Vonsvikinn og leitar svara um móttöku afgansks flóttafólks Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. ágúst 2021 18:31 Sayed Khanoghli hefur búið hér á landi í tæp þrjú ár en fjölskylda hans er nú stödd í Afganistan. Vísir/Egill Afgani sem er búsettur hér á landi tekur lítið mark á yfirlýsingum Talibana um betrun. Hann kallar eftir að íslensk stjórnvöld marki skýra stefnu í móttöku flóttafólks og segist alls staðar hafa komið að lokuðum dyrum hjá íslenskum stjórnvöldum. Sayed Khanoghli hefur búið hér á Íslandi í tæp þrjú ár. Heimaborg hans féll fyrir Talibönum fyrir þremur dögum síðan og hefur hann ekki talað við fjölskyldu sína nema einu sinni síðan þá þar sem internetsambandið var tekið af í borginni. „Núna hef ég sagt fjölskyldunni að bíða átekta. Í þrjá daga hefur hún lokað sig inni. Dyrnar eru læstar, þau fara ekki út allir eru inni í húsinu,“ segir Sayed. Talibanar hafa lofað öllu fögru og meðal annars sagt að mannréttindi kvenna og stúlkna verði ekki fótum troðin eins og á stjórnartíð þeirra á tíunda áratugnum. „Í öllum borgum þar sem þeir hafa náð völdum hafa þeir sagt fólki að setja flagg á hús sín til merkis um að þar væri stúlka hæf til giftingar svo þeir geti gift þær stríðsmönnum sínum,“ segir Sayed. „Ef fáninn væri ekki settur upp sögðust þeir koma, drepa manninn, nauðga konunum og taka eigur þeirra úr húsinu.“ Hann segist hafa reynt að ná sambandi við íslensk stjórnvöld til að ræða stöðuna en ekki hafa fengið nein svör. „Ég hef reynt að ná sambandi við utanríkisráðuneytið og félagsmálaráðuneytið, ég hef reynt að ná í Áslaugu Örnu, Katrínu Jakobsdóttur, Ásmund Einar. Enginn svarar mér,“ segir Sayed. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann bíði tillögu flóttamannanefndar um móttöku afganskra flóttamanna. Hann vilji taka á móti afgönum hér á landi. „Ég hefði ekki beðið flóttamannanefnd um að koma saman nema vegna þess að við viljum skoða hvað er hægt að gera, og með hvaða hætti. Við værum ekki að kalla nefndina saman að tilgangslausu,“ sagði Ásmundur Einar í dag. Ertu vonsvikinn? „Auðvitað er ég það. Íslenskir stjórnmálamenn valda mér svo miklum vonbrigðum því við búum í öruggasta landi í heimi en fólkið þarna þarf að þjást svona mikið. Við getum að minnsta kosti bjargað sumum þeirra. Því ekki?“ spyr Sayed. Hægt er að horfa á viðtalið við Sayed í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Afganistan Hernaður Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Mannfall í mótmælum gegn talibönum Að minnsta kosti þrír eru sagðir látnir eftir að liðsmenn talibana börðu niður mótmæli í borginni Jalalabad í austanverðu Afganistan í dag. Á annan tug manns hafi særst þegar talibanar skutu á mótmælendur. 18. ágúst 2021 14:18 Telur að talibanir þurfi að fá tækifæri til að sanna sig Yfirmaður breska hersins telur að talibanar þurfi að fá tækifæri til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Afganistan og að hugsanlega verði þeir hófsamari en þeir voru þegar þeir réðu landinu á 10. áratug síðustu aldar. 18. ágúst 2021 10:42 Kanna hvernig taka megi á móti afgönsku flóttafólki Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist bíða eftir tillögum flóttamannanefndar um hvernig megi taka við afgönsku flóttafólki. 