Segir óboðlegt að halda tvenn jól í röð án jólatónleika Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 26. ágúst 2021 20:56 Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdarstjóri Senu Live, bindur miklar vonir við það að ríkið niðurgreiði hraðpróf sem gestir viðburða munu þurfa að undirgangast. Framkvæmdarstjóri Senu Live telur að það muni margborga sig að ríkið taki á sig þann kostnað sem fylgir nýrri breytingu á sóttvarnarreglum á sitjandi viðburðum. Frá og með 3. september mega fimm hundruð manns koma saman í rými og nándarregla verður afnumin á sitjandi viðburðum gegn því að gestir fari í hraðpróf. Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdarstjóri Senu Live, segir það ekki koma til greina að kostnaður hraðprófa verði lagður ofan á miðaverð. Hraðpróf kosti á bilinu sex til sjö þúsund krónur og það myndi því samsvara verði tveggja miða. „Það hefur alltaf verið forsendan fyrir því að þetta gangi upp að ríkið greiði þetta og sú forsenda er enn til staðar.“ Hann segist nú bíða staðfestingar á því að ríkið ætli að taka kostnað hraðprófanna á sig. „Ég vona að þeir líti á það sem svona mestu „no brainer“ viðskiptaákvörðun allra tíma, að það margborgi sig og komi margfalt til baka að geta komið íslenskri tónlist af stað aftur. Við erum búin að vera lömuð í eitt og hálft ár.“ Ísleifur segir að fyrirhugað fyrirkomulag muni falla um sjálft sig, verði hraðprófin ekki niðurgreidd að fullu. „Við erum eini geirinn sem er ennþá lamaður og við höfum aldrei komist af stað og það verður bara að kasta til okkar líflínu og ég held að þetta komi margfalt til baka.“ Sóttvarnareglur höfðu mikil áhrif á jólavertíðina á síðasta ári. Engir jólatónleikar fóru fram með hefðbundnu sniði, heldur var aðeins boðið upp á slíkt í gegnum streymi. Brátt mun koma í ljós hvort tónlistarmenn fái að syngja inn jólin fyrir fullum sal af fólki. „Það sitja allir og bíða eftir þessum upplýsingum og það er öll jólavertíðin undir. Hjá okkur er Iceland Airwaves tónlistarhátíðin og Andrea Bocelli í lok nóvember. Ég held að það sé ekki boðlegt að halda tvenn jól í röð án jólatónlistar,“ segir Ísleifur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tónlist Jól Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdarstjóri Senu Live, segir það ekki koma til greina að kostnaður hraðprófa verði lagður ofan á miðaverð. Hraðpróf kosti á bilinu sex til sjö þúsund krónur og það myndi því samsvara verði tveggja miða. „Það hefur alltaf verið forsendan fyrir því að þetta gangi upp að ríkið greiði þetta og sú forsenda er enn til staðar.“ Hann segist nú bíða staðfestingar á því að ríkið ætli að taka kostnað hraðprófanna á sig. „Ég vona að þeir líti á það sem svona mestu „no brainer“ viðskiptaákvörðun allra tíma, að það margborgi sig og komi margfalt til baka að geta komið íslenskri tónlist af stað aftur. Við erum búin að vera lömuð í eitt og hálft ár.“ Ísleifur segir að fyrirhugað fyrirkomulag muni falla um sjálft sig, verði hraðprófin ekki niðurgreidd að fullu. „Við erum eini geirinn sem er ennþá lamaður og við höfum aldrei komist af stað og það verður bara að kasta til okkar líflínu og ég held að þetta komi margfalt til baka.“ Sóttvarnareglur höfðu mikil áhrif á jólavertíðina á síðasta ári. Engir jólatónleikar fóru fram með hefðbundnu sniði, heldur var aðeins boðið upp á slíkt í gegnum streymi. Brátt mun koma í ljós hvort tónlistarmenn fái að syngja inn jólin fyrir fullum sal af fólki. „Það sitja allir og bíða eftir þessum upplýsingum og það er öll jólavertíðin undir. Hjá okkur er Iceland Airwaves tónlistarhátíðin og Andrea Bocelli í lok nóvember. Ég held að það sé ekki boðlegt að halda tvenn jól í röð án jólatónlistar,“ segir Ísleifur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tónlist Jól Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“