Breiðablik valtaði yfir litáísku meistarana og fer áfram í Meistaradeildinni Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2021 16:50 Blikakonur skoruðu fimm skallamörk í risasigri sínum í dag. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik vann 8-1 sigur á Litáensmeisturum Gintra á Siauliai-vellinum í Litáen í dag. Liðið er þar með komið áfram í 2. umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og er skrefi nær riðlakeppninni. Breiðablik hafði unnið 7-0 sigur á Færeyjarmeisturum KÍ frá Klaksvík á miðvikudag til að tryggja sæti sitt í úrslitum við Gintra, sem vann 2-0 sigur á Flora frá Eistlandi. Ljóst var fyrir leik dagsins að sigurvegarinn myndi komast áfram í 2. umferð forkeppninnar. Sigur í 2. umferð þýðir svo sæti í riðlakeppninni. Það tók Breiðablik aðeins tíu mínútur að komast yfir í dag en þar var að verki Tiffany McCarty sem skallaði inn fyrirgjöf Karitasar Tómasdóttur af stuttu færi. Blikakonur voru með yfirburði úti á velli en tókst ekki að færa sér þá í nyt fyrr seint í hálfleiknum. Agla María Albertsdóttir skallaði þá inn fallega fyrirgjöf Áslaugar Mundu Gunnlaugsdóttur. Strax í næstu sókn var Áslaug aftur á ferðinni þar sem hún negldi boltann upp í þaknetið, óverjandi fyrir markvörð Gintra, til að veita Blikakonum 3-0 forystu í hléi. Agla María Albertsdóttir skoraði þrennu í dag.Vísir/Elín Björg McCarty skoraði sitt annað mark og fjórða mark Blika snemma í síðari hálfleik, á 49. mínútu, eftir að hafa sloppið í gegnum vörn þeirra litáísku. Blikavörnin klikkaði hins vegar skömmu síðar þar sem Madison Gibson tókst að laga stöðuna með marki fyrir Gintra strax á 50. mínútu. Lið Gintra komst hins vegar ekki lengra en það. Fimm mínútum eftir mark Gibson skoraði Heiðdís Lillýardóttir þriðja skallamark Breiðablik eftir hornspyrnu Öglu Maríu. Agla María skoraði sitt annað mark, aftur eftir stoðsendingu Áslaugar Mundu, á 64. mínútu. Aftur var það með hausnum og skallamörkin orðin fjögur. Áslaug lagði upp þriðja markið fyrir Öglu Maríu sem fullkomnaði þrennu sína sjö mínútum síðar. Staðan orðin 7-1. Á 76. mínútu skoraði Hildur Antonsdóttir fimmta skallamark Breiðabliks þar sem hún var ein og yfirgefin eftir aukaspyrnu Öglu Maríu utan af velli. Leikurinn róaðist eilítið eftir það, enda sigur Breiðabliks vís. Blikakonur unnu 8-1 sigur og eru því komnar áfram í 2. umferð forkeppninnar. Á morgun kemur í ljós hverjir andstæðingar Blikakvenna verða er dregið verður um viðureignir í umferðinni. Meistaradeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona Sjá meira
Breiðablik hafði unnið 7-0 sigur á Færeyjarmeisturum KÍ frá Klaksvík á miðvikudag til að tryggja sæti sitt í úrslitum við Gintra, sem vann 2-0 sigur á Flora frá Eistlandi. Ljóst var fyrir leik dagsins að sigurvegarinn myndi komast áfram í 2. umferð forkeppninnar. Sigur í 2. umferð þýðir svo sæti í riðlakeppninni. Það tók Breiðablik aðeins tíu mínútur að komast yfir í dag en þar var að verki Tiffany McCarty sem skallaði inn fyrirgjöf Karitasar Tómasdóttur af stuttu færi. Blikakonur voru með yfirburði úti á velli en tókst ekki að færa sér þá í nyt fyrr seint í hálfleiknum. Agla María Albertsdóttir skallaði þá inn fallega fyrirgjöf Áslaugar Mundu Gunnlaugsdóttur. Strax í næstu sókn var Áslaug aftur á ferðinni þar sem hún negldi boltann upp í þaknetið, óverjandi fyrir markvörð Gintra, til að veita Blikakonum 3-0 forystu í hléi. Agla María Albertsdóttir skoraði þrennu í dag.Vísir/Elín Björg McCarty skoraði sitt annað mark og fjórða mark Blika snemma í síðari hálfleik, á 49. mínútu, eftir að hafa sloppið í gegnum vörn þeirra litáísku. Blikavörnin klikkaði hins vegar skömmu síðar þar sem Madison Gibson tókst að laga stöðuna með marki fyrir Gintra strax á 50. mínútu. Lið Gintra komst hins vegar ekki lengra en það. Fimm mínútum eftir mark Gibson skoraði Heiðdís Lillýardóttir þriðja skallamark Breiðablik eftir hornspyrnu Öglu Maríu. Agla María skoraði sitt annað mark, aftur eftir stoðsendingu Áslaugar Mundu, á 64. mínútu. Aftur var það með hausnum og skallamörkin orðin fjögur. Áslaug lagði upp þriðja markið fyrir Öglu Maríu sem fullkomnaði þrennu sína sjö mínútum síðar. Staðan orðin 7-1. Á 76. mínútu skoraði Hildur Antonsdóttir fimmta skallamark Breiðabliks þar sem hún var ein og yfirgefin eftir aukaspyrnu Öglu Maríu utan af velli. Leikurinn róaðist eilítið eftir það, enda sigur Breiðabliks vís. Blikakonur unnu 8-1 sigur og eru því komnar áfram í 2. umferð forkeppninnar. Á morgun kemur í ljós hverjir andstæðingar Blikakvenna verða er dregið verður um viðureignir í umferðinni.
Meistaradeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona Sjá meira