og leikinn í heild og sagði „það var svona jafnræði með liðunum áður en þeir missa mann útaf en mér fannst við ógna ágætlega. Restin af fyrri hálfleiknum var erfið fyrir okkur og við þurftum aðeins að endurskipuleggja okkur og róa okkur niður. Fengum svo 3-4 mjög góð færi áður en við skorum þetta eina mark. Við hættum aldrei og héldum áfram og fengum gott hlaup frá Stebba sem kláraði síðan mjög vel.“ Marley Blair, leikmaður Keflavíkur, fékk að líta rautt spjald fyrir viðskipti sín við Ásgeir Börk, leikmann HK. Brynjar Björn segist lítið geta tjáð sig um það atvik. „Ég bara sá ekki neitt, ekki frekar en þið í stúkunni. Ég er ekki búinn að sjá atvikið, mér svona skilst að Keflvíkingurinn hafi slegið til Ásgeirs Barkar. Meira veit ég ekki og get ekki commentað á það,“ sagði Brynjar Björn. HK fer í fyrsta skiptið í langan tíma upp úr fallsæti með sigri kvöldsins, upp fyrir Fylkir sem tapaði á sama tíma gegn Breiðablik. Brynjar er bjartsýnn. „Það eru bara svona leikir eftir það sem eftir er þar sem verður barátta og það virðast öll lið vera að berjast fyrir einhverju í deildinni og það er alveg sama hverjum þú mætir eða á hvaða stað þeir eru í deildinni. Það eru allir að reyna að fá eitthvað út úr tímabilinu. Langt síðan við höfum verið fyrir ofan strikið, þetta er langt mót og mikið af leikjum og það skiptir bara máli hvar þú er í lok september,“ sagði Brynjar Björn að lokum. Pepsi Max-deild karla HK Tengdar fréttir Leik lokið: HK – Keflavík 1-0 | HK-ingar skutu sér úr fallsæti HK-ingar unnu gríðarlega mikilvægan sigur á Keflavík í Pepsi Max deild karla í kvöld. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 29. ágúst 2021 21:00 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Fleiri fréttir Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Sjá meira
Brynjar Björn, þjálfara HK, var mjög létt þegar loka flautið gall og 1-0 sigur gegn Keflavík var orðin staðreynd. „Jú mér var nokkuð létt og bara ánægður með leikinn og að sjálfsögðu stigin þrjú. Erfiður leikur alveg sama hvort það væru ellefu á móti ellefu eða þeir manni færri, þetta var mjög erfitt fyrir okkur en við náðum að brjóta ísinn og fá þetta eina mark. Það var nóg í dag,“ sagði Brynjar Björn. HK höfðu yfirhöndina nær allan leikinn og sóttu mikið að marki Keflavíkur en undir lok leiks var lið HK farið að reyna að verja sigurinn og Keflvíkingar nálægt því að jafna metin. Brynjari og öðrum á varamannabekk HK stóð ekki alveg á sama. „Þetta er fljótt að gerast, það er bara ein aukaspyrna eða ein fyrirgjöf inn í teig og boltinn getur droppað alls staðar en við vörðumst og Arnar þurfti að verja í lokin líka. Við vorum bara á tánum í 90+ mínútur og það er það sem skilaði þessum sigri í dag,“ sagði Brynjar Björn um lokamínútur leiksins. Hann hélt svo áfram og talaði um markið og leikinn í heild og sagði „það var svona jafnræði með liðunum áður en þeir missa mann útaf en mér fannst við ógna ágætlega. Restin af fyrri hálfleiknum var erfið fyrir okkur og við þurftum aðeins að endurskipuleggja okkur og róa okkur niður. Fengum svo 3-4 mjög góð færi áður en við skorum þetta eina mark. Við hættum aldrei og héldum áfram og fengum gott hlaup frá Stebba sem kláraði síðan mjög vel.“ Marley Blair, leikmaður Keflavíkur, fékk að líta rautt spjald fyrir viðskipti sín við Ásgeir Börk, leikmann HK. Brynjar Björn segist lítið geta tjáð sig um það atvik. „Ég bara sá ekki neitt, ekki frekar en þið í stúkunni. Ég er ekki búinn að sjá atvikið, mér svona skilst að Keflvíkingurinn hafi slegið til Ásgeirs Barkar. Meira veit ég ekki og get ekki commentað á það,“ sagði Brynjar Björn. HK fer í fyrsta skiptið í langan tíma upp úr fallsæti með sigri kvöldsins, upp fyrir Fylkir sem tapaði á sama tíma gegn Breiðablik. Brynjar er bjartsýnn. „Það eru bara svona leikir eftir það sem eftir er þar sem verður barátta og það virðast öll lið vera að berjast fyrir einhverju í deildinni og það er alveg sama hverjum þú mætir eða á hvaða stað þeir eru í deildinni. Það eru allir að reyna að fá eitthvað út úr tímabilinu. Langt síðan við höfum verið fyrir ofan strikið, þetta er langt mót og mikið af leikjum og það skiptir bara máli hvar þú er í lok september,“ sagði Brynjar Björn að lokum.
Pepsi Max-deild karla HK Tengdar fréttir Leik lokið: HK – Keflavík 1-0 | HK-ingar skutu sér úr fallsæti HK-ingar unnu gríðarlega mikilvægan sigur á Keflavík í Pepsi Max deild karla í kvöld. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 29. ágúst 2021 21:00 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Fleiri fréttir Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Sjá meira
Leik lokið: HK – Keflavík 1-0 | HK-ingar skutu sér úr fallsæti HK-ingar unnu gríðarlega mikilvægan sigur á Keflavík í Pepsi Max deild karla í kvöld. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 29. ágúst 2021 21:00