Hverjir eru andstæðingar Breiðabliks? Valur Páll Eiríksson skrifar 22. ágúst 2021 12:46 Blikakonur mæta króatísku meisturunum sem skoruðu 136 mörk í deildarkeppninni heima fyrir á síðustu leiktíð. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik dróst í dag gegn Króatíumeisturum Osijek í 2. umferð Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Liðið sem vinnur einvígið fer í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Liðin drógust saman í dag og munu leika tvo leiki um sæti í riðlakeppninni. Sá fyrri fer fram 31. ágúst eða 1. september, og sá síðari 7. eða 8. september. Osijek vann Svartfjallalandsmeistara Breznica Pljevlja 5-0 og svo 1-0 sigur á Anderlecht frá Belgíu í fyrstu umferðinni til að komast í aðra umferðina. Á sama tíma vann Breiðablik 7-0 sigur á KÍ Klaksvík frá Færeyjum og 8-1 sigur á Gintra frá Litáen í gær. En hvaða lið er Osijek? Skoruðu 136 mörk í 20 leikjum Osijek er það sigursælasta í heimalandinu en félagið varð Króatíumeistari samfleytt frá árinu 1994 til 2003 og einnig frá 2007 til 2018. Eftir silfur 2019 og 2020 varð liðið meistari leiktíðina 2020-2021. Titilinn vann Osjiek á markatölu en liðið endaði jafnt Split að stigum. Bæði unnu alla sína leiki, fyrir utan innbyrðis viðureignar sem báðar fóru jafntefli í átta liða deildarkeppninni í Króatíu. Liðin voru jöfn að stigum eftir fyrstu 14 leikina en eftir það tekur við sér keppni milli efstu fjögurra liða deildarinnar. Þar gerðu þau tvisvar jafntefli, líkt og þau höfðu gert fyrr í deildarkeppninni, og luku keppni með 52 stig hvort. Blikakonur þurfa að hafa sérstakar gætur á markavélinni Lorenu Balic.Mynd/sportalo.hr Osijek var hins vegar með betri markatölu, 136-11 eftir 20 leiki, á meðan Split var með 95-12 í markatölu. Liðin tvö eru, og hafa verið, með töluverða yfirburði í króatíska boltanum síðustu ár. Breiðablik mun þurfa að hafa sérstakar gætur á framherjanum Lorenu Balic. Hún hefur verið markahæst hjá liðinu síðustu fjögur tímabil í röð, með 171 mark á þeim fjórum leiktíðum. Hún var markahæst í króatísku deildinni í fyrra með 44 mörk en önnur var liðsfélagi hennar Izabela Lojna með 31 mark. Lojna skoraði sigurmark liðsins gegn Anderlecht í gær. Töpuðu fyrir Stjörnunni 2018 Osijek mætti þáverandi Íslandsmeisturum Stjörnunnar í forkeppni Meistaradeildarinnar árið 2018 en Katrín Ásbjörnsdóttir tryggði Stjörnunni þar 1-0 sigur á þeim króatísku ytra. Forkeppnin var þá í formi riðils en Stjarnan vann þann riðil með fullt hús stiga. Katrín Ásbjörnsdóttir tryggði Stjörnunni sigur á Osijek árið 2018.vísir/eyþór Stjörnukonur unnu þá rússneska liðið Rossiyanka í 32-liða úrslitum áður en þær féllu úr keppni fyrir Slavia Prag í 16-liða úrslitum keppninnar. Osijek hefur tvisvar komist upp úr þeim forkeppnisriðli og í aðalkeppni Meistaradeildarinnar í fyrra fyrirkomulagi. Tímabilið 2011-12 tapaði liðið samanlagt 11-0 fyrir Gautaborg í 32-liða úrslitunum en 2014-15 tapaði það 7-2 fyrir Zurich frá Sviss. Meistaradeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona Sjá meira
Liðin drógust saman í dag og munu leika tvo leiki um sæti í riðlakeppninni. Sá fyrri fer fram 31. ágúst eða 1. september, og sá síðari 7. eða 8. september. Osijek vann Svartfjallalandsmeistara Breznica Pljevlja 5-0 og svo 1-0 sigur á Anderlecht frá Belgíu í fyrstu umferðinni til að komast í aðra umferðina. Á sama tíma vann Breiðablik 7-0 sigur á KÍ Klaksvík frá Færeyjum og 8-1 sigur á Gintra frá Litáen í gær. En hvaða lið er Osijek? Skoruðu 136 mörk í 20 leikjum Osijek er það sigursælasta í heimalandinu en félagið varð Króatíumeistari samfleytt frá árinu 1994 til 2003 og einnig frá 2007 til 2018. Eftir silfur 2019 og 2020 varð liðið meistari leiktíðina 2020-2021. Titilinn vann Osjiek á markatölu en liðið endaði jafnt Split að stigum. Bæði unnu alla sína leiki, fyrir utan innbyrðis viðureignar sem báðar fóru jafntefli í átta liða deildarkeppninni í Króatíu. Liðin voru jöfn að stigum eftir fyrstu 14 leikina en eftir það tekur við sér keppni milli efstu fjögurra liða deildarinnar. Þar gerðu þau tvisvar jafntefli, líkt og þau höfðu gert fyrr í deildarkeppninni, og luku keppni með 52 stig hvort. Blikakonur þurfa að hafa sérstakar gætur á markavélinni Lorenu Balic.Mynd/sportalo.hr Osijek var hins vegar með betri markatölu, 136-11 eftir 20 leiki, á meðan Split var með 95-12 í markatölu. Liðin tvö eru, og hafa verið, með töluverða yfirburði í króatíska boltanum síðustu ár. Breiðablik mun þurfa að hafa sérstakar gætur á framherjanum Lorenu Balic. Hún hefur verið markahæst hjá liðinu síðustu fjögur tímabil í röð, með 171 mark á þeim fjórum leiktíðum. Hún var markahæst í króatísku deildinni í fyrra með 44 mörk en önnur var liðsfélagi hennar Izabela Lojna með 31 mark. Lojna skoraði sigurmark liðsins gegn Anderlecht í gær. Töpuðu fyrir Stjörnunni 2018 Osijek mætti þáverandi Íslandsmeisturum Stjörnunnar í forkeppni Meistaradeildarinnar árið 2018 en Katrín Ásbjörnsdóttir tryggði Stjörnunni þar 1-0 sigur á þeim króatísku ytra. Forkeppnin var þá í formi riðils en Stjarnan vann þann riðil með fullt hús stiga. Katrín Ásbjörnsdóttir tryggði Stjörnunni sigur á Osijek árið 2018.vísir/eyþór Stjörnukonur unnu þá rússneska liðið Rossiyanka í 32-liða úrslitum áður en þær féllu úr keppni fyrir Slavia Prag í 16-liða úrslitum keppninnar. Osijek hefur tvisvar komist upp úr þeim forkeppnisriðli og í aðalkeppni Meistaradeildarinnar í fyrra fyrirkomulagi. Tímabilið 2011-12 tapaði liðið samanlagt 11-0 fyrir Gautaborg í 32-liða úrslitunum en 2014-15 tapaði það 7-2 fyrir Zurich frá Sviss.
Meistaradeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona Sjá meira