Hjálpar fólki að flýja Afganistan: „Ég veit ekkert hvort ég næ fólki út“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2021 20:40 Árni hefur unnið hörðum höndum að því að flytja nemendur sína frá Afganistan. Vísir Mikið öngþveiti hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl undanfarna daga þar sem Talibanar standa vörð til að koma í veg fyrir að Afgönum takist að smygla sér inn á flugvöllinn. Íslendingur sem starfar í Kabúl vinnur nú að því að hjálpa Afgönum að flýja landið. Undanfarna daga hafa Afganar safnast saman fyrir utan flugvöllinn í Kabúl í von um að komast inn fyrir girðingarnar og um borð í flugvél til að flýja landið. Talibanar hafa staðið vörð við hliðin og jafnvel skotið á fólk í látunum. Árni Arnþórsson, aðstoðarrektor alþjóðaháskólans í Kabúl, hefur unnið hörðum höndum að því að koma nemendum sínum út úr landinu, sem hefur reynst erfitt verk. „Ég veit ekkert hvort ég næ fólki út, eða við, okkar teymi. Við erum með svakalega stórt teymi í gangi,“ segir Árni í samtali við fréttastofu. Hluti hópsins sér um að reyna að finna sæti fyrir nemendur skólans um borð í vélum sem eru á leið þangað, en Árni er sjálfur í því að hringja í nemendur skólans og koma þeim um borð í vélarnar. „Mitt teymi, við erum að sjá um að gera lista af krökkunum og starfsfólkinu líka, setja það af stað, hringja í fólkið, athuga hvar þau eru, hvað þau geta gert, hvort þau komist eitthvað,“ segir Árni. Þegar fólkið er svo komið annað þurfi að fá samþykki stjórnvalda í viðkomandi ríki. „Það þarf að tala við ríkisstjórnir landa til að fá samþykki að hleypa inn fólki sem er kannski ekki með vegabréf og sannarlega ekki með landvistarleyfi,“ segir hann. Aðeins sjönemendum Árna hefur tekist að flýja Afganistan en hann hefur það markmið að koma þúsund nemendum sínum, sem allir eru Afganar, úr landinu. Hann hvetur stjórnvöld hér á landi til að grípa til aðgerða. „Íslensku stjórnvöldin þurfa bara að vera sjálfstæð í sínum skoðunum og gera það sem þeim finnst vera rétt,“ segir Árni. „Við þurfum að hjálpa þessu fólki og setja þrýsting á pólitíkusana að hugsa um meira en atkvæðin sín og gera rétt.“ Afganistan Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Talibanar sagðir hafa myrt og pyntað þjóðernisminnihluta Vígamenn talibana frömdu fjöldamorð og pyntuðu fólk af þjóð hazara í Afganistan í síðasta mánuði, að sögn mannréttindasamtakanna Amnesty International. Vitni segja að þrír menn hafi verið pyntaðir til bana. 20. ágúst 2021 10:44 Þúsundir freista þess að flýja Talibana Bandaríkjamenn reyna hvað þeir geta til að hraða flutningi á löndum sínum og flóttamönnum frá Afganistan áður en allt bandarískt herlið á að vera að fullu farið frá landinu hinn 31. ágúst. 20. ágúst 2021 10:19 Afganskur fótboltamaður lést eftir fall úr flugvél Bandaríkjahers Afganski unglinglandsliðsmaðurinn Zaki Anwari lést á mánudaginn eftir að hafa fall úr flugvél sem var á leiðinni í burtu frá Kabul flugvellinum í Afganistan. 20. ágúst 2021 07:30 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Sjá meira
Undanfarna daga hafa Afganar safnast saman fyrir utan flugvöllinn í Kabúl í von um að komast inn fyrir girðingarnar og um borð í flugvél til að flýja landið. Talibanar hafa staðið vörð við hliðin og jafnvel skotið á fólk í látunum. Árni Arnþórsson, aðstoðarrektor alþjóðaháskólans í Kabúl, hefur unnið hörðum höndum að því að koma nemendum sínum út úr landinu, sem hefur reynst erfitt verk. „Ég veit ekkert hvort ég næ fólki út, eða við, okkar teymi. Við erum með svakalega stórt teymi í gangi,“ segir Árni í samtali við fréttastofu. Hluti hópsins sér um að reyna að finna sæti fyrir nemendur skólans um borð í vélum sem eru á leið þangað, en Árni er sjálfur í því að hringja í nemendur skólans og koma þeim um borð í vélarnar. „Mitt teymi, við erum að sjá um að gera lista af krökkunum og starfsfólkinu líka, setja það af stað, hringja í fólkið, athuga hvar þau eru, hvað þau geta gert, hvort þau komist eitthvað,“ segir Árni. Þegar fólkið er svo komið annað þurfi að fá samþykki stjórnvalda í viðkomandi ríki. „Það þarf að tala við ríkisstjórnir landa til að fá samþykki að hleypa inn fólki sem er kannski ekki með vegabréf og sannarlega ekki með landvistarleyfi,“ segir hann. Aðeins sjönemendum Árna hefur tekist að flýja Afganistan en hann hefur það markmið að koma þúsund nemendum sínum, sem allir eru Afganar, úr landinu. Hann hvetur stjórnvöld hér á landi til að grípa til aðgerða. „Íslensku stjórnvöldin þurfa bara að vera sjálfstæð í sínum skoðunum og gera það sem þeim finnst vera rétt,“ segir Árni. „Við þurfum að hjálpa þessu fólki og setja þrýsting á pólitíkusana að hugsa um meira en atkvæðin sín og gera rétt.“
Afganistan Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Talibanar sagðir hafa myrt og pyntað þjóðernisminnihluta Vígamenn talibana frömdu fjöldamorð og pyntuðu fólk af þjóð hazara í Afganistan í síðasta mánuði, að sögn mannréttindasamtakanna Amnesty International. Vitni segja að þrír menn hafi verið pyntaðir til bana. 20. ágúst 2021 10:44 Þúsundir freista þess að flýja Talibana Bandaríkjamenn reyna hvað þeir geta til að hraða flutningi á löndum sínum og flóttamönnum frá Afganistan áður en allt bandarískt herlið á að vera að fullu farið frá landinu hinn 31. ágúst. 20. ágúst 2021 10:19 Afganskur fótboltamaður lést eftir fall úr flugvél Bandaríkjahers Afganski unglinglandsliðsmaðurinn Zaki Anwari lést á mánudaginn eftir að hafa fall úr flugvél sem var á leiðinni í burtu frá Kabul flugvellinum í Afganistan. 20. ágúst 2021 07:30 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Sjá meira
Talibanar sagðir hafa myrt og pyntað þjóðernisminnihluta Vígamenn talibana frömdu fjöldamorð og pyntuðu fólk af þjóð hazara í Afganistan í síðasta mánuði, að sögn mannréttindasamtakanna Amnesty International. Vitni segja að þrír menn hafi verið pyntaðir til bana. 20. ágúst 2021 10:44
Þúsundir freista þess að flýja Talibana Bandaríkjamenn reyna hvað þeir geta til að hraða flutningi á löndum sínum og flóttamönnum frá Afganistan áður en allt bandarískt herlið á að vera að fullu farið frá landinu hinn 31. ágúst. 20. ágúst 2021 10:19
Afganskur fótboltamaður lést eftir fall úr flugvél Bandaríkjahers Afganski unglinglandsliðsmaðurinn Zaki Anwari lést á mánudaginn eftir að hafa fall úr flugvél sem var á leiðinni í burtu frá Kabul flugvellinum í Afganistan. 20. ágúst 2021 07:30
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda