Gunnólfsvík sögð ákjósanleg sem öryggis- og leitarhöfn norðurslóða Kristján Már Unnarsson skrifar 24. ágúst 2021 22:44 Jónas Egilsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, bendir yfir Gunnólfsvík í viðtali við Stöð 2. Einar Árnason Lagabreyting sem utanríkisráðherra kynnti fyrr á árinu um að skilgreina Gunnólfsvík á Langanesi sem öryggissvæði fyrir Landhelgisgæsluna hefur vakið spurningar um hvort hugmyndin sé að taka svæðið frá undir flotahöfn NATO. Sveitarstjóri Langanesbyggðar segir þetta ákjósanlegan stað fyrir öryggis- og leitarhöfn vegna norðurslóða. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá svæðið efst á Gunnólfsvíkurfjalli í kringum ratsjárstöð NATO. Það er skilgreint sem öryggissvæði en Landhelgisgæslan annast núna rekstur stöðvarinnar. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kynnti í samráðsgátt stjórnvalda í vetur frumvarp um að öryggisvæðið yrði útvíkkað þannig að það næði einnig yfir Gunnólfsvíkina. Vísaði hann til hagsmuna og skuldbindinga Íslands gagnvart norðurslóðum. Ratsjárstöð NATO á Gunnólfsvíkurfjalli.Einar Árnason Í frumvarpsdrögum telur ráðherrann upp viðlegukant, þyrlupalla, þyrluflugskýli, eldsneytisbirgðastöð, varahlutageymslur og þess háttar en tekur sérstaklega fram að engin áform séu um byggingu varnarmannvirkja á svæðinu. „Ísland er skuldbundið að einhverju leyti að taka að sér björgun og leit á norðurskautssvæðinu og þá er þetta náttúrlega ákjósanlegur staður að mínu viti,“ segir Jónas Egilsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar. Það hefur lengi verið vitað að ráðamenn í Washington hafa áhuga á að fá sérstaka flotahöfn á norðurslóðum. En er Gunnólfsvík staðurinn? Séð inn í Gunnólfsvík við Finnafjörð. Ratsjárstöðin sést efst á Gunnólfsvíkurfjalli til hægri. Bærinn Fell til vinstri.Vilhelm Gunnarsson Úr röðum stjórnarandstæðinga á Alþingi og í umsögn samtaka hernaðarandstæðinga hafa áformin í Gunnólfsvík verið tortryggð og ýjað að því að verið sé að horfa til herskipahafnar. En óttast sveitarstjórinn að þetta geti orðið viðkvæmt og eldheitt mál ef það snertir öryggishagsmuni NATO? „Nei, þetta yrði fyrst og fremst öryggis- og leitarhöfn. Ég held að þetta hafi ekkert með hernað sem slíkan að gera og eigi ekkert að gera það. Mér finnst að við eigum að horfa bara á staðreyndir. Siglingar um norðurhöfin eru að aukast alveg gífurlega mikið og fyrr eða síðar þá verður óhapp hérna af einhverju tagi. Þá er mikilvægt að við séum undir það búnir að koma sem fyrst á staðinn með björgunarbúnað,“ svarar Jónas Egilsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fyrir áratug létu ráðamenn Langanesbyggðar gera bækling um Gunnólfsvík á kínversku og fengu sendiherra Kína í heimsókn, eins og fram kom í þessari frétt Stöðvar 2 árið 2011: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var sagt að utanríkisráðherra hefði farið með bandaríska sendiherrann upp á Gunnólfsvíkurfjall. Það er rangt. Hið rétt er að um borð var utanríkisráðherra ásamt sendiherra Íslands í Berlín samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. Langanesbyggð Norðurslóðir Öryggis- og varnarmál NATO Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Hafnargerð í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar Stórskipahöfn í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar, að mati sveitarstjóra Langanesbyggðar. Samningar um stofnun þróunarfélags um risahöfnina voru undirritaðir á Þórshöfn í dag. 11. apríl 2019 19:45 Norðausturhornið ráði við að vaxa með Finnafjarðarhöfn Stórskipahöfn í Finnafirði myndi hafa gríðarleg áhrif á norðausturhorni landsins en er jafnframt ávísun á átök, jafnt heima í héraði sem og í landsmálaumræðunni. 12. apríl 2019 23:30 Áform um risahöfn við Langanes Sveitarfélögin á Norðausturlandi hafa kynnt áform um risahöfn á Langanesi, þá langstærstu á Íslandi, til að þjóna siglingum yfir Norðuríshafið. Á hafnarsvæðinu verður boðið upp á lóðir undir olíu- og gasvinnslustöðvar. 10. mars 2011 18:41 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá svæðið efst á Gunnólfsvíkurfjalli í kringum ratsjárstöð NATO. Það er skilgreint sem öryggissvæði en Landhelgisgæslan annast núna rekstur stöðvarinnar. