Hyggst kveða niður hungurvofur og rétta hlut landsbyggðarinnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. ágúst 2021 08:46 Jakob Frímann leiðir lista Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi. Aðsend Líkt og greint var frá í gær hefur tónlistar- og athafnamaðurinn Jakob Frímann Magnússon tekið efsta sæti á lista Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar í september. Hann segist brenna fyrir því að rétta hlut þeirra sem minnst hafa á milli handanna og vill færa landsbyggðinni lífsgæði sem af mörgum höfuðborgarbúum eru talin sjálfsögð. Þegar Vísir náði tali af Jakobi var hann staddur í kjördæminu hvar hann leiðir nú Flokk fólksins, nánar tiltekið á Akureyri. En hvað kemur til að Jakob Frímann ákveður að taka oddvitasæti á lista flokks fyrir Alþingiskosningar? „Það hefst með símtali formanns til mín, þar sem ég er beðinn um að koma til fundar við hópinn. Þau höfðu fylgst með ýmsu sem mér hafði tekist að vinna á vettvangi þingsins, þó ég stæði utan þings, og ýmis góð mál sem ég hef verið að vinna með upplifunargeiranum í víðasta samhengi, tónlist, skapandi greinum og ferðaþjónustunni á undanförnum misserum,“ segir Jakob. Formaðurinn fangaði athyglina Hann segir lykiláherslur Flokks fólksins afar samhljóma hans eigin „kratísku lífsskoðunum,“ líkt og hann orðar það sjálfur, og bætir við að þær hafi lítið breyst frá því hann gekk til liðs við Alþýðuflokkinn á sínum yngri árum. „Mér fannst ég finna sama tóninn og ég hreifst af þá. Ég viðurkenni líka að ég hrífst af þeim ræðuskörungi sem formaðurinn Inga Sæland er. Hún er í senn mesti ræðuskörungur Alþingis og sannkölluð hjartadrottning að auki, því hún talar beint frá hjartanu. Hún var til að mynda eina manneskjan sem talaði blaðlaust og eldur Guðs brann í gegnum hana á eldhúsdagsumræðum. Það vakti athygli mína og ég féllst á að hitta hana og hennar fólk.“ Fínstilling á gangverki hlutanna Jakob segir mál sem Flokkur fólksins hafa sett á oddinn vera mikil grundvallar- og réttlætismál, þó hann hafi í fyrstu ekki haft áform um að afla þeim málum fylgis. Það hafi þó breyst. „Að hér á okkar auðuga velsældarlandi skuli ekki vera þúsundir við fátæktarmörk, í kvíða og óvissu um hvort að endar muni ná saman um komandi mánaðarmót. Ég hafði í raun ekki gert mér fyllilega grein fyrir því hversu mikið ranglæti það er að halda fólki í 260 þúsund króna fátæktargildru sem fólki er meinað að bjarga sér úr. Þetta er í raun, eins og svo margt á Íslandi, þegar búið er að koma einhverju í lög þá er fjandanum erfiðara að nema það á brott.“ Hann segist þá telja fjölda spennandi tækifæra til þess að standa straum af því að rétta hlut þeirra sem hvað minnst hafi á milli handanna hér á landi. „Það er í víðasta samhengi verkefnið, sem er auðvitað viðvarandi í samfélagsmálum. Fínstilling á gangverki hlutanna, og að gera það með mjúkum en ákveðnum hætti,“ segir Jakob. Sást til hans á Austfjörðum Í fyrradag var greint frá því að Jakob ætti í viðræðum við Flokk fólksins um að taka oddvitasætið, sem hann síðan gerði líkt og greint var frá í morgun. Aðspurður hvort mikið hafi þurft til að sannfæra hann um að taka slaginn segir hann um stórt verkefni að ræða. „Það er eins og alltaf, ef það er verið að taka ákvarðanir sem gætu bundið mann til lengri tíma þá þarf að gera ráðstafanir og ráðskast um það við