18. ágúst 2021 07:35 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Sayed Khanoghli hefur búið hér á Íslandi í tæp þrjú ár. Heimaborg hans féll fyrir Talibönum fyrir þremur dögum síðan og hefur hann ekki talað við fjölskyldu sína nema einu sinni síðan þá þar sem internetsambandið var tekið af í borginni. „Núna hef ég sagt fjölskyldunni að bíða átekta. Í þrjá daga hefur hún lokað sig inni. Dyrnar eru læstar, þau fara ekki út allir eru inni í húsinu,“ segir Sayed. Talibanar hafa lofað öllu fögru og meðal annars sagt að mannréttindi kvenna og stúlkna verði ekki fótum troðin eins og á stjórnartíð þeirra á tíunda áratugnum. „Í öllum borgum þar sem þeir hafa náð völdum hafa þeir sagt fólki að setja flagg á hús sín til merkis um að þar væri stúlka hæf til giftingar svo þeir geti gift þær stríðsmönnum sínum,“ segir Sayed. „Ef fáninn væri ekki settur upp sögðust þeir koma, drepa manninn, nauðga konunum og taka eigur þeirra úr húsinu.“ Hann segist hafa reynt að ná sambandi við íslensk stjórnvöld til að ræða stöðuna en ekki hafa fengið nein svör. „Ég hef reynt að ná sambandi við utanríkisráðuneytið og félagsmálaráðuneytið, ég hef reynt að ná í Áslaugu Örnu, Katrínu Jakobsdóttur, Ásmund Einar. Enginn svarar mér,“ segir Sayed. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann bíði tillögu flóttamannanefndar um móttöku afganskra flóttamanna. Hann vilji taka á móti afgönum hér á landi. „Ég hefði ekki beðið flóttamannanefnd um að koma saman nema vegna þess að við viljum skoða hvað er hægt að gera, og með hvaða hætti. Við værum ekki að kalla nefndina saman að tilgangslausu,“ sagði Ásmundur Einar í dag. Ertu vonsvikinn? „Auðvitað er ég það. Íslenskir stjórnmálamenn valda mér svo miklum vonbrigðum því við búum í öruggasta landi í heimi en fólkið þarna þarf að þjást svona mikið. Við getum að minnsta kosti bjargað sumum þeirra. Því ekki?“ spyr Sayed. Hægt er að horfa á viðtalið við Sayed í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Afganistan Hernaður Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Mannfall í mótmælum gegn talibönum Að minnsta kosti þrír eru sagðir látnir eftir að liðsmenn talibana börðu niður mótmæli í borginni Jalalabad í austanverðu Afganistan í dag. Á annan tug manns hafi særst þegar talibanar skutu á mótmælendur. 18. ágúst 2021 14:18 Telur að talibanir þurfi að fá tækifæri til að sanna sig Yfirmaður breska hersins telur að talibanar þurfi að fá tækifæri til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Afganistan og að hugsanlega verði þeir hófsamari en þeir voru þegar þeir réðu landinu á 10. áratug síðustu aldar. 18. ágúst 2021 10:42 Kanna hvernig taka megi á móti afgönsku flóttafólki Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist bíða eftir tillögum flóttamannanefndar um hvernig megi taka við afgönsku flóttafólki. 18. ágúst 2021 07:35 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Mannfall í mótmælum gegn talibönum Að minnsta kosti þrír eru sagðir látnir eftir að liðsmenn talibana börðu niður mótmæli í borginni Jalalabad í austanverðu Afganistan í dag. Á annan tug manns hafi særst þegar talibanar skutu á mótmælendur. 18. ágúst 2021 14:18
Telur að talibanir þurfi að fá tækifæri til að sanna sig Yfirmaður breska hersins telur að talibanar þurfi að fá tækifæri til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Afganistan og að hugsanlega verði þeir hófsamari en þeir voru þegar þeir réðu landinu á 10. áratug síðustu aldar. 18. ágúst 2021 10:42
Kanna hvernig taka megi á móti afgönsku flóttafólki Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist bíða eftir tillögum flóttamannanefndar um hvernig megi taka við afgönsku flóttafólki. 18. ágúst 2021 07:35
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent