Kane áfram hjá Tottenham Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2021 11:54 Harry Kane eftir leikinn gegn Wolves á dögunum. Simon Newbury/Getty Images Harry Kane, framherji Tottenham Hotspur og enska landsliðsins í knattspyrnu, verður áfram í herbúðum félagsins. Hann greinir sjálfur frá þessu á samfélagsmiðlum sínum. Hinn 28 ára gamli Kane hefur verið orðaður við Englandsmeistara Manchester City í nær allt sumar. Eftir að Kane mætti ekki til æfinga á tilsettum tíma að Evrópumótinu loknu var talið að framherjinn ætlaði að þvinga félagaskipti sín í gegn. Hann er hins vegar samningsbundinn Tottenham til 2024 svo félaginu liggur ekkert á að selja hann þar sem það væri einkar erfitt fyrir það að fá leikmann í sama gæðaflokki á móti. Framherjinn var hvergi sjáanlegur í 1-0 sigri Tottenham á Manchester City í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar en var mættur á bekkinn í 2. umferð þar sem Tottenham vann Wolves með einu marki gegn engu. Kane kom inn af bekknum og spilaði 18 mínútur án þess þó að setja mark sitt á leikinn ef frá er talið gula spjaldið sem hann nældi sér í. Svo virðist sem Kane hafi áttað sig á því að Daniel Levy er ekki að fara selja hann sem stendur og Manchester City er ekki tilbúið að borga yfir 100 milljónir punda fyrir þjónustu hans. It was incredible to see the reception from the Spurs fans on Sunday and to read some of the messages of support I've had in the last few weeks. I will be staying at Tottenham this summer and will be 100% focused on helping the team achieve success. #COYS pic.twitter.com/uTN78tHlk1— Harry Kane (@HKane) August 25, 2021 „Það var frábært að sjá móttökuna frá Spurs aðdáendum á sunnudaginn og lesa sum af skilaboðunum sem ég hef fengið á undanförnum vikum. Ég verð áfram hjá Tottenham þetta sumarið og er 100 prósent einbeittur í að hjálpa liðinu í að ná árangri sínum,“ segir Kane í Twitter-færslu sinni. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Blaðamenn Sky Sports rifust um Harry Kane í beinni Ef það er eitthvað mál sem er efst á dagskrá hjá flestum íþróttafréttamönnum á Englandi þá er það næsta framtíð enska landsliðsfyrirliðans Harry Kane. 19. ágúst 2021 08:01 Kane mætti á æfingu með Tottenham í morgun Harry Kane, framherji Tottenham og landsliðsfyrirliði enska landsliðsins, æfði með liðsfélögum sínum í Tottenham í fyrsta skipti á tímabilinu í morgun. 17. ágúst 2021 18:01 Var bitlaus frammistaða nóg til að sannfæra Pep um að fjárfesta í Kane? Englandsmeistarar Manchester City lutu í gras gegn Harry Kane-lausu Tottenham Hotspur í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Leiknum lauk með 1-0 sigri heimamanna þar sem sóknarleikur gestanna var langt frá því sem við eigum að venjast. 16. ágúst 2021 10:32 Sigurreifur stjóri Spurs vongóður um að halda Kane Nuno Espirito Santo, stjóri Tottenham, var að sjálfsögðu spurður út í framtíð Harry Kane eftir frækinn sigur á Man City í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. 15. ágúst 2021 19:00 Mest lesið Ricky Hatton dáinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Fleiri fréttir Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Sjá meira
