Segir óboðlegt að halda tvenn jól í röð án jólatónleika Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 26. ágúst 2021 20:56 Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdarstjóri Senu Live, bindur miklar vonir við það að ríkið niðurgreiði hraðpróf sem gestir viðburða munu þurfa að undirgangast. Framkvæmdarstjóri Senu Live telur að það muni margborga sig að ríkið taki á sig þann kostnað sem fylgir nýrri breytingu á sóttvarnarreglum á sitjandi viðburðum. Frá og með 3. september mega fimm hundruð manns koma saman í rými og nándarregla verður afnumin á sitjandi viðburðum gegn því að gestir fari í hraðpróf. Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdarstjóri Senu Live, segir það ekki koma til greina að kostnaður hraðprófa verði lagður ofan á miðaverð. Hraðpróf kosti á bilinu sex til sjö þúsund krónur og það myndi því samsvara verði tveggja miða. „Það hefur alltaf verið forsendan fyrir því að þetta gangi upp að ríkið greiði þetta og sú forsenda er enn til staðar.“ Hann segist nú bíða staðfestingar á því að ríkið ætli að taka kostnað hraðprófanna á sig. „Ég vona að þeir líti á það sem svona mestu „no brainer“ viðskiptaákvörðun allra tíma, að það margborgi sig og komi margfalt til baka að geta komið íslenskri tónlist af stað aftur. Við erum búin að vera lömuð í eitt og hálft ár.“ Ísleifur segir að fyrirhugað fyrirkomulag muni falla um sjálft sig, verði hraðprófin ekki niðurgreidd að fullu. „Við erum eini geirinn sem er ennþá lamaður og við höfum aldrei komist af stað og það verður bara að kasta til okkar líflínu og ég held að þetta komi margfalt til baka.“ Sóttvarnareglur höfðu mikil áhrif á jólavertíðina á síðasta ári. Engir jólatónleikar fóru fram með hefðbundnu sniði, heldur var aðeins boðið upp á slíkt í gegnum streymi. Brátt mun koma í ljós hvort tónlistarmenn fái að syngja inn jólin fyrir fullum sal af fólki. „Það sitja allir og bíða eftir þessum upplýsingum og það er öll jólavertíðin undir. Hjá okkur er Iceland Airwaves tónlistarhátíðin og Andrea Bocelli í lok nóvember. Ég held að það sé ekki boðlegt að halda tvenn jól í röð án jólatónlistar,“ segir Ísleifur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tónlist Jól Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdarstjóri Senu Live, segir það ekki koma til greina að kostnaður hraðprófa verði lagður ofan á miðaverð. Hraðpróf kosti á bilinu sex til sjö þúsund krónur og það myndi því samsvara verði tveggja miða. „Það hefur alltaf verið forsendan fyrir því að þetta gangi upp að ríkið greiði þetta og sú forsenda er enn til staðar.“ Hann segist nú bíða staðfestingar á því að ríkið ætli að taka kostnað hraðprófanna á sig. „Ég vona að þeir líti á það sem svona mestu „no brainer“ viðskiptaákvörðun allra tíma, að það margborgi sig og komi margfalt til baka að geta komið íslenskri tónlist af stað aftur. Við erum búin að vera lömuð í eitt og hálft ár.“ Ísleifur segir að fyrirhugað fyrirkomulag muni falla um sjálft sig, verði hraðprófin ekki niðurgreidd að fullu. „Við erum eini geirinn sem er ennþá lamaður og við höfum aldrei komist af stað og það verður bara að kasta til okkar líflínu og ég held að þetta komi margfalt til baka.“ Sóttvarnareglur höfðu mikil áhrif á jólavertíðina á síðasta ári. Engir jólatónleikar fóru fram með hefðbundnu sniði, heldur var aðeins boðið upp á slíkt í gegnum streymi. Brátt mun koma í ljós hvort tónlistarmenn fái að syngja inn jólin fyrir fullum sal af fólki. „Það sitja allir og bíða eftir þessum upplýsingum og það er öll jólavertíðin undir. Hjá okkur er Iceland Airwaves tónlistarhátíðin og Andrea Bocelli í lok nóvember. Ég held að það sé ekki boðlegt að halda tvenn jól í röð án jólatónlistar,“ segir Ísleifur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tónlist Jól Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira