Hafa flest tól og tæki til að sinna eftirliti með fiskeldi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 16. ágúst 2021 13:01 Hrönn Ólína Jörundsdóttir er forstjóri Matvælastofnunar. Hún telur ekki að illa farinn lax sé algengt vandamál hjá fiskeldisfyrirtækjum. stöð 2/veiga grétarsdóttir Matvælastofnun telur sig vel í stakk búna til að hafa eftirlit með fiskeldisfyrirtækjum á landinu. Farið verði í saumana á myndefni af illa förnum laxi úr sjókvíum á Vestfjörðum sem kajakræðari tók í vor. Myndirnar hafa farið sem eldur um sinu um samfélagsmiðla síðustu daga og vakið nokkurn óhug fólks. Á þeim má sjá mjög illa særða laxa sem synda um sjókvíar fyrirtækjanna Arnarlax og Arctic Fish í Dýrafirði og Arnarfirði. Þessi lítur ekki sérlega vel út.veiga grétarsdóttir Ekki algengt vandamál Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar (MAST), telur að illa farinn lax sé ekki algengt vandamál hjá fiskeldisfyrirtækjum. MAST tekur myndunum þó alvarlega og mun skoða hvort málið kalli á viðbrögð frá stofnuninni: „Við erum að fara yfir málið og skoða hvað gerðist. Hvað fór úrskeiðis hjá fyrirtækinu og erum að skoða það hvort að við bregðumst við á einhvern hátt eða hvort við teljum að viðbrögð fyrirtækisins við atvikinu séu nægjanleg,“ segir Hrönn. Er þetta algengt vandamál í sjókvíum landsins? „Ég held að þetta sé nú ekki algengt vandamál en það eru náttúrulega afföll af fiskunum í fiskeldi almennt og það er alltaf það sem við teljum vera eðlileg afföll eins og er í öllu dýraeldi. Afföllin eru yfirleitt mest til að byrja með, á seiðastiginu, og svo minnka afföllin eftir því sem fiskarnir verða eldri en það er þá verið að skoða hvort þetta séu eðlileg afföll eða ekki.“ Illa farið hrognkelsi úr sjókví. veiga grétarsdóttir Svo særður lax fer ekki á diskinn Náttúruverndarsamtök hafa lengi lagst gegn opnu sjókvíaeldi við strendur landsins. Instagram-síðan Vissiru kom nýlega fram en hún birtir þar ýmsar fullyrðingar um neikvæðar hliðar laxeldisins. Ein skilaboð þeirra hafa farið víða á samfélagsmiðlinum undanfarna daga; mynd af afar særðum laxi með yfirskriftinni: „Vissiru að laxinn sem þú borðar gæti hafa litið svona út?“ View this post on Instagram A post shared by @vissiru „Það eru alltaf einhverjir fiskar sem að særast og það er þá á ábyrgð fyrirtækjanna að finna þessa fiska, ef þeir særast, smitast eða fá bakteríusýkingu í sár. Að veiða þá og aflífa þá svo að þeir þurfi ekki að þjást,“ segir Hrönn. Getur laxinn sem við borðum litið svona út? „Nei, fyrirtækin eru ekki að aflífa svona fisk og selja hann til matar. Þau eru að aflífa honum og farga honum. Þegar löxunum er slátrað eru þeir teknir upp úr sláturkví og þeim er slátrað öllum í einu. Í þessu tilviki held ég að þetta séu bara einhverjir fiskar sem hafi orðið eftir og fyrirtækinu hefur yfirsést að finna.“ Eftirlit sé nægt með fyrirtækjunum Náttúruverndarsamtök hafa lengi kallað eftir betra eftirliti með sjókvíaeldi á Íslandi. Hrönn telur MAST þó vel í stakk búna til að halda vel utan um eftirlit með geiranum. „Já, ég held að við höfum svona flest tól og tæki til að hafa eftirlit með þessum fyrirtækjum. Og við í raun og veru líka skoðum innra eftirlit fyrirtækjanna. Fyrirtækin sjálf eru með eigið eftirlit sem við þá skoðum og athugum hvort að sé nægjanlegt,“ segir hún. Lax sem lítur svona út ætti aldrei að enda á disk neytenda.veiga grétarsdóttir „Það má líka benda á til dæmis að nú er komið í loftið mælaborð fiskeldis, þar sem fyrirtækin þurfa að senda inn til okkar framleiðslutölur mánaðarlega og þá skoðum við þær og höfum meðal annars þá eftirlit með því hvort afföllin séu orðin óeðlileg, hvort það sé eitthvað sem hefur komið upp á, hvort það séu veikindi og sýkingar eða komið upp slys. Þannig fylgjumst við með fyrirtækjunum, þau senda mánaðarleg gögn til okkar og svo förum við einnig í eftirlitsferðir til þeirra.“ Matvælaframleiðsla Fiskeldi Umhverfismál Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira
Myndirnar hafa farið sem eldur um sinu um samfélagsmiðla síðustu daga og vakið nokkurn óhug fólks. Á þeim má sjá mjög illa særða laxa sem synda um sjókvíar fyrirtækjanna Arnarlax og Arctic Fish í Dýrafirði og Arnarfirði. Þessi lítur ekki sérlega vel út.veiga grétarsdóttir Ekki algengt vandamál Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar (MAST), telur að illa farinn lax sé ekki algengt vandamál hjá fiskeldisfyrirtækjum. MAST tekur myndunum þó alvarlega og mun skoða hvort málið kalli á viðbrögð frá stofnuninni: „Við erum að fara yfir málið og skoða hvað gerðist. Hvað fór úrskeiðis hjá fyrirtækinu og erum að skoða það hvort að við bregðumst við á einhvern hátt eða hvort við teljum að viðbrögð fyrirtækisins við atvikinu séu nægjanleg,“ segir Hrönn. Er þetta algengt vandamál í sjókvíum landsins? „Ég held að þetta sé nú ekki algengt vandamál en það eru náttúrulega afföll af fiskunum í fiskeldi almennt og það er alltaf það sem við teljum vera eðlileg afföll eins og er í öllu dýraeldi. Afföllin eru yfirleitt mest til að byrja með, á seiðastiginu, og svo minnka afföllin eftir því sem fiskarnir verða eldri en það er þá verið að skoða hvort þetta séu eðlileg afföll eða ekki.“ Illa farið hrognkelsi úr sjókví. veiga grétarsdóttir Svo særður lax fer ekki á diskinn Náttúruverndarsamtök hafa lengi lagst gegn opnu sjókvíaeldi við strendur landsins. Instagram-síðan Vissiru kom nýlega fram en hún birtir þar ýmsar fullyrðingar um neikvæðar hliðar laxeldisins. Ein skilaboð þeirra hafa farið víða á samfélagsmiðlinum undanfarna daga; mynd af afar særðum laxi með yfirskriftinni: „Vissiru að laxinn sem þú borðar gæti hafa litið svona út?“ View this post on Instagram A post shared by @vissiru „Það eru alltaf einhverjir fiskar sem að særast og það er þá á ábyrgð fyrirtækjanna að finna þessa fiska, ef þeir særast, smitast eða fá bakteríusýkingu í sár. Að veiða þá og aflífa þá svo að þeir þurfi ekki að þjást,“ segir Hrönn. Getur laxinn sem við borðum litið svona út? „Nei, fyrirtækin eru ekki að aflífa svona fisk og selja hann til matar. Þau eru að aflífa honum og farga honum. Þegar löxunum er slátrað eru þeir teknir upp úr sláturkví og þeim er slátrað öllum í einu. Í þessu tilviki held ég að þetta séu bara einhverjir fiskar sem hafi orðið eftir og fyrirtækinu hefur yfirsést að finna.“ Eftirlit sé nægt með fyrirtækjunum Náttúruverndarsamtök hafa lengi kallað eftir betra eftirliti með sjókvíaeldi á Íslandi. Hrönn telur MAST þó vel í stakk búna til að halda vel utan um eftirlit með geiranum. „Já, ég held að við höfum svona flest tól og tæki til að hafa eftirlit með þessum fyrirtækjum. Og við í raun og veru líka skoðum innra eftirlit fyrirtækjanna. Fyrirtækin sjálf eru með eigið eftirlit sem við þá skoðum og athugum hvort að sé nægjanlegt,“ segir hún. Lax sem lítur svona út ætti aldrei að enda á disk neytenda.veiga grétarsdóttir „Það má líka benda á til dæmis að nú er komið í loftið mælaborð fiskeldis, þar sem fyrirtækin þurfa að senda inn til okkar framleiðslutölur mánaðarlega og þá skoðum við þær og höfum meðal annars þá eftirlit með því hvort afföllin séu orðin óeðlileg, hvort það sé eitthvað sem hefur komið upp á, hvort það séu veikindi og sýkingar eða komið upp slys. Þannig fylgjumst við með fyrirtækjunum, þau senda mánaðarleg gögn til okkar og svo förum við einnig í eftirlitsferðir til þeirra.“
Matvælaframleiðsla Fiskeldi Umhverfismál Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira