Hélt áfram að spila þrátt fyrir ítrekaðar handtökur vegna kynferðisbrota Valur Páll Eiríksson skrifar 28. ágúst 2021 10:07 Mendy var handtekinn í vikunni vegna brots á skilorði og var neitað um tryggingagjald vegna ítrekaðra brota. Matt McNulty - Manchester City/Manchester City FC via Getty Images Frakkinn Benjamin Mendy, leikmaður Manchester City á Englandi, er í varðhaldi og var neitað um lausn gegn tryggingagjaldi vegna brota á skilorði. Hann á fjórar nauðgunarkærur yfir höfði sér auk einnar kæru um kynferðislegt ofbeldi. Mendy kom fyrir rétt í gær en brotin sem hann er sakaður um eru gegn þremur konum, þar á meðal einni sem er undir 18 ára aldri. Ein nauðgunanna sem hann er sakaður um er sögð hafa átt sér stað í teiti á heimili hans í þessari viku. Búist var við að Mendy yrði í leikmannahópi Manchester City fyrir leik liðsins gegn Arsenal í dag en samkvæmt niðurstöðu dómara í Cheshire í gær verður hann í varðhaldi til 10. september þegar málið verður tekið fyrir. Það kann þó að vera að lögfræðingar hans áfrýji neitun dómstólsins um lausn gegn tryggingagjaldi. Ástæða þess að Mendy var neitað um lausnargjald er sú að honum hafði verið bannað að halda teiti á heimili sínu samkvæmt skilmálum fyrra skilorðs. Debbie Byrne, saksóknari í málinu, benti á fyrir rétti að Mendy hefði verið handtekinn vegna ásökunar um nauðgun í nóvember á síðasta ári og var handtekinn á ný í janúar vegna gruns um kynferðislegt ofbeldi. Honum var þá sleppt gegn tryggingagjaldi en skilyrði skilorðs hans sögðu til um að hann skildi ekki halda teiti á heimili sínu, samkvæmt Byrne. Hún sagði að lögregla hefði verið kölluð til heimilis hans í vikunni þar sem 21 gestur í gleðskap. Hann var þá handtekinn vegna ásökunar um nauðgun í því teiti, auk brots á skilorðinu með því að halda teitið. Jack McGarva, dómari í málinu, treysti Mendy ekki til þess að vera sleppt gegn tryggingargjaldi en lögmaður Mendys, Christopher Stables, sagði hann reiðubúinn að greiða 50 þúsund pund á staðnum til að vera sleppt gegn tryggingu. McGarva var ekki sannfærður vegna fyrra brots Mendys á skilorði og neitaði honum um tryggingagjald. Hann situr því í fangelsi en vera má að ákvörðuninni verði áfrýjað. Samkvæmt frétt Guardian mun málið líklega vera fyrir dómstólum í marga mánuði og ef ákvörðuninni verður ekki breytt eftir áfrýjun mun Mendy dúsa í fangelsi á meðan því stendur. Þrátt fyrir fyrri ásakanir í nóvember og í janúar hefur Mendy verið áfram í leikmannahópi Manchester City og líkt og greint er frá að ofan, væri hann líkast til í leikmannahópi liðsins gegn Arsenal í dag ef hann sæti ekki í fangelsi. Hann lék í leik liðsins gegn Leicester City um Samfélagsskjöldinn fyrir þremur vikum og var í byrjunarliði gegn Tottenham í fyrsta leik tímabilsins. Hann sat þá allan tímann á varamannabekk liðsins í 5-0 sigri á Norwich City síðustu helgi. Enski boltinn Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Sjá meira
Mendy kom fyrir rétt í gær en brotin sem hann er sakaður um eru gegn þremur konum, þar á meðal einni sem er undir 18 ára aldri. Ein nauðgunanna sem hann er sakaður um er sögð hafa átt sér stað í teiti á heimili hans í þessari viku. Búist var við að Mendy yrði í leikmannahópi Manchester City fyrir leik liðsins gegn Arsenal í dag en samkvæmt niðurstöðu dómara í Cheshire í gær verður hann í varðhaldi til 10. september þegar málið verður tekið fyrir. Það kann þó að vera að lögfræðingar hans áfrýji neitun dómstólsins um lausn gegn tryggingagjaldi. Ástæða þess að Mendy var neitað um lausnargjald er sú að honum hafði verið bannað að halda teiti á heimili sínu samkvæmt skilmálum fyrra skilorðs. Debbie Byrne, saksóknari í málinu, benti á fyrir rétti að Mendy hefði verið handtekinn vegna ásökunar um nauðgun í nóvember á síðasta ári og var handtekinn á ný í janúar vegna gruns um kynferðislegt ofbeldi. Honum var þá sleppt gegn tryggingagjaldi en skilyrði skilorðs hans sögðu til um að hann skildi ekki halda teiti á heimili sínu, samkvæmt Byrne. Hún sagði að lögregla hefði verið kölluð til heimilis hans í vikunni þar sem 21 gestur í gleðskap. Hann var þá handtekinn vegna ásökunar um nauðgun í því teiti, auk brots á skilorðinu með því að halda teitið. Jack McGarva, dómari í málinu, treysti Mendy ekki til þess að vera sleppt gegn tryggingargjaldi en lögmaður Mendys, Christopher Stables, sagði hann reiðubúinn að greiða 50 þúsund pund á staðnum til að vera sleppt gegn tryggingu. McGarva var ekki sannfærður vegna fyrra brots Mendys á skilorði og neitaði honum um tryggingagjald. Hann situr því í fangelsi en vera má að ákvörðuninni verði áfrýjað. Samkvæmt frétt Guardian mun málið líklega vera fyrir dómstólum í marga mánuði og ef ákvörðuninni verður ekki breytt eftir áfrýjun mun Mendy dúsa í fangelsi á meðan því stendur. Þrátt fyrir fyrri ásakanir í nóvember og í janúar hefur Mendy verið áfram í leikmannahópi Manchester City og líkt og greint er frá að ofan, væri hann líkast til í leikmannahópi liðsins gegn Arsenal í dag ef hann sæti ekki í fangelsi. Hann lék í leik liðsins gegn Leicester City um Samfélagsskjöldinn fyrir þremur vikum og var í byrjunarliði gegn Tottenham í fyrsta leik tímabilsins. Hann sat þá allan tímann á varamannabekk liðsins í 5-0 sigri á Norwich City síðustu helgi.
Enski boltinn Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Sjá meira