Bæjarstjórinn segir hámarksgjaldið í kringum hundrað kall Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. ágúst 2021 08:48 Gísli segir mistök að verðleggja ferðina of hátt. „Ég held það séu gríðarleg mistök að horfa svona á málið,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar, um hugmyndir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að innheimta 400 til 700 krónur fyrir hverja ferð yfir nýja Ölfusárbrú. Gísli segir það hafa sýnt sig að það væri heppilegra að byrja með lægra gjald og þreifa fyrir sér með eftirspurnina. Síðan mætti þá skoða seinna að hækka gjaldið. „Við viljum ekki að verðlagningin á nýrri Ölfusárbrú verði til þess að fólk sem er ekki á leiðinni á Selfoss neyðist til að keyra í gegnum Selfoss til að spara einhverja aura,“ segir hann. Hann bendir á að í sögu samgönguframkvæmda sé það staðreynd að umferð fari alltaf fram úr spám. „Þarna er að opnast ný vegbót og möguleikar en ef verðið verður of hátt þá er spurning hvað verður.“ Gísli segir tilfinningar íbúa og kjörinna fulltrúa blendnar þegar kemur að gjaldtöku; sumir telji að greiða eigi kostnaðinn beint úr ríkiskassanum á meðan aðrir séu fylgjandi veggjöldum. Hann telur hins vegar sameiginlega niðurstöðu hafa orðið þá að þetta væri of stór biti fyrir ríkissjóð. Kostnaðurinn við nýja brú er metinn á rúma 6 milljarða. „En ég held að það væru stór mistök að fara svona hátt með verðið. Ég mæli með að það verði ekki farið yfir hundraðkallinn. Tvöhundruð væri yfirdrifið,“ segir Gísli. Bæjarstjórinn segir ljóst að gamla brúin verður áfram í notkun en gerir ráð fyrir að þegar nýja brúin verði tilbúin, sem á að gerast árið 2025, verði þungaflutningar um þá gömlu takmarkaðir. Hann segir hætt við því að ef gjaldið á nýju brúnni verði of hátt, létti lítið á umferðinni yfir þá gömlu. „Það er alveg klárt að fyrir 400 kall þá ferðu gömlu Ölvusárbrúna,“ segir hann. Það myndi kalla á nýjar lausnir, þar sem umferðin væri þegar óheyrileg. Árborg Samgöngur Ný Ölfusárbrú Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Gísli segir það hafa sýnt sig að það væri heppilegra að byrja með lægra gjald og þreifa fyrir sér með eftirspurnina. Síðan mætti þá skoða seinna að hækka gjaldið. „Við viljum ekki að verðlagningin á nýrri Ölfusárbrú verði til þess að fólk sem er ekki á leiðinni á Selfoss neyðist til að keyra í gegnum Selfoss til að spara einhverja aura,“ segir hann. Hann bendir á að í sögu samgönguframkvæmda sé það staðreynd að umferð fari alltaf fram úr spám. „Þarna er að opnast ný vegbót og möguleikar en ef verðið verður of hátt þá er spurning hvað verður.“ Gísli segir tilfinningar íbúa og kjörinna fulltrúa blendnar þegar kemur að gjaldtöku; sumir telji að greiða eigi kostnaðinn beint úr ríkiskassanum á meðan aðrir séu fylgjandi veggjöldum. Hann telur hins vegar sameiginlega niðurstöðu hafa orðið þá að þetta væri of stór biti fyrir ríkissjóð. Kostnaðurinn við nýja brú er metinn á rúma 6 milljarða. „En ég held að það væru stór mistök að fara svona hátt með verðið. Ég mæli með að það verði ekki farið yfir hundraðkallinn. Tvöhundruð væri yfirdrifið,“ segir Gísli. Bæjarstjórinn segir ljóst að gamla brúin verður áfram í notkun en gerir ráð fyrir að þegar nýja brúin verði tilbúin, sem á að gerast árið 2025, verði þungaflutningar um þá gömlu takmarkaðir. Hann segir hætt við því að ef gjaldið á nýju brúnni verði of hátt, létti lítið á umferðinni yfir þá gömlu. „Það er alveg klárt að fyrir 400 kall þá ferðu gömlu Ölvusárbrúna,“ segir hann. Það myndi kalla á nýjar lausnir, þar sem umferðin væri þegar óheyrileg.
Árborg Samgöngur Ný Ölfusárbrú Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira