Flóttamannanefnd vonast til að skila tillögum til ráðherra fyrir helgi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. ágúst 2021 11:57 Stefán Vagn Stefánsson, formaður flóttamannanefndar, segir að stefnt sé að því að nefndin skili tillögum um hvernig taka megi á móti afgönsku flóttafólki fyrir helgi. Stöð 2/Arnar Halldórsson Flóttamannanefnd mun skila inn tillögum til ráðherra um hvernig taka megi á móti flóttamönnum frá Afganistan fyrir ríkisstjórnarfund næsta þriðjudag. Verið sé að vinna tillögurnar mun hraðar en almennt væri gert vegna alvarleika stöðunnar. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra boðaði flóttamannanefnd á fund í gær og fól henni að gera tillögur til stjórnvalda um hvernig taka megi á móti flóttamönnum frá Afganistan. Nefndin mun funda aftur annað hvort á morgun eða á föstudag þar sem línurnar munu skýrast enn frekar. „Ég á von á því að nefndin skili af sér tillögum vonandi á föstudaginn þannig að það er fundur hjá nefndinni á fimmtudag eða föstudag þannig að við gerum ráð fyrir að klára þetta þá,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, formaður flóttamannanefndar. Hann segir að verið sé að vinna mun hraðar að tillögunum en almennt er gert vegna alvarleika málsins. Mikil ringulreið hefur ríkt í Afganistan undanfarna daga eftir að hersveitir Talibana náðu yfirráðum í höfuðborginni Kabúl og landinu öllu. Búist er við miklum fólksflutningum frá landinu á næstu misserum vegna uppgangs Talibana. „Þetta tekur miklu styttri tíma en venjulega hjá okkur og við erum að reyna að bregðast við þessu eins hratt og hægt er og við erum fullmeðvituð um alvarleika málsins og að það þurfi að vinna þetta hratt,“ segir Stefán. „Þetta er stórt mál, þetta er flókið mál og þetta er mjög erfitt í marga staði og þess vegna þarf að vinna þetta vel líka en hratt.“ Horfa til annarra þjóða Hann segir að nefndin hafi það nú til skoðunar hvernig aðrar þjóðir séu að bregðast við stöðunni. Bretland tilkynnti í gær að tekið yrði við tuttugu þúsund afgönskum flóttamönnum og Kanada mun gera slíkt hið sama. Þá er Ástralía þegar farin að taka við flóttafólki. „Við höfum verið að horfa sérstaklega til Norðurlandanna í því og annarra Evrópuríkja.“ Félagsmálaráðherra segist vilja taka á móti afgönskum flóttamönnum. „Já, ég hefði ekki beðið flóttamannanefnd að koma saman nema vegna þess að við viljum skoða hvað er hægt að gera, með hvað a hætti og við værum ekki að kalla nefndina saman að tilgangslausu, það gefur augaleið,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Nánar er rætt við Ásmund Einar hér að neðan. Afganistan Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Telur að talibanir þurfi að fá tækifæri til að sanna sig Yfirmaður breska hersins telur að talibanar þurfi að fá tækifæri til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Afganistan og að hugsanlega verði þeir hófsamari en þeir voru þegar þeir réðu landinu á 10. áratug síðustu aldar. 18. ágúst 2021 10:42 Kanna hvernig taka megi á móti afgönsku flóttafólki Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist bíða eftir tillögum flóttamannanefndar um hvernig megi taka við afgönsku flóttafólki. 18. ágúst 2021 07:35 Leiðtogar Talibana koma úr felum Leiðtogar Talibana sem undanfarna áratugi hafa verið í felum og sjaldan veitt viðtöl nema með mikilli leynd, sýna sig nú hver á fætur öðrum opinberlega í Kabúl. 18. ágúst 2021 06:40 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra boðaði flóttamannanefnd á fund í gær og fól henni að gera tillögur til stjórnvalda um hvernig taka megi á móti flóttamönnum frá Afganistan. Nefndin mun funda aftur annað hvort á morgun eða á föstudag þar sem línurnar munu skýrast enn frekar. „Ég á von á því að nefndin skili af sér tillögum vonandi á föstudaginn þannig að það er fundur hjá nefndinni á fimmtudag eða föstudag þannig að við gerum ráð fyrir að klára þetta þá,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, formaður flóttamannanefndar. Hann segir að verið sé að vinna mun hraðar að tillögunum en almennt er gert vegna alvarleika málsins. Mikil ringulreið hefur ríkt í Afganistan undanfarna daga eftir að hersveitir Talibana náðu yfirráðum í höfuðborginni Kabúl og landinu öllu. Búist er við miklum fólksflutningum frá landinu á næstu misserum vegna uppgangs Talibana. „Þetta tekur miklu styttri tíma en venjulega hjá okkur og við erum að reyna að bregðast við þessu eins hratt og hægt er og við erum fullmeðvituð um alvarleika málsins og að það þurfi að vinna þetta hratt,“ segir Stefán. „Þetta er stórt mál, þetta er flókið mál og þetta er mjög erfitt í marga staði og þess vegna þarf að vinna þetta vel líka en hratt.“ Horfa til annarra þjóða Hann segir að nefndin hafi það nú til skoðunar hvernig aðrar þjóðir séu að bregðast við stöðunni. Bretland tilkynnti í gær að tekið yrði við tuttugu þúsund afgönskum flóttamönnum og Kanada mun gera slíkt hið sama. Þá er Ástralía þegar farin að taka við flóttafólki. „Við höfum verið að horfa sérstaklega til Norðurlandanna í því og annarra Evrópuríkja.“ Félagsmálaráðherra segist vilja taka á móti afgönskum flóttamönnum. „Já, ég hefði ekki beðið flóttamannanefnd að koma saman nema vegna þess að við viljum skoða hvað er hægt að gera, með hvað a hætti og við værum ekki að kalla nefndina saman að tilgangslausu, það gefur augaleið,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Nánar er rætt við Ásmund Einar hér að neðan.
Afganistan Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Telur að talibanir þurfi að fá tækifæri til að sanna sig Yfirmaður breska hersins telur að talibanar þurfi að fá tækifæri til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Afganistan og að hugsanlega verði þeir hófsamari en þeir voru þegar þeir réðu landinu á 10. áratug síðustu aldar. 18. ágúst 2021 10:42 Kanna hvernig taka megi á móti afgönsku flóttafólki Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist bíða eftir tillögum flóttamannanefndar um hvernig megi taka við afgönsku flóttafólki. 18. ágúst 2021 07:35 Leiðtogar Talibana koma úr felum Leiðtogar Talibana sem undanfarna áratugi hafa verið í felum og sjaldan veitt viðtöl nema með mikilli leynd, sýna sig nú hver á fætur öðrum opinberlega í Kabúl. 18. ágúst 2021 06:40 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Telur að talibanir þurfi að fá tækifæri til að sanna sig Yfirmaður breska hersins telur að talibanar þurfi að fá tækifæri til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Afganistan og að hugsanlega verði þeir hófsamari en þeir voru þegar þeir réðu landinu á 10. áratug síðustu aldar. 18. ágúst 2021 10:42
Kanna hvernig taka megi á móti afgönsku flóttafólki Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist bíða eftir tillögum flóttamannanefndar um hvernig megi taka við afgönsku flóttafólki. 18. ágúst 2021 07:35
Leiðtogar Talibana koma úr felum Leiðtogar Talibana sem undanfarna áratugi hafa verið í felum og sjaldan veitt viðtöl nema með mikilli leynd, sýna sig nú hver á fætur öðrum opinberlega í Kabúl. 18. ágúst 2021 06:40