Sama sagan hjá Skyttunum Valur Páll Eiríksson skrifar 23. ágúst 2021 22:00 Pierre-Emerick Aubameyang gæti verið á förum frá Norður-Lundúnum. Getty/Marc Atkins Breskir fjölmiðlar greina frá því að Gaboninn Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal, sé til sölu. Stjórnendur liðsins hyggist losa hann af launaskrá áður en yfirstandandi félagsskiptagluggi lokar eftir rúma viku. Aubameyang er 32 ára gamall og gekk í raðir Skyttanna í janúar 2018 er hann var keyptur frá Borussia Dortmund fyrir 56 milljónir punda. Hann skoraði tíu mörk í 13 leikjum á sinni fyrstu leiktíð og fylgdi því eftir með 22 deildarmörkum næstu tvö tímabil þar á eftir þar sem hann deildi gullskó deildarinnar tímabilið 2018 til 2019. Hann var orðaður við brottför frá félaginu í fyrrahaust þar sem samningur hans var við að renna út í sumar. Stjórnarmenn liðsins lögðu mikla áherslu á að halda framherjanum og skrifaði hann undir nýjan þriggja ára samning í september í fyrra, sem rennur út sumarið 2023. Samningurinn veitir honum 350 þúsund pund í vikulaun en Aubameyang átti sitt versta tímabil fyrir félagið á síðustu leiktíð eftir að gengið var frá samningnum. Hann skoraði aðeins tíu mörk í deild og hefur sætt gagnrýni fyrir frammistöðu sína. Á einu ári hefur hann því farið úr því að vera ómissandi lykilmaður í að fara á sölulista. Það minnir óneitanlega á sögu Þjóðverjans Mesut Özil hjá Arsenal. Sá átti sex mánuði eftir af samningi sínum þegar Arsenal gaf honum nýjan samning í janúar 2018 sem tvöfaldaði laun hans í svipaða vikulega upphæð og Aubameyang fær í dag. Özil varð að aukaleikara hjá félaginu eftir það og reyndi Arsenal ítrekað að selja hann. Það gekk illa þar sem sá þýski hafði lítinn áhuga á að sleppa frá sér gríðarháum launapakkanum. Hann fór loks til Fenebahce í Tyrklandi í janúar á þessu ári eftir að hafa verið utan úrvalsdeildarhóps Arsenal í hálft ár að telja peninga. Áhugavert verður að sjá hvort Arsenal gangi betur að losa sig við Aubameyang en Barcelona er sagt hafa áhuga á framherjanum. Hvort skuldum vafið Katalóníuliðið hafi einhver tök á að uppfylla launakröfur hans er svo önnur saga. Enski boltinn Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Enski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Leik lokið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Sjá meira
Aubameyang er 32 ára gamall og gekk í raðir Skyttanna í janúar 2018 er hann var keyptur frá Borussia Dortmund fyrir 56 milljónir punda. Hann skoraði tíu mörk í 13 leikjum á sinni fyrstu leiktíð og fylgdi því eftir með 22 deildarmörkum næstu tvö tímabil þar á eftir þar sem hann deildi gullskó deildarinnar tímabilið 2018 til 2019. Hann var orðaður við brottför frá félaginu í fyrrahaust þar sem samningur hans var við að renna út í sumar. Stjórnarmenn liðsins lögðu mikla áherslu á að halda framherjanum og skrifaði hann undir nýjan þriggja ára samning í september í fyrra, sem rennur út sumarið 2023. Samningurinn veitir honum 350 þúsund pund í vikulaun en Aubameyang átti sitt versta tímabil fyrir félagið á síðustu leiktíð eftir að gengið var frá samningnum. Hann skoraði aðeins tíu mörk í deild og hefur sætt gagnrýni fyrir frammistöðu sína. Á einu ári hefur hann því farið úr því að vera ómissandi lykilmaður í að fara á sölulista. Það minnir óneitanlega á sögu Þjóðverjans Mesut Özil hjá Arsenal. Sá átti sex mánuði eftir af samningi sínum þegar Arsenal gaf honum nýjan samning í janúar 2018 sem tvöfaldaði laun hans í svipaða vikulega upphæð og Aubameyang fær í dag. Özil varð að aukaleikara hjá félaginu eftir það og reyndi Arsenal ítrekað að selja hann. Það gekk illa þar sem sá þýski hafði lítinn áhuga á að sleppa frá sér gríðarháum launapakkanum. Hann fór loks til Fenebahce í Tyrklandi í janúar á þessu ári eftir að hafa verið utan úrvalsdeildarhóps Arsenal í hálft ár að telja peninga. Áhugavert verður að sjá hvort Arsenal gangi betur að losa sig við Aubameyang en Barcelona er sagt hafa áhuga á framherjanum. Hvort skuldum vafið Katalóníuliðið hafi einhver tök á að uppfylla launakröfur hans er svo önnur saga.
Enski boltinn Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Enski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Leik lokið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Sjá meira