Fyrrum leikmaður Man. United sakaður um að hafa komið á fót glæpasamtökum Valur Páll Eiríksson skrifar 20. ágúst 2021 23:01 Anderson er í vandræðum. Etsuo Hara/Getty Images Brasilíumaðurinn Anderson, fyrrum leikmaður Manchester United, er undir rannsókn brasilískra yfirvalda vegna ráns, peningaþvotts og myndun glæpasamtaka. Lögmaður hans þvertekur fyrir ásakanirnar. Anderson er auk annarra undir rannsókn vegna málsins og var málið fór fyrir rétt í Rio Grande do Sul í Brasilíu á fimmtudag. Í viðtali við Globo Esporte segir lögmaður hans, Julio Cesar Coitinho Junior, að Anderson sé fórnarlamb árásar á fyrirtæki sitt. „Við höfum ekki verið lögsóttir og það er erfitt að tjá sig um málið sem stendur. Það stendur yfir rannsókn, og Anderson er meðvitaður um það. En Anderson mun sanna að hann var fórnarlamb, en ekki þátttakandi. Það er hans staða,“ segir lögmaðurinn. Atenção. @mp_rs denuncia o ex-jogador do @SCInternacional , @Gremio e com passagem pela seleção brasileira de futebol Anderson Luís de Abreu Oliveira, o Andershow, por crimes como furto qualificado, organização criminosa e lavagem de bens, direitos ou valores. @gzhdigital— Eduardo Matos (@_eduardomatos) August 20, 2021 ESPN Brasil greinir frá því að hópur, sem Anderson er sagður vera hluti af, hafi brotist inn í bankakerfi Santander-bankans og stolið um 35 milljónum brasilískra reala, jafnvirði 5,5 milljóna punda eða rúmlega 960 milljóna króna, af málmvinnslufyrirtækinu Gerdau. Þeir peningar hafi verið færðir í ellefu millifærslum á fyrirtæki sem staðsett eru í fjórum mismunandi fylkjum í Brasilíu og notaðir til að kaupa rafrænar myntir. Anderson er eigandi fyrirtækis sem sér um kaup og sölur á rafrænni mynt en húsleit var framkvæmd á heimili hans á eftir að rannsókn á málinu hófst í fyrra. Hann er sakaður um að vera forsprakki hópsins sem sakaður er um glæpina. Brasilísk yfirvöld hafa fryst eignir Andersons og lagt fram skipun um handtöku hans. Hann er staddur í Tyrklandi þar sem hann lék með Adana Demirspor á síðustu leiktíð áður en hann lagði skóna á hilluna í vor. Samkvæmt frétt ESPN getur hann ekki yfirgefið Tyrkland öðruvísi en að vera handtekinn. Anderson, sem er 33 ára gamall í dag, var á sínum tíma talinn vera á meðal efnilegustu fótboltamanna heims. Hann var valinn leikmaður mótsins á HM U17 árið 2005 er Brasilía lenti í öðru sæti og fór ári síðar frá heimalandinu til Porto í Portúgal. Hann var hluti af A-landsliði Brasilíu sem vann Suður-Ameríkukeppnina árið 2007, þá 19 ára gamall, og var keyptur til Manchester United á 30 milljónir evra það sumar. Meiðsli plöguðu hann á átta árum hans í Manchester og hann náði aldrei að verða sá leikmaður sem búist var við. Þó vann hann fjóra Englandsmeistaratitla og Meistaradeildina hjá Manchester United en átti lítinn hluta í þeim titlum. Hann spilaði aldrei meira en 18 deildarleiki á tímabili, að undanskildu fyrstu leiktíð sinni hjá United. Hann spilaði alls átta landsleiki fyrir Brasilíu, þann síðasta árið 2008, þegar hann var tvítugur. Enski boltinn Brasilía Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Sjá meira
Anderson er auk annarra undir rannsókn vegna málsins og var málið fór fyrir rétt í Rio Grande do Sul í Brasilíu á fimmtudag. Í viðtali við Globo Esporte segir lögmaður hans, Julio Cesar Coitinho Junior, að Anderson sé fórnarlamb árásar á fyrirtæki sitt. „Við höfum ekki verið lögsóttir og það er erfitt að tjá sig um málið sem stendur. Það stendur yfir rannsókn, og Anderson er meðvitaður um það. En Anderson mun sanna að hann var fórnarlamb, en ekki þátttakandi. Það er hans staða,“ segir lögmaðurinn. Atenção. @mp_rs denuncia o ex-jogador do @SCInternacional , @Gremio e com passagem pela seleção brasileira de futebol Anderson Luís de Abreu Oliveira, o Andershow, por crimes como furto qualificado, organização criminosa e lavagem de bens, direitos ou valores. @gzhdigital— Eduardo Matos (@_eduardomatos) August 20, 2021 ESPN Brasil greinir frá því að hópur, sem Anderson er sagður vera hluti af, hafi brotist inn í bankakerfi Santander-bankans og stolið um 35 milljónum brasilískra reala, jafnvirði 5,5 milljóna punda eða rúmlega 960 milljóna króna, af málmvinnslufyrirtækinu Gerdau. Þeir peningar hafi verið færðir í ellefu millifærslum á fyrirtæki sem staðsett eru í fjórum mismunandi fylkjum í Brasilíu og notaðir til að kaupa rafrænar myntir. Anderson er eigandi fyrirtækis sem sér um kaup og sölur á rafrænni mynt en húsleit var framkvæmd á heimili hans á eftir að rannsókn á málinu hófst í fyrra. Hann er sakaður um að vera forsprakki hópsins sem sakaður er um glæpina. Brasilísk yfirvöld hafa fryst eignir Andersons og lagt fram skipun um handtöku hans. Hann er staddur í Tyrklandi þar sem hann lék með Adana Demirspor á síðustu leiktíð áður en hann lagði skóna á hilluna í vor. Samkvæmt frétt ESPN getur hann ekki yfirgefið Tyrkland öðruvísi en að vera handtekinn. Anderson, sem er 33 ára gamall í dag, var á sínum tíma talinn vera á meðal efnilegustu fótboltamanna heims. Hann var valinn leikmaður mótsins á HM U17 árið 2005 er Brasilía lenti í öðru sæti og fór ári síðar frá heimalandinu til Porto í Portúgal. Hann var hluti af A-landsliði Brasilíu sem vann Suður-Ameríkukeppnina árið 2007, þá 19 ára gamall, og var keyptur til Manchester United á 30 milljónir evra það sumar. Meiðsli plöguðu hann á átta árum hans í Manchester og hann náði aldrei að verða sá leikmaður sem búist var við. Þó vann hann fjóra Englandsmeistaratitla og Meistaradeildina hjá Manchester United en átti lítinn hluta í þeim titlum. Hann spilaði aldrei meira en 18 deildarleiki á tímabili, að undanskildu fyrstu leiktíð sinni hjá United. Hann spilaði alls átta landsleiki fyrir Brasilíu, þann síðasta árið 2008, þegar hann var tvítugur.
Enski boltinn Brasilía Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Sjá meira