Hinn 28 ára gamli Kane hefur verið orðaður við Englandsmeistara Manchester City í nær allt sumar. Eftir að Kane mætti ekki til æfinga á tilsettum tíma að Evrópumótinu loknu var talið að framherjinn ætlaði að þvinga félagaskipti sín í gegn. Hann er hins vegar samningsbundinn Tottenham til 2024 svo félaginu liggur ekkert á að selja hann þar sem það væri einkar erfitt fyrir það að fá leikmann í sama gæðaflokki á móti. Framherjinn var hvergi sjáanlegur í 1-0 sigri Tottenham á Manchester City í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar en var mættur á bekkinn í 2. umferð þar sem Tottenham vann Wolves með einu marki gegn engu. Kane kom inn af bekknum og spilaði 18 mínútur án þess þó að setja mark sitt á leikinn ef frá er talið gula spjaldið sem hann nældi sér í. Svo virðist sem Kane hafi áttað sig á því að Daniel Levy er ekki að fara selja hann sem stendur og Manchester City er ekki tilbúið að borga yfir 100 milljónir punda fyrir þjónustu hans. It was incredible to see the reception from the Spurs fans on Sunday and to read some of the messages of support I've had in the last few weeks. I will be staying at Tottenham this summer and will be 100% focused on helping the team achieve success. #COYS pic.twitter.com/uTN78tHlk1— Harry Kane (@HKane) August 25, 2021 „Það var frábært að sjá móttökuna frá Spurs aðdáendum á sunnudaginn og lesa sum af skilaboðunum sem ég hef fengið á undanförnum vikum. Ég verð áfram hjá Tottenham þetta sumarið og er 100 prósent einbeittur í að hjálpa liðinu í að ná árangri sínum,“ segir Kane í Twitter-færslu sinni.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Blaðamenn Sky Sports rifust um Harry Kane í beinni Ef það er eitthvað mál sem er efst á dagskrá hjá flestum íþróttafréttamönnum á Englandi þá er það næsta framtíð enska landsliðsfyrirliðans Harry Kane. 19. ágúst 2021 08:01 Kane mætti á æfingu með Tottenham í morgun Harry Kane, framherji Tottenham og landsliðsfyrirliði enska landsliðsins, æfði með liðsfélögum sínum í Tottenham í fyrsta skipti á tímabilinu í morgun. 17. ágúst 2021 18:01 Var bitlaus frammistaða nóg til að sannfæra Pep um að fjárfesta í Kane? Englandsmeistarar Manchester City lutu í gras gegn Harry Kane-lausu Tottenham Hotspur í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Leiknum lauk með 1-0 sigri heimamanna þar sem sóknarleikur gestanna var langt frá því sem við eigum að venjast. 16. ágúst 2021 10:32 Sigurreifur stjóri Spurs vongóður um að halda Kane Nuno Espirito Santo, stjóri Tottenham, var að sjálfsögðu spurður út í framtíð Harry Kane eftir frækinn sigur á Man City í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. 15. ágúst 2021 19:00 Mest lesið Ricky Hatton dáinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Fleiri fréttir Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Sjá meira
Blaðamenn Sky Sports rifust um Harry Kane í beinni Ef það er eitthvað mál sem er efst á dagskrá hjá flestum íþróttafréttamönnum á Englandi þá er það næsta framtíð enska landsliðsfyrirliðans Harry Kane. 19. ágúst 2021 08:01
Kane mætti á æfingu með Tottenham í morgun Harry Kane, framherji Tottenham og landsliðsfyrirliði enska landsliðsins, æfði með liðsfélögum sínum í Tottenham í fyrsta skipti á tímabilinu í morgun. 17. ágúst 2021 18:01
Var bitlaus frammistaða nóg til að sannfæra Pep um að fjárfesta í Kane? Englandsmeistarar Manchester City lutu í gras gegn Harry Kane-lausu Tottenham Hotspur í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Leiknum lauk með 1-0 sigri heimamanna þar sem sóknarleikur gestanna var langt frá því sem við eigum að venjast. 16. ágúst 2021 10:32
Sigurreifur stjóri Spurs vongóður um að halda Kane Nuno Espirito Santo, stjóri Tottenham, var að sjálfsögðu spurður út í framtíð Harry Kane eftir frækinn sigur á Man City í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. 15. ágúst 2021 19:00