Árétta auglýsingaskyldu eftir að 23 voru ráðnir án auglýsingar Eiður Þór Árnason skrifar 26. ágúst 2021 11:09 Dómsmálaráðherra sækir Hæstarétt heim. Hæstiréttur Alls hafa 23 verið ráðnir í störf aðstoðarmanna dómara í Hæstarétti án auglýsingar frá árinu 2006. Allir aðstoðarmennirnir luku lagaprófi frá lagadeild Háskóla Íslands. Dómsmálaráðuneytið hefur beðið dómarasýsluna um að árétta auglýsingaskyldu starfanna við forstöðumenn dómstóla. Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata. Samkvæmt lögum og reglum fjármála- og efnahagsráðherra ber að auglýsa störf við Hæstarétt laus til umsóknar en tilteknar undanþágur eru veittar frá því, svo sem ef störf eru tímabundin vegna sérstakra ástæðna. Í svari dómsmálaráðherra segir að það beri að auglýsa stöður aðstoðarmanna dómara nema undanþágur eigi við. Dómsmálaráðuneytið hefur ritað dómarasýslunni erindi og farið þess á leit að stofnunin árétti auglýsingaskylduna. Andrés Ingi vakti nýverið máls á því að Hæstiréttur hafi auglýst starf aðstoðarmanns dómara laust til umsóknar eftir að hann spurðist fyrir um málið. Í vetur spurði ég hve oft hefði verið auglýst eftir aðstoðarmönnum hæstaréttardómara.Svarið: Aldrei.Í dag birtist auglýsing eftir aðstoðarmanni hæstaréttardómara í blöðunum. Kannski sú fyrsta í sögunni.Svona geta fyrirspurnir ýtt við kerfinu! pic.twitter.com/LBhqFPtV51— Andrés Ingi (@andresingi) August 21, 2021 Margir dómarar starfað samhliða við lagadeildir Andrés Ingi óskaði einnig eftir upplýsingum um hversu margir hæstaréttardómarar væru starfsmenn lagadeilda. Hafa þeir verið allavega fjórir frá árinu 2006. Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar, hefur verið í 49% starfshlutfalli við lagadeild Háskóla Íslands frá því að hann var skipaður dómari við réttinn árið 2012. Karl Axelsson hefur frá skipun árið 2015 verið í 20 eða 25% starfshlutfalli við lagadeild HÍ. Björg Thorarensen hefur sömuleiðis verið í 25% starfshlutfalli við lagadeildina frá því hún var skipuð í nóvember í fyrra en mun láta af því starfi 31. ágúst næstkomandi. Ása Ólafsdóttir var frá nóvember í fyrra til lok maí á þessu ári í 15% starfshlutfalli við sömu lagadeild, að því er fram kemur í svari ráðherra. Aðrir dómarar hafa ekki verið í föstu starfshlutfalli við lagadeildir en einhverjir þeirra munu hafa tekið að sér tilfallandi stundakennslu við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómstólar Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Fleiri fréttir Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið hefur beðið dómarasýsluna um að árétta auglýsingaskyldu starfanna við forstöðumenn dómstóla. Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata. Samkvæmt lögum og reglum fjármála- og efnahagsráðherra ber að auglýsa störf við Hæstarétt laus til umsóknar en tilteknar undanþágur eru veittar frá því, svo sem ef störf eru tímabundin vegna sérstakra ástæðna. Í svari dómsmálaráðherra segir að það beri að auglýsa stöður aðstoðarmanna dómara nema undanþágur eigi við. Dómsmálaráðuneytið hefur ritað dómarasýslunni erindi og farið þess á leit að stofnunin árétti auglýsingaskylduna. Andrés Ingi vakti nýverið máls á því að Hæstiréttur hafi auglýst starf aðstoðarmanns dómara laust til umsóknar eftir að hann spurðist fyrir um málið. Í vetur spurði ég hve oft hefði verið auglýst eftir aðstoðarmönnum hæstaréttardómara.Svarið: Aldrei.Í dag birtist auglýsing eftir aðstoðarmanni hæstaréttardómara í blöðunum. Kannski sú fyrsta í sögunni.Svona geta fyrirspurnir ýtt við kerfinu! pic.twitter.com/LBhqFPtV51— Andrés Ingi (@andresingi) August 21, 2021 Margir dómarar starfað samhliða við lagadeildir Andrés Ingi óskaði einnig eftir upplýsingum um hversu margir hæstaréttardómarar væru starfsmenn lagadeilda. Hafa þeir verið allavega fjórir frá árinu 2006. Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar, hefur verið í 49% starfshlutfalli við lagadeild Háskóla Íslands frá því að hann var skipaður dómari við réttinn árið 2012. Karl Axelsson hefur frá skipun árið 2015 verið í 20 eða 25% starfshlutfalli við lagadeild HÍ. Björg Thorarensen hefur sömuleiðis verið í 25% starfshlutfalli við lagadeildina frá því hún var skipuð í nóvember í fyrra en mun láta af því starfi 31. ágúst næstkomandi. Ása Ólafsdóttir var frá nóvember í fyrra til lok maí á þessu ári í 15% starfshlutfalli við sömu lagadeild, að því er fram kemur í svari ráðherra. Aðrir dómarar hafa ekki verið í föstu starfshlutfalli við lagadeildir en einhverjir þeirra munu hafa tekið að sér tilfallandi stundakennslu við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómstólar Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Fleiri fréttir Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Sjá meira