Cristiano Ronaldo fékk nóg af slúðrinu og svaraði fyrir sig í gærkvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2021 07:30 Cristiano Ronaldo fékk nóg af því að lesa sögusagnir um sig í erlendum miðlum. EPA-EFE/Matthias Hangst Cristiano Ronaldo er orðinn þreyttur á því að lesa um sögusagnir um sjálfan sig í erlendum blöðum og portúgalska goðsögnin sendi frá sér langan pistil á Instagram í gærkvöldi. Eftir að Lionel Messi fór frá Barcelona til Paris Saint Germain þá hafa erlendu fjölmiðlarnir snúið sér að vangaveltum um framtíð Portúgalans. Cristiano Ronaldo on recent transfer rumors surrounding him pic.twitter.com/2Fk9LzB8F4— B/R Football (@brfootball) August 17, 2021 Í gærmorgun var Ronaldo orðaður við Real Madrid en þegar á reyndi þá var ekkert til í þeim fréttum frá Spáni. Fréttirnar voru samt kveikjan að því að Ronaldo steig fram og skrifaði pistil á Instagram síðu sína. „Allir sem þekkja mig vita hvað ég er einbeittur á mína vinnu. Minna tal og meiri vinna. Það hefur verið mottóið mitt síðan ég hóf ferilinn minn. Hins vegar vegna alls þess sem hefur verið sagt og skrifað um mig þá hef ég verið skotspónn að undanförnu. Þetta er meira en bara vanvirðing gagnvart mér sem leikmanni og manneskju því þetta er líka vanvirðing á öll félögin sem eru kölluð til í þessum sögusögnum og eins á leikmenn þeirra og starfsmenn,“ skrifaði Ronaldo. „Mín saga hjá Real Madrid hefur verið skrifuð. Hún hefur verið skrásett með orðum og tölum, í bikurum og titlum og í metum og fyrirsögnum. Hún er á safninu á Bernabeu leikvanginum en líka í huga allra stuðningsmanna félagsins. Ég veit að sannir stuðningsmenn Real Madrid munu halda áfram að hafa mig í hjarta sínu alveg eins og ég hef þá í mínu hjarta,“ skrifaði Ronaldo. View this post on Instagram A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) „Eins og þetta nýjasta dæmi á Spáni þá hafa verið tíðar fréttir þar sem ég hef orðaður við hin ýmsu lið í hinum ýmsu deildum án þess að neinn hafi haft einhvern áhuga á að finna sannleikann í málinu,“ skrifaði Ronaldo. „Ég ríf þögn mína til að segja að ég get ekki leyft fólki að leika sér með nafnið mitt. Ég er einbeittur á feril minn og vinnu, staðráðinn og skuldbundinn í allar þær áskoranir sem bíða mín. Allt annað? Allt annað er bara tal,“ skrifaði Ronaldo. Stærsta ástæðan fyrir öllum þessum sögusögnum eru stöðugar fréttir úr herbúðum Juventus að þar á bæ séu menn að leita allra leiða til að losna við að greiða Cristiano Ronaldo hin gríðarháu laun hans. Juve menn eiga að hafa verið að leita að félagi í marga mánuði. Það er ekkert grín að borga svo há laun þegar peningastaða félagsins er jafn erfið og hún er núna í þessum heimsfaraldri. Ítalski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Sjá meira
Eftir að Lionel Messi fór frá Barcelona til Paris Saint Germain þá hafa erlendu fjölmiðlarnir snúið sér að vangaveltum um framtíð Portúgalans. Cristiano Ronaldo on recent transfer rumors surrounding him pic.twitter.com/2Fk9LzB8F4— B/R Football (@brfootball) August 17, 2021 Í gærmorgun var Ronaldo orðaður við Real Madrid en þegar á reyndi þá var ekkert til í þeim fréttum frá Spáni. Fréttirnar voru samt kveikjan að því að Ronaldo steig fram og skrifaði pistil á Instagram síðu sína. „Allir sem þekkja mig vita hvað ég er einbeittur á mína vinnu. Minna tal og meiri vinna. Það hefur verið mottóið mitt síðan ég hóf ferilinn minn. Hins vegar vegna alls þess sem hefur verið sagt og skrifað um mig þá hef ég verið skotspónn að undanförnu. Þetta er meira en bara vanvirðing gagnvart mér sem leikmanni og manneskju því þetta er líka vanvirðing á öll félögin sem eru kölluð til í þessum sögusögnum og eins á leikmenn þeirra og starfsmenn,“ skrifaði Ronaldo. „Mín saga hjá Real Madrid hefur verið skrifuð. Hún hefur verið skrásett með orðum og tölum, í bikurum og titlum og í metum og fyrirsögnum. Hún er á safninu á Bernabeu leikvanginum en líka í huga allra stuðningsmanna félagsins. Ég veit að sannir stuðningsmenn Real Madrid munu halda áfram að hafa mig í hjarta sínu alveg eins og ég hef þá í mínu hjarta,“ skrifaði Ronaldo. View this post on Instagram A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) „Eins og þetta nýjasta dæmi á Spáni þá hafa verið tíðar fréttir þar sem ég hef orðaður við hin ýmsu lið í hinum ýmsu deildum án þess að neinn hafi haft einhvern áhuga á að finna sannleikann í málinu,“ skrifaði Ronaldo. „Ég ríf þögn mína til að segja að ég get ekki leyft fólki að leika sér með nafnið mitt. Ég er einbeittur á feril minn og vinnu, staðráðinn og skuldbundinn í allar þær áskoranir sem bíða mín. Allt annað? Allt annað er bara tal,“ skrifaði Ronaldo. Stærsta ástæðan fyrir öllum þessum sögusögnum eru stöðugar fréttir úr herbúðum Juventus að þar á bæ séu menn að leita allra leiða til að losna við að greiða Cristiano Ronaldo hin gríðarháu laun hans. Juve menn eiga að hafa verið að leita að félagi í marga mánuði. Það er ekkert grín að borga svo há laun þegar peningastaða félagsins er jafn erfið og hún er núna í þessum heimsfaraldri.
Ítalski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Sjá meira