Fá að heita Svarthöfði, Bond, Saara og Blár Eiður Þór Árnason skrifar 24. ágúst 2021 14:09 Enn bætist í flóru íslenskra mannanafna. Vísir/vilhelm Mannanafnanefnd samþykkti nýverið að færa nöfnin Svarthöfði, Bond, Appollo og Blár á mannanafnaskrá. Þá bættist Skylar í ört stækkandi hóp kynhlutlausra eiginnafna. Ekki hlutu allar tillögur náð fyrir augum nefndarinnar og fengu millinöfnin Welding, Degen og Octavius til að mynda rauða stimpilinn, meðal annars á grundvelli þess að vera ættarnafn eða ekki dregið af íslenskum orðstofni. Ólíkar reglur gilda um eiginnöfn og millinöfn sem birtist meðal annars í því að Octavius var samþykkt sem eiginnafn en ekki sem millinafn. Mannanafnanefnd felldi alls 24 úrskurði þann 6. og 11. ágúst síðastliðinn. Í rökstuðningi hennar fyrir samþykkt Svarthöfða segir meðal annars að eiginnafnið taki íslenska beygingu í eignarfalli og hafi tíðast á Íslandi á öldum áður. Í Íslendingabók má finna 23 einstaklinga sem hafa borið nafnið en aðeins einn þeirra, Alex Gló Svarthöfði Sigurðar, er á lífi og fæddist árið 2006. Blár, um Blá, frá Blá, til Blás Að sögn mannanafnanefndar getur eiginnafnið Blár talist leitt af karlkynsnafnorðinu blár og telst það uppfylla lög um mannanöfn. Nafnið beygist svona: Hér er Blár, um Blá, frá Blá, til Blás. Um kvenkynseiginnafnið May segir nefndin að fimm konur beri nafnið í Þjóðskrá og rithátturinn hafi unnið sér hefð í íslensku. Í öðrum úrskurði segir að eiginnafnið Apollosé að uppruna forngrískt, Apollōn. Umritunin Apollo tíðkist í ensku og fleiri málum og telst rithátturinn því uppfylla skilyrði nefndarinnar. Á sama fundi samþykkti nefndin kvenkynseiginnafnið Kona en Vísir ræddi nýverið við Elínu Konu Eddudóttur sem hefur beðið eftir niðurstöðunni í tvö ár. Mannanafnanefnd neitaði því fyrst að færa nafnið á mannanafnaskrá en tók málið upp aftur eftir að umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að úrskurðurinn hafi ekki verði í samræmi við lög. Nöfn sem voru samþykkt Karlkynseiginnafnið António Karlkynseiginnafnið Annþór Karlkynseiginnafnið Apollo Karlkynseiginnafnið Blár Karlkynseiginnafnið Bond Karlkynseiginnafnið Charlie Karlkynseiginnafnið Eljar Karlkynseiginnafnið Foss Karlkynseiginnafnið Octavius Karlkynseiginnafnið Svarthöfði Kvenkynseiginnafnið Eileif Kvenkynseiginnafnið Kona Kvenkynseiginnafnið Kvika Kvenkynseiginnafnið Lissie Kvenkynseiginnafnið May Kvenkynseiginnafnið Saara Kvenkynseiginnafnið Sarah Kvenkynseiginnafnið Thalia Kynhlutlausa eiginnafnið Skylar Millinafnið Dalland Nöfnum sem var hafnað Karlkynseiginnafnið Gunnarson Millinafnið Degen Millinafnið Foss Millinafnið Octavius Millinafnið Welding Mannanöfn Tengdar fréttir Annþór fær grænt ljós hjá mannanafnanefnd Mannanafnanefnd hefur samþykkt beiðni þess efnis að eiginnafnið Annþór verði fært á mannanafnaskrá. Þetta kemur fram í nýlegum úrskurði mannanafnanefndar. 24. ágúst 2021 10:15 Fær loksins að heita Kona Mannanafnanefnd samþykkti nýverið kvenkynseiginnafnið Kona og hefur það verið fært á mannanafnaskrá. Áður hafði nafninu verið hafnað með þeim rökum að það bryti í bága við íslenskt málkerfi en farið var fram á endurupptöku. 