Blómstrandi atvinnulíf á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. ágúst 2021 13:13 Valdimar Hafsteinsson, formaður Atorku, sem er Félag atvinnurekanda á Suðurlandi. Hann er jafnframt forstjóri Kjörís í Hveragerði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Atvinnuástand á Suðurlandi hefur sjaldan eða aldrei verið eins gott og um þessar mundir. Víða vantar þó fólk til starfa eins og í ferðaþjónustu og við byggingaframkvæmdir. Það er ótrúlega mikið um að vera á Suðurlandi þegar atvinnumál eru annars vegar því alls staðar er verið að framkvæma einhver verk og mikið er að gera í ferðaþjónustunni. Byggingaframkvæmdir eru í sögulegu hámarki eins og í Sveitarfélaginu Árborg, í Hveragerði, Ölfusi og víða í Rangárvallasýslu svo einhverjir staðir séu nefndir. Valdimar Hafsteinsson, forstjóri Kjörís í Hveragerði er formaður Atorku, sem er Félag atvinnurekanda á Suðurlandi. Hann er mjög ánægður að sjá hvernig atvinnulífið blómstrar en það er þó einn hængur á, það vantar starfsfólk víða. „Já, við höfum orðið vör við það og kannski sérstaklega í ferðamennskunni, það hefur borið á því að þeir kvarta yfir því að það vanti fólk í vinnu og kannski ekki allir að skila sér, sem þeir vilja af atvinnuleysisskránni, það er kannski helst þar sem skóinn kreppir,“ segir Valdimar. Atorka var með súpufund í vikunni með Sigurði Inga Jóhannssyni, ráðherra þar sem farið var það helsta, sem er að gerast í atvinnumálum á Suðurlandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hverju þakkar þú það að atvinnulífið gengur svona vel? „Íslendingar hafa það nokkuð gott og kaupmáttur er ágætur og fólk er að eyða sínum peningum heima núna, Íslendingarnir og svo eru við að fá þetta aukalega, sem þarf stundum en það eru ferðamenn. Þeir hafa verið að koma í sumar og fram á haustið og vonandi náum við að halda því á skynsamlegum nótum áfram.“ Valdimar segir mikinn kraft í byggingaframkvæmdum og vegagerð víða á Suðurlandi, sem skapi fjölmörg störf. Þá sé meira og minna alls staðar verið að byggja íbúðarhúsnæði. En af hverju er Suðurland svona vinsælt, sem bússetukostur? „Byggðin er blómleg og fólkið gott og ég held að það spili örlítið inn í að húsnæðisverð er lægra hérna en á höfuðborgarsvæðinu, örlítið enn þá, þó að bilið minnki með tímanum." Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Árborg Hveragerði Ölfus Rangárþing ytra Rangárþing eystra Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Það er ótrúlega mikið um að vera á Suðurlandi þegar atvinnumál eru annars vegar því alls staðar er verið að framkvæma einhver verk og mikið er að gera í ferðaþjónustunni. Byggingaframkvæmdir eru í sögulegu hámarki eins og í Sveitarfélaginu Árborg, í Hveragerði, Ölfusi og víða í Rangárvallasýslu svo einhverjir staðir séu nefndir. Valdimar Hafsteinsson, forstjóri Kjörís í Hveragerði er formaður Atorku, sem er Félag atvinnurekanda á Suðurlandi. Hann er mjög ánægður að sjá hvernig atvinnulífið blómstrar en það er þó einn hængur á, það vantar starfsfólk víða. „Já, við höfum orðið vör við það og kannski sérstaklega í ferðamennskunni, það hefur borið á því að þeir kvarta yfir því að það vanti fólk í vinnu og kannski ekki allir að skila sér, sem þeir vilja af atvinnuleysisskránni, það er kannski helst þar sem skóinn kreppir,“ segir Valdimar. Atorka var með súpufund í vikunni með Sigurði Inga Jóhannssyni, ráðherra þar sem farið var það helsta, sem er að gerast í atvinnumálum á Suðurlandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hverju þakkar þú það að atvinnulífið gengur svona vel? „Íslendingar hafa það nokkuð gott og kaupmáttur er ágætur og fólk er að eyða sínum peningum heima núna, Íslendingarnir og svo eru við að fá þetta aukalega, sem þarf stundum en það eru ferðamenn. Þeir hafa verið að koma í sumar og fram á haustið og vonandi náum við að halda því á skynsamlegum nótum áfram.“ Valdimar segir mikinn kraft í byggingaframkvæmdum og vegagerð víða á Suðurlandi, sem skapi fjölmörg störf. Þá sé meira og minna alls staðar verið að byggja íbúðarhúsnæði. En af hverju er Suðurland svona vinsælt, sem bússetukostur? „Byggðin er blómleg og fólkið gott og ég held að það spili örlítið inn í að húsnæðisverð er lægra hérna en á höfuðborgarsvæðinu, örlítið enn þá, þó að bilið minnki með tímanum."
Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Árborg Hveragerði Ölfus Rangárþing ytra Rangárþing eystra Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum