Sallarólegir við störf í rúmlega 600 metra hæð Snorri Másson skrifar 16. ágúst 2021 11:52 Það er mikið lagt á