sína nánustu og aðra í kringum sig. Ég er fjölskyldumaður og er með ýmislegt á minni könnu sem ég þarf að koma fyrir og hagræða þannig að vel verði við unað,“ segir Jakob. Hann segir að í gær hafi sést til hans á Austfjörðum og í kjölfarið greint frá því að hann ætti í viðræðum við flokkinn. „Þá var þetta á allra vitorði þannig að ég reyndi að hraða því eins og ég gat að taka endanlega af skarið. En tilfinningin er góð og ég er heilshugar búinn að axla þá ábyrgð sem í þessu verkefni felst. Ég mun leggja mig allan fram og beita öllum lífs og sálar kröftum til að ég megi verða að því gagni sem ætlast er til.“ Ná þurfi betri sátt um hlutina Jakob segir hans meginstefnumál grundvallast í því sem hann telur kjarna stjórnmálanna raunar snúast um. „Réttláta skiptingu gæðanna og fínstillingu hlutanna, sem leitt geta til betra og auðugra samfélags.“ Þetta telur Jakob vera formúlu sem hægt sé að færa upp á hlutina í öllum lykilmálum í samfélaginu. Stefna þurfi að því að betri sátt náist um alla hluti, og það sé í reynd stóra viðfangsefni stjórnmálamanna. „Það þarf að sefa súru raddirnar og auka sátt og samlyndi með öllum landshlutum og öllum landsmönnum af öllum stigum,“ segir Jakob og telur að gæðum sé meðal annars skipt í misstórum skömmtum milli landshluta, og að ýmis lífsgæði sem íbúar höfuðborgarsvæðisins telji svo gott sem sjálfsögð séu öðrum íbúum landsins óaðgengileg. „Ef maður horfir bara á þau forréttindi að geta talað í síma, þá er maður sviptur þeim forréttindum á korters fresti á leiðinni um landið. Eyjan okkar er ekki í GSM-sambandi, nema með óþægilegum hléum, þannig að þú verður helst að sitja á sama stað til að geta átt þín vinnutengdu eða persónulegu samtöl. Þetta er eitt lítið dæmi um hvað blinda auganu hefur verið óþarflega snúið að hagsmunum þeirra sem búa utan höfuðborgarsvæðisins.“ Jakob segir að þrátt fyrir að þetta sé ekki mál sem teljast myndi stórt, og yrði seint sett á oddinn hjá stjórnmálaflokkunum, þá skipti það samt máli. „Fyrir mann sem er vanur þessum sjálfsögðu lífsgæðum og þægindum, skal ég sannarlega beita mér fyrir því að þessu verði kippt í liðinn. Árið 2021 er þetta okkur til háðungar,“ segir Jakob og telur að landsbyggðin eigi einfaldlega rétt á meiri þjónustu, og betri. Óvissa og óöryggi í heilbrigðismálum Heilbrigðismálin eru þá ofarlega á baugi hjá hinum nýja oddvita. „Við vitum að það er að líkindum dýrasta eining stjórnarkerfisins og fjárlaga hvers árs. Það að bjóða manni upp á fimm klukkustunda bið á bráðamóttöku Borgarspítalans og sú algjöra óvissa og óöryggi sem fjöldi fólks um land allt býr við í heilbrigðismálum og heilbrigðisþjónustu er auðvitað alls ekki sæmandi heldur,“ segir Jakob loks. Jakob segir tíma til kominn að bæta úr þessu og bætir við að stórt áhyggjuefni sé „hversu ólánlega hefur tekist að kenna ungviðinu að lesa.“ Þar sé títtnefndrar fínstillingar sömuleiðis þörf. „Eitt er að eygja áskoranirnar og standa frammi fyrir þeim og annað að bregðast við þeim á viðunandi hátt. Það eru einhver skringileg þyngsli yfir mörgu sem ætti að flokkast undir sjálfsagða þjónustu og aðgang að samfélagsstoðunum. Eigum við ekki bara að vona að okkur lánist að koma þessu öllu í betra horf og við skulum sjá í gegnum fingur við þá sem hefðu þegar átt að vera búnir að því. Það hefur mætt mikið á ýmsum út af óvæntum hlutum sem við skulum ekki nefna á nafn. En það grundvallaratriði að menn eigi hér til hnífs og skeiðar að afloknu striti á akri atvinnulífsins, það er forgangsmál.“ „Engar hungurvofur hér, takk.“ Flokkur fólksins Norðausturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Sjá meira
Þegar Vísir náði tali af Jakobi var hann staddur í kjördæminu hvar hann leiðir nú Flokk fólksins, nánar tiltekið á Akureyri. En hvað kemur til að Jakob Frímann ákveður að taka oddvitasæti á lista flokks fyrir Alþingiskosningar? „Það hefst með símtali formanns til mín, þar sem ég er beðinn um að koma til fundar við hópinn. Þau höfðu fylgst með ýmsu sem mér hafði tekist að vinna á vettvangi þingsins, þó ég stæði utan þings, og ýmis góð mál sem ég hef verið að vinna með upplifunargeiranum í víðasta samhengi, tónlist, skapandi greinum og ferðaþjónustunni á undanförnum misserum,“ segir Jakob. Formaðurinn fangaði athyglina Hann segir lykiláherslur Flokks fólksins afar samhljóma hans eigin „kratísku lífsskoðunum,“ líkt og hann orðar það sjálfur, og bætir við að þær hafi lítið breyst frá því hann gekk til liðs við Alþýðuflokkinn á sínum yngri árum. „Mér fannst ég finna sama tóninn og ég hreifst af þá. Ég viðurkenni líka að ég hrífst af þeim ræðuskörungi sem formaðurinn Inga Sæland er. Hún er í senn mesti ræðuskörungur Alþingis og sannkölluð hjartadrottning að auki, því hún talar beint frá hjartanu. Hún var til að mynda eina manneskjan sem talaði blaðlaust og eldur Guðs brann í gegnum hana á eldhúsdagsumræðum. Það vakti athygli mína og ég féllst á að hitta hana og hennar fólk.“ Fínstilling á gangverki hlutanna Jakob segir mál sem Flokkur fólksins hafa sett á oddinn vera mikil grundvallar- og réttlætismál, þó hann hafi í fyrstu ekki haft áform um að afla þeim málum fylgis. Það hafi þó breyst. „Að hér á okkar auðuga velsældarlandi skuli ekki vera þúsundir við fátæktarmörk, í kvíða og óvissu um hvort að endar muni ná saman um komandi mánaðarmót. Ég hafði í raun ekki gert mér fyllilega grein fyrir því hversu mikið ranglæti það er að halda fólki í 260 þúsund króna fátæktargildru sem fólki er meinað að bjarga sér úr. Þetta er í raun, eins og svo margt á Íslandi, þegar búið er að koma einhverju í lög þá er fjandanum erfiðara að nema það á brott.“ Hann segist þá telja fjölda spennandi tækifæra til þess að standa straum af því að rétta hlut þeirra sem hvað minnst hafi á milli handanna hér á landi. „Það er í víðasta samhengi verkefnið, sem er auðvitað viðvarandi í samfélagsmálum. Fínstilling á gangverki hlutanna, og að gera það með mjúkum en ákveðnum hætti,“ segir Jakob. Sást til hans á Austfjörðum Í fyrradag var greint frá því að Jakob ætti í viðræðum við Flokk fólksins um að taka oddvitasætið, sem hann síðan gerði líkt og greint var frá í morgun. Aðspurður hvort mikið hafi þurft til að sannfæra hann um að taka slaginn segir hann um stórt verkefni að ræða. „Það er eins og alltaf, ef það er verið að taka ákvarðanir sem gætu bundið mann til lengri tíma þá þarf að gera ráðstafanir og ráðskast um það við sína nánustu og aðra í kringum sig. Ég er fjölskyldumaður og er með ýmislegt á minni könnu sem ég þarf að koma fyrir og hagræða þannig að vel verði við unað,“ segir Jakob. Hann segir að í gær hafi sést til hans á Austfjörðum og í kjölfarið greint frá því að hann ætti í viðræðum við flokkinn. „Þá var þetta á allra vitorði þannig að ég reyndi að hraða því eins og ég gat að taka endanlega af skarið. En tilfinningin er góð og ég er heilshugar búinn að axla þá ábyrgð sem í þessu verkefni felst. Ég mun leggja mig allan fram og beita öllum lífs og sálar kröftum til að ég megi verða að því gagni sem ætlast er til.