Bæjarstjórinn segir hámarksgjaldið í kringum hundrað kall Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. ágúst 2021 08:48 Gísli segir mistök að verðleggja ferðina of hátt. „Ég held það séu gríðarleg mistök að horfa svona á málið,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar, um hugmyndir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að innheimta 400 til 700 krónur fyrir hverja ferð yfir nýja Ölfusárbrú. Gísli segir það hafa sýnt sig að það væri heppilegra að byrja með lægra gjald og þreifa fyrir sér með eftirspurnina. Síðan mætti þá skoða seinna að hækka gjaldið. „Við viljum ekki að verðlagningin á nýrri Ölfusárbrú verði til þess að fólk sem er ekki á leiðinni á Selfoss neyðist til að keyra í gegnum Selfoss til að spara einhverja aura,“ segir hann. Hann bendir á að í sögu samgönguframkvæmda sé það staðreynd að umferð fari alltaf fram úr spám. „Þarna er að opnast ný vegbót og möguleikar en ef verðið verður of hátt þá er spurning hvað verður.“ Gísli segir tilfinningar íbúa og kjörinna fulltrúa blendnar þegar kemur að gjaldtöku; sumir telji að greiða eigi kostnaðinn beint úr ríkiskassanum á meðan aðrir séu fylgjandi veggjöldum. Hann telur hins vegar sameiginlega niðurstöðu hafa orðið þá að þetta væri of stór biti fyrir ríkissjóð. Kostnaðurinn við nýja brú er metinn á rúma 6 milljarða. „En ég held að það væru stór mistök að fara svona hátt með verðið. Ég mæli með að það verði ekki farið yfir hundraðkallinn. Tvöhundruð væri yfirdrifið,“ segir Gísli. Bæjarstjórinn segir ljóst að gamla brúin verður áfram í notkun en gerir ráð fyrir að þegar nýja brúin verði tilbúin, sem á að gerast árið 2025, verði þungaflutningar um þá gömlu takmarkaðir. Hann segir hætt við því að ef gjaldið á nýju brúnni verði of hátt, létti lítið á umferðinni yfir þá gömlu. „Það er alveg klárt að fyrir 400 kall þá ferðu gömlu Ölvusárbrúna,“ segir hann. Það myndi kalla á nýjar lausnir, þar sem umferðin væri þegar óheyrileg. Árborg Samgöngur Ný Ölfusárbrú Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira
Gísli segir það hafa sýnt sig að það væri heppilegra að byrja með lægra gjald og þreifa fyrir sér með eftirspurnina. Síðan mætti þá skoða seinna að hækka gjaldið. „Við viljum ekki að verðlagningin á nýrri Ölfusárbrú verði til þess að fólk sem er ekki á leiðinni á Selfoss neyðist til að keyra í gegnum Selfoss til að spara einhverja aura,“ segir hann. Hann bendir á að í sögu samgönguframkvæmda sé það staðreynd að umferð fari alltaf fram úr spám. „Þarna er að opnast ný vegbót og möguleikar en ef verðið verður of hátt þá er spurning hvað verður.“ Gísli segir tilfinningar íbúa og kjörinna fulltrúa blendnar þegar kemur að gjaldtöku; sumir telji að greiða eigi kostnaðinn beint úr ríkiskassanum á meðan aðrir séu fylgjandi veggjöldum. Hann telur hins vegar sameiginlega niðurstöðu hafa orðið þá að þetta væri of stór biti fyrir ríkissjóð. Kostnaðurinn við nýja brú er metinn á rúma 6 milljarða. „En ég held að það væru stór mistök að fara svona hátt með verðið. Ég mæli með að það verði ekki farið yfir hundraðkallinn. Tvöhundruð væri yfirdrifið,“ segir Gísli. Bæjarstjórinn segir ljóst að gamla brúin verður áfram í notkun en gerir ráð fyrir að þegar nýja brúin verði tilbúin, sem á að gerast árið 2025, verði þungaflutningar um þá gömlu takmarkaðir. Hann segir hætt við því að ef gjaldið á nýju brúnni verði of hátt, létti lítið á umferðinni yfir þá gömlu. „Það er alveg klárt að fyrir 400 kall þá ferðu gömlu Ölvusárbrúna,“ segir hann. Það myndi kalla á nýjar lausnir, þar sem umferðin væri þegar óheyrileg.
Árborg Samgöngur Ný Ölfusárbrú Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira