Blikakonur skutu færeysku meistarana á bólakaf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2021 10:53 Agla María Albertsdóttir skoraði tvö mörk í leiknum í dag. Vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar Breiðabliks eru komnar einu skrefi nær annarri umferð Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu eftir 7-0 stórsigur í dag á færeysku meisturunum í KÍ frá Klaksvík í undanúrslitum riðils Blika sem fer fram í Litháen. Blikakonur voru í stórsókn allan leikinn og fengu fjölda færa til að skora miklu fleiri mörk. Agla María Albertsdóttir, Karitas Tómasdóttir og Selma Sól Magnúsdóttir skoruðu allar tvö mörk fyrir Breiðabliksliðið og Tiffany McCarty var með eitt mark. Blikar mæta síðan sigurvegaranum úr leik FC Gintra frá Litháen og FC Flora Tallinn frá Eistlandi í úrslitaleik riðilsins. Blikar voru í stórsókn frá fyrstu mínútu leiksins og strax í upphafi leiks voru þær færeysku farnar að kasta sér fyrir skot Blikanna. Það var því ljóst fljótlega í hvað stefndi. Fyrsta markið kom hins vegar ekki fyrr en á 28. mínútu leiksins. Eftir enn eina þunga sókn Blika þá barst boltinn út fyrir teiginn á Selmu Sól Magnúsdóttur. Selma Sól lagði boltann fyrir sig og skoraði með laglegu skoti. Karitas Tómasdóttir skoraði annað markið fimm mínútum síðar með skalla eftir fyrirgjöf fyrirliðans Ástu Eir Árnadóttur. Staðan var orðin 3-0 á 35. mínútu þegar Karitas skallaði fyrirgjöf Ástu Eir fyrir Tiffany McCarty í markteignum og McCarty átti ekki í miklum vandræðum með að skora. Agla María Albertsdóttir skoraði fjórða markið rétt fyrir hálfleik eftir að hafa verið skömmu áður ótrúlega nálægt því að skora úr dauðafæri úr markteignum. Þarna lagði hún aftur á móti boltann fyrir sig í teignum eftir sendingu frá Karistas og skoraði með góðu skoti. Þetta var samt ekki búið í fyrri hálfleik því Karitas fékk boltann í uppbótatímanum eftir fyrirgjöf frá Taylor Ziemer og skoraði í tómt markið úr markteignum. Karitas var því með tvö mörk og tvær stoðsendingar í fyrri hálfleiknum. Agla María fiskaði sjálf vítaspyrnu á 57. mínútu og skoraði sjálf úr henni af miklu öryggi.Það leit fyrir það að ætla að vera eina mark Blika í seinni hálfleiknum þrátt fyrir margar lofandi sóknir og mörg góð færi. Selma Sól, sem opnaði markareikninginn með þrumuskoti í fyrri hálfleik, lokaði honum líka með frábæru langskoti í uppbótatíma og innsiglaði með því sjö marka sigur. Meistaradeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalinn í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Í beinni: Valencia - Real Sociedad | Hvernig kemur Orri undan sumri? Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Sjá meira
Blikakonur voru í stórsókn allan leikinn og fengu fjölda færa til að skora miklu fleiri mörk. Agla María Albertsdóttir, Karitas Tómasdóttir og Selma Sól Magnúsdóttir skoruðu allar tvö mörk fyrir Breiðabliksliðið og Tiffany McCarty var með eitt mark. Blikar mæta síðan sigurvegaranum úr leik FC Gintra frá Litháen og FC Flora Tallinn frá Eistlandi í úrslitaleik riðilsins. Blikar voru í stórsókn frá fyrstu mínútu leiksins og strax í upphafi leiks voru þær færeysku farnar að kasta sér fyrir skot Blikanna. Það var því ljóst fljótlega í hvað stefndi. Fyrsta markið kom hins vegar ekki fyrr en á 28. mínútu leiksins. Eftir enn eina þunga sókn Blika þá barst boltinn út fyrir teiginn á Selmu Sól Magnúsdóttur. Selma Sól lagði boltann fyrir sig og skoraði með laglegu skoti. Karitas Tómasdóttir skoraði annað markið fimm mínútum síðar með skalla eftir fyrirgjöf fyrirliðans Ástu Eir Árnadóttur. Staðan var orðin 3-0 á 35. mínútu þegar Karitas skallaði fyrirgjöf Ástu Eir fyrir Tiffany McCarty í markteignum og McCarty átti ekki í miklum vandræðum með að skora. Agla María Albertsdóttir skoraði fjórða markið rétt fyrir hálfleik eftir að hafa verið skömmu áður ótrúlega nálægt því að skora úr dauðafæri úr markteignum. Þarna lagði hún aftur á móti boltann fyrir sig í teignum eftir sendingu frá Karistas og skoraði með góðu skoti. Þetta var samt ekki búið í fyrri hálfleik því Karitas fékk boltann í uppbótatímanum eftir fyrirgjöf frá Taylor Ziemer og skoraði í tómt markið úr markteignum. Karitas var því með tvö mörk og tvær stoðsendingar í fyrri hálfleiknum. Agla María fiskaði sjálf vítaspyrnu á 57. mínútu og skoraði sjálf úr henni af miklu öryggi.Það leit fyrir það að ætla að vera eina mark Blika í seinni hálfleiknum þrátt fyrir margar lofandi sóknir og mörg góð færi. Selma Sól, sem opnaði markareikninginn með þrumuskoti í fyrri hálfleik, lokaði honum líka með frábæru langskoti í uppbótatíma og innsiglaði með því sjö marka sigur.
Meistaradeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalinn í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Í beinni: Valencia - Real Sociedad | Hvernig kemur Orri undan sumri? Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn