Ákvörðun stjórnvalda vonbrigði fyrir afganska Íslendinga Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. ágúst 2021 19:44 Navid Nouri, afganskur Íslendingur og aðstandandi samstöðufundar á Austurvelli í gær, segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar ganga of skammt. Vísir/Sigurjón Ríkisstjórnin samþykkti í dag að taka á móti allt að 120 afgönskum flóttamönnum eftir að Talibanar tóku völdin í landinu. Afganskur Íslendingur sem berst fyrir að fjölskyldum Afgana á Íslandi verði bjargað er ósáttur og segir niðurstöðuna vonbrigði. Eins og segir í tilkynningu verða fyrstu viðbrögð stjórnvalda að taka á móti starfsfólki NATO, fyrrverandi nemendum við jafnréttisskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi sem og að aðstoða þá Afgana sem eiga rétt á fjölskyldusameiningu. Navid Nouri, afganskur Íslendingur, stóð fyrir samstöðufundi á Austurvelli í gær þar sem þess var krafist að fjölskyldum afganskra Íslendinga verði komið til landsins. Navid segir ákvörðun stjórnvalda vonbrigði. Aðgerðirnar gangi of skammt. „Þetta voru vonbrigði. Ég veit að aðrir afganskir Íslendingar eru vonsviknir. Er þetta allt sem stjórnvöld geta gert fyrir fjölskyldur þeirra?“ spyr Navid. Hann segir að ekki sé horft sérstaklega til þeirra sem búa nú við afar skert mannréttindi. Þá hafi stór hluti þeirra sem til stendur að sækja á grundvelli fjölskyldusameiningar nú þegar átt rétt á að koma til landsins og unnið hafi verið að því áður, segir Navid. Reglurnar um fjölskyldusameiningu séu strangar. „Ef maður á bróður eða systur sem er eldri en átján, er viðkomandi sem sagt nógu gamall til að deyja? Hvað á það að þýða? Er þetta eins og á einhverju kjúklingabýli? Mér finnst þetta vanhugsað,“ segir Navid og heldur áfram: „Ef maður lítur til þess sem önnur ríki eru að gera má sjá að þau aðstoðuðu allavega þau sem hafa starfað fyrir afganska herinn. Ríkisstjórnin minntist ekkert á það fólk, konur eða minnihlutahópa. Ég held að Ísland geti gert meira. Þetta dugar ekki til.“ Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við fréttina. Fólk er beðið um að halda sig við málefnalega umræðu. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Afganistan Tengdar fréttir Íslensku fjölskyldurnar þrjár allar komnar heim frá Afganistan Þrjár íslenskar fjölskyldur sem dvalið hafa í Afganistan eru komnar heilar á höldnu heim til Íslands. Fólkið komst frá Afganistan með flugi sem stjórnvöld í Danmörku og Finnlandi skipulögðu. 24. ágúst 2021 18:05 Taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana. 24. ágúst 2021 11:22 Kröfðust aðgerða og aðstoðar á Austurvelli Afganar með íslenskan ríkisborgararétt krefjast þess að stjórnvöld bjargi ættingjum sínum frá Afganistan. Navid Nouri, afganskur Íslendingur, boðaði til samstöðufundar á Austurvelli í dag og segir að bjarga eigi fjölskyldum afganska Íslendinga rétt eins og gert væri fyrir innfædda. 23. ágúst 2021 19:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Sjá meira
Eins og segir í tilkynningu verða fyrstu viðbrögð stjórnvalda að taka á móti starfsfólki NATO, fyrrverandi nemendum við jafnréttisskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi sem og að aðstoða þá Afgana sem eiga rétt á fjölskyldusameiningu. Navid Nouri, afganskur Íslendingur, stóð fyrir samstöðufundi á Austurvelli í gær þar sem þess var krafist að fjölskyldum afganskra Íslendinga verði komið til landsins. Navid segir ákvörðun stjórnvalda vonbrigði. Aðgerðirnar gangi of skammt. „Þetta voru vonbrigði. Ég veit að aðrir afganskir Íslendingar eru vonsviknir. Er þetta allt sem stjórnvöld geta gert fyrir fjölskyldur þeirra?“ spyr Navid. Hann segir að ekki sé horft sérstaklega til þeirra sem búa nú við afar skert mannréttindi. Þá hafi stór hluti þeirra sem til stendur að sækja á grundvelli fjölskyldusameiningar nú þegar átt rétt á að koma til landsins og unnið hafi verið að því áður, segir Navid. Reglurnar um fjölskyldusameiningu séu strangar. „Ef maður á bróður eða systur sem er eldri en átján, er viðkomandi sem sagt nógu gamall til að deyja? Hvað á það að þýða? Er þetta eins og á einhverju kjúklingabýli? Mér finnst þetta vanhugsað,“ segir Navid og heldur áfram: „Ef maður lítur til þess sem önnur ríki eru að gera má sjá að þau aðstoðuðu allavega þau sem hafa starfað fyrir afganska herinn. Ríkisstjórnin minntist ekkert á það fólk, konur eða minnihlutahópa. Ég held að Ísland geti gert meira. Þetta dugar ekki til.“ Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við fréttina. Fólk er beðið um að halda sig við málefnalega umræðu.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Afganistan Tengdar fréttir Íslensku fjölskyldurnar þrjár allar komnar heim frá Afganistan Þrjár íslenskar fjölskyldur sem dvalið hafa í Afganistan eru komnar heilar á höldnu heim til Íslands. Fólkið komst frá Afganistan með flugi sem stjórnvöld í Danmörku og Finnlandi skipulögðu. 24. ágúst 2021 18:05 Taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana. 24. ágúst 2021 11:22 Kröfðust aðgerða og aðstoðar á Austurvelli Afganar með íslenskan ríkisborgararétt krefjast þess að stjórnvöld bjargi ættingjum sínum frá Afganistan. Navid Nouri, afganskur Íslendingur, boðaði til samstöðufundar á Austurvelli í dag og segir að bjarga eigi fjölskyldum afganska Íslendinga rétt eins og gert væri fyrir innfædda. 23. ágúst 2021 19:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Sjá meira
Íslensku fjölskyldurnar þrjár allar komnar heim frá Afganistan Þrjár íslenskar fjölskyldur sem dvalið hafa í Afganistan eru komnar heilar á höldnu heim til Íslands. Fólkið komst frá Afganistan með flugi sem stjórnvöld í Danmörku og Finnlandi skipulögðu. 24. ágúst 2021 18:05
Taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana. 24. ágúst 2021 11:22
Kröfðust aðgerða og aðstoðar á Austurvelli Afganar með íslenskan ríkisborgararétt krefjast þess að stjórnvöld bjargi ættingjum sínum frá Afganistan. Navid Nouri, afganskur Íslendingur, boðaði til samstöðufundar á Austurvelli í dag og segir að bjarga eigi fjölskyldum afganska Íslendinga rétt eins og gert væri fyrir innfædda. 23. ágúst 2021 19:00