22. ágúst 2021 15:00 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Ekki hlutu allar tillögur náð fyrir augum nefndarinnar og fengu millinöfnin Welding, Degen og Octavius til að mynda rauða stimpilinn, meðal annars á grundvelli þess að vera ættarnafn eða ekki dregið af íslenskum orðstofni. Ólíkar reglur gilda um eiginnöfn og millinöfn sem birtist meðal annars í því að Octavius var samþykkt sem eiginnafn en ekki sem millinafn. Mannanafnanefnd felldi alls 24 úrskurði þann 6. og 11. ágúst síðastliðinn. Í rökstuðningi hennar fyrir samþykkt Svarthöfða segir meðal annars að eiginnafnið taki íslenska beygingu í eignarfalli og hafi tíðast á Íslandi á öldum áður. Í Íslendingabók má finna 23 einstaklinga sem hafa borið nafnið en aðeins einn þeirra, Alex Gló Svarthöfði Sigurðar, er á lífi og fæddist árið 2006. Blár, um Blá, frá Blá, til Blás Að sögn mannanafnanefndar getur eiginnafnið Blár talist leitt af karlkynsnafnorðinu blár og telst það uppfylla lög um mannanöfn. Nafnið beygist svona: Hér er Blár, um Blá, frá Blá, til Blás. Um kvenkynseiginnafnið May segir nefndin að fimm konur beri nafnið í Þjóðskrá og rithátturinn hafi unnið sér hefð í íslensku. Í öðrum úrskurði segir að eiginnafnið Apollosé að uppruna forngrískt, Apollōn. Umritunin Apollo tíðkist í ensku og fleiri málum og telst rithátturinn því uppfylla skilyrði nefndarinnar. Á sama fundi samþykkti nefndin kvenkynseiginnafnið Kona en Vísir ræddi nýverið við Elínu Konu Eddudóttur sem hefur beðið eftir niðurstöðunni í tvö ár. Mannanafnanefnd neitaði því fyrst að færa nafnið á mannanafnaskrá en tók málið upp aftur eftir að umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að úrskurðurinn hafi ekki verði í samræmi við lög. Nöfn sem voru samþykkt Karlkynseiginnafnið António Karlkynseiginnafnið Annþór Karlkynseiginnafnið Apollo Karlkynseiginnafnið Blár Karlkynseiginnafnið Bond Karlkynseiginnafnið Charlie Karlkynseiginnafnið Eljar Karlkynseiginnafnið Foss Karlkynseiginnafnið Octavius Karlkynseiginnafnið Svarthöfði Kvenkynseiginnafnið Eileif Kvenkynseiginnafnið Kona Kvenkynseiginnafnið Kvika Kvenkynseiginnafnið Lissie Kvenkynseiginnafnið May Kvenkynseiginnafnið Saara Kvenkynseiginnafnið Sarah Kvenkynseiginnafnið Thalia Kynhlutlausa eiginnafnið Skylar Millinafnið Dalland Nöfnum sem var hafnað Karlkynseiginnafnið Gunnarson Millinafnið Degen Millinafnið Foss Millinafnið Octavius Millinafnið Welding
Mannanöfn Tengdar fréttir Annþór fær grænt ljós hjá mannanafnanefnd Mannanafnanefnd hefur samþykkt beiðni þess efnis að eiginnafnið Annþór verði fært á mannanafnaskrá. Þetta kemur fram í nýlegum úrskurði mannanafnanefndar. 24. ágúst 2021 10:15 Fær loksins að heita Kona Mannanafnanefnd samþykkti nýverið kvenkynseiginnafnið Kona og hefur það verið fært á mannanafnaskrá. Áður hafði nafninu verið hafnað með þeim rökum að það bryti í bága við íslenskt málkerfi en farið var fram á endurupptöku. 22. ágúst 2021 15:00 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Annþór fær grænt ljós hjá mannanafnanefnd Mannanafnanefnd hefur samþykkt beiðni þess efnis að eiginnafnið Annþór verði fært á mannanafnaskrá. Þetta kemur fram í nýlegum úrskurði mannanafnanefndar. 24. ágúst 2021 10:15
Fær loksins að heita Kona Mannanafnanefnd samþykkti nýverið kvenkynseiginnafnið Kona og hefur það verið fært á mannanafnaskrá. Áður hafði nafninu verið hafnað með þeim rökum að það bryti í bága við íslenskt málkerfi en farið var fram á endurupptöku. 22. ágúst 2021 15:00