Fjöldi fasteignapappíra inniheldur enn rasísk ákvæði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. ágúst 2021 07:04 Samtökin Mapping Prejudice smíðuðu leitarvél sem fór í gegnum 10 milljón síður af gögnum frá einni sýslu í Minnesota og fann 30 þúsund „athugunarverð“ skjöl. Yfirvöld og samtök víðsvegar í Bandaríkjunum vinna nú að því að auðvelda einstaklingum að fá rasískar klásúlur í fasteignapappírum numdar brott. Í fjölda afsala og öðrum gögnum er enn að finna orðalag þar sem kveðið er á um að viðkomandi fasteign megi ekki falla í hendur einstaklinga sem tilheyra ákveðnum minnihlutahópum. Er þá oftast vísað til svartra en einnig til gyðinga og einstaklinga af rómönskum uppruna. Þegar Kyona og Kenneth Zak ákváðu að taka heimili sitt í gegn á aldarafmæli hússins létu þau ekki nægja að láta mála það í upprunalegum litum og skipta um gler, heldur létu þau einnig strika út svohljóðandi ákvæði í afsalinu sem fylgdi húsinu: „Að enginn hluti fasteignarinnar skuli nokkurn tímann flutt yfir á eða falla í hendur einstaklinga annarra en af hvíta kynstofninum.“ Þess ber að geta að Kyona er svört og á helming fasteignarinnar. Ólögmæt í 50 ár Ákvæði af þessu tagi voru algeng á árum áður og gjarnan beitt til að takmarka úbreiðslu svartra inn í ákveðin hverfi. Þá þekktist að menn fóru húsa á milli til að hvetja nágranna sína til að bæta takmarkandi ákvæðum við fasteignapappíra. Árið 1927 börðust landssamtök fasteignasala meira að segja fyrir takmörkunum og gáfu út staðlaða útgáfu, sem kvað á um að umrædd fasteign mætti ekki falla í hendurnar á svörtum. Það var ekki fyrr en árið 1948 að Hæstiréttur Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu að óheimilt væri að framfylgja ákvæðum af þessu tagi og ekki fyrr en í kringum 1970 að þau voru úrskurðaðir ólögmætir. Hingað til hefur það hins vegar kostað bæði tíma og peninga að fá klásúlurnar felldar niður og sums staðar er reyndar aðeins mögulegt að fá þær yfirstrikaðar. Nú horfir til betri vegar og víða hafa yfirvöld þegar einfaldað ferlið. Kevin McCarty, þingmaður fyrir Sacramento, segir aðgerðir yfirvalda ekki munu brúa þá miklu gjá sem hefur myndast milli svartra og hvítra á fasteignamarkaði. Þær væru hins vegar algjörlega tímabærar. „Fyrir mér er þetta eins og að láta skiltið fyrir ofan drykkjarbrunninn óhreyft, þar sem stendur Aðeins fyrir hvíta.“ New York Times fjallar ítarlega um málið. Bandaríkin Kynþáttafordómar Black Lives Matter Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Sjá meira
Í fjölda afsala og öðrum gögnum er enn að finna orðalag þar sem kveðið er á um að viðkomandi fasteign megi ekki falla í hendur einstaklinga sem tilheyra ákveðnum minnihlutahópum. Er þá oftast vísað til svartra en einnig til gyðinga og einstaklinga af rómönskum uppruna. Þegar Kyona og Kenneth Zak ákváðu að taka heimili sitt í gegn á aldarafmæli hússins létu þau ekki nægja að láta mála það í upprunalegum litum og skipta um gler, heldur létu þau einnig strika út svohljóðandi ákvæði í afsalinu sem fylgdi húsinu: „Að enginn hluti fasteignarinnar skuli nokkurn tímann flutt yfir á eða falla í hendur einstaklinga annarra en af hvíta kynstofninum.“ Þess ber að geta að Kyona er svört og á helming fasteignarinnar. Ólögmæt í 50 ár Ákvæði af þessu tagi voru algeng á árum áður og gjarnan beitt til að takmarka úbreiðslu svartra inn í ákveðin hverfi. Þá þekktist að menn fóru húsa á milli til að hvetja nágranna sína til að bæta takmarkandi ákvæðum við fasteignapappíra. Árið 1927 börðust landssamtök fasteignasala meira að segja fyrir takmörkunum og gáfu út staðlaða útgáfu, sem kvað á um að umrædd fasteign mætti ekki falla í hendurnar á svörtum. Það var ekki fyrr en árið 1948 að Hæstiréttur Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu að óheimilt væri að framfylgja ákvæðum af þessu tagi og ekki fyrr en í kringum 1970 að þau voru úrskurðaðir ólögmætir. Hingað til hefur það hins vegar kostað bæði tíma og peninga að fá klásúlurnar felldar niður og sums staðar er reyndar aðeins mögulegt að fá þær yfirstrikaðar. Nú horfir til betri vegar og víða hafa yfirvöld þegar einfaldað ferlið. Kevin McCarty, þingmaður fyrir Sacramento, segir aðgerðir yfirvalda ekki munu brúa þá miklu gjá sem hefur myndast milli svartra og hvítra á fasteignamarkaði. Þær væru hins vegar algjörlega tímabærar. „Fyrir mér er þetta eins og að láta skiltið fyrir ofan drykkjarbrunninn óhreyft, þar sem stendur Aðeins fyrir hvíta.“ New York Times fjallar ítarlega um málið.
Bandaríkin Kynþáttafordómar Black Lives Matter Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Sjá meira