“ Ná þurfi betri sátt um hlutina Jakob segir hans meginstefnumál grundvallast í því sem hann telur kjarna stjórnmálanna raunar snúast um. „Réttláta skiptingu gæðanna og fínstillingu hlutanna, sem leitt geta til betra og auðugra samfélags.“ Þetta telur Jakob vera formúlu sem hægt sé að færa upp á hlutina í öllum lykilmálum í samfélaginu. Stefna þurfi að því að betri sátt náist um alla hluti, og það sé í reynd stóra viðfangsefni stjórnmálamanna. „Það þarf að sefa súru raddirnar og auka sátt og samlyndi með öllum landshlutum og öllum landsmönnum af öllum stigum,“ segir Jakob og telur að gæðum sé meðal annars skipt í misstórum skömmtum milli landshluta, og að ýmis lífsgæði sem íbúar höfuðborgarsvæðisins telji svo gott sem sjálfsögð séu öðrum íbúum landsins óaðgengileg. „Ef maður horfir bara á þau forréttindi að geta talað í síma, þá er maður sviptur þeim forréttindum á korters fresti á leiðinni um landið. Eyjan okkar er ekki í GSM-sambandi, nema með óþægilegum hléum, þannig að þú verður helst að sitja á sama stað til að geta átt þín vinnutengdu eða persónulegu samtöl. Þetta er eitt lítið dæmi um hvað blinda auganu hefur verið óþarflega snúið að hagsmunum þeirra sem búa utan höfuðborgarsvæðisins.“ Jakob segir að þrátt fyrir að þetta sé ekki mál sem teljast myndi stórt, og yrði seint sett á oddinn hjá stjórnmálaflokkunum, þá skipti það samt máli. „Fyrir mann sem er vanur þessum sjálfsögðu lífsgæðum og þægindum, skal ég sannarlega beita mér fyrir því að þessu verði kippt í liðinn. Árið 2021 er þetta okkur til háðungar,“ segir Jakob og telur að landsbyggðin eigi einfaldlega rétt á meiri þjónustu, og betri. Óvissa og óöryggi í heilbrigðismálum Heilbrigðismálin eru þá ofarlega á baugi hjá hinum nýja oddvita. „Við vitum að það er að líkindum dýrasta eining stjórnarkerfisins og fjárlaga hvers árs. Það að bjóða manni upp á fimm klukkustunda bið á bráðamóttöku Borgarspítalans og sú algjöra óvissa og óöryggi sem fjöldi fólks um land allt býr við í heilbrigðismálum og heilbrigðisþjónustu er auðvitað alls ekki sæmandi heldur,“ segir Jakob loks. Jakob segir tíma til kominn að bæta úr þessu og bætir við að stórt áhyggjuefni sé „hversu ólánlega hefur tekist að kenna ungviðinu að lesa.“ Þar sé títtnefndrar fínstillingar sömuleiðis þörf. „Eitt er að eygja áskoranirnar og standa frammi fyrir þeim og annað að bregðast við þeim á viðunandi hátt. Það eru einhver skringileg þyngsli yfir mörgu sem ætti að flokkast undir sjálfsagða þjónustu og aðgang að samfélagsstoðunum. Eigum við ekki bara að vona að okkur lánist að koma þessu öllu í betra horf og við skulum sjá í gegnum fingur við þá sem hefðu þegar átt að vera búnir að því. Það hefur mætt mikið á ýmsum út af óvæntum hlutum sem við skulum ekki nefna á nafn. En það grundvallaratriði að menn eigi hér til hnífs og skeiðar að afloknu striti á akri atvinnulífsins, það er forgangsmál.“ „Engar hungurvofur hér, takk.“
Flokkur fólksins Norðausturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Sjá meira