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kynnti í samráðsgátt stjórnvalda í vetur frumvarp um að öryggisvæðið yrði útvíkkað þannig að það næði einnig yfir Gunnólfsvíkina. Vísaði hann til hagsmuna og skuldbindinga Íslands gagnvart norðurslóðum. Ratsjárstöð NATO á Gunnólfsvíkurfjalli.Einar Árnason Í frumvarpsdrögum telur ráðherrann upp viðlegukant, þyrlupalla, þyrluflugskýli, eldsneytisbirgðastöð, varahlutageymslur og þess háttar en tekur sérstaklega fram að engin áform séu um byggingu varnarmannvirkja á svæðinu. „Ísland er skuldbundið að einhverju leyti að taka að sér björgun og leit á norðurskautssvæðinu og þá er þetta náttúrlega ákjósanlegur staður að mínu viti,“ segir Jónas Egilsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar. Það hefur lengi verið vitað að ráðamenn í Washington hafa áhuga á að fá sérstaka flotahöfn á norðurslóðum. En er Gunnólfsvík staðurinn? Séð inn í Gunnólfsvík við Finnafjörð. Ratsjárstöðin sést efst á Gunnólfsvíkurfjalli til hægri. Bærinn Fell til vinstri.Vilhelm Gunnarsson Úr röðum stjórnarandstæðinga á Alþingi og í umsögn samtaka hernaðarandstæðinga hafa áformin í Gunnólfsvík verið tortryggð og ýjað að því að verið sé að horfa til herskipahafnar. En óttast sveitarstjórinn að þetta geti orðið viðkvæmt og eldheitt mál ef það snertir öryggishagsmuni NATO? „Nei, þetta yrði fyrst og fremst öryggis- og leitarhöfn. Ég held að þetta hafi ekkert með hernað sem slíkan að gera og eigi ekkert að gera það. Mér finnst að við eigum að horfa bara á staðreyndir. Siglingar um norðurhöfin eru að aukast alveg gífurlega mikið og fyrr eða síðar þá verður óhapp hérna af einhverju tagi. Þá er mikilvægt að við séum undir það búnir að koma sem fyrst á staðinn með björgunarbúnað,“ svarar Jónas Egilsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fyrir áratug létu ráðamenn Langanesbyggðar gera bækling um Gunnólfsvík á kínversku og fengu sendiherra Kína í heimsókn, eins og fram kom í þessari frétt Stöðvar 2 árið 2011: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var sagt að utanríkisráðherra hefði farið með bandaríska sendiherrann upp á Gunnólfsvíkurfjall. Það er rangt. Hið rétt er að um borð var utanríkisráðherra ásamt sendiherra Íslands í Berlín samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu.
Langanesbyggð Norðurslóðir Öryggis- og varnarmál NATO Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Hafnargerð í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar Stórskipahöfn í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar, að mati sveitarstjóra Langanesbyggðar. Samningar um stofnun þróunarfélags um risahöfnina voru undirritaðir á Þórshöfn í dag. 11. apríl 2019 19:45 Norðausturhornið ráði við að vaxa með Finnafjarðarhöfn Stórskipahöfn í Finnafirði myndi hafa gríðarleg áhrif á norðausturhorni landsins en er jafnframt ávísun á átök, jafnt heima í héraði sem og í landsmálaumræðunni. 12. apríl 2019 23:30 Áform um risahöfn við Langanes Sveitarfélögin á Norðausturlandi hafa kynnt áform um risahöfn á Langanesi, þá langstærstu á Íslandi, til að þjóna siglingum yfir Norðuríshafið. Á hafnarsvæðinu verður boðið upp á lóðir undir olíu- og gasvinnslustöðvar. 10. mars 2011 18:41 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Hafnargerð í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar Stórskipahöfn í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar, að mati sveitarstjóra Langanesbyggðar. Samningar um stofnun þróunarfélags um risahöfnina voru undirritaðir á Þórshöfn í dag. 11. apríl 2019 19:45
Norðausturhornið ráði við að vaxa með Finnafjarðarhöfn Stórskipahöfn í Finnafirði myndi hafa gríðarleg áhrif á norðausturhorni landsins en er jafnframt ávísun á átök, jafnt heima í héraði sem og í landsmálaumræðunni. 12. apríl 2019 23:30
Áform um risahöfn við Langanes Sveitarfélögin á Norðausturlandi hafa kynnt áform um risahöfn á Langanesi, þá langstærstu á Íslandi, til að þjóna siglingum yfir Norðuríshafið. Á hafnarsvæðinu verður boðið upp á lóðir undir olíu- og gasvinnslustöðvar. 10. mars 2011 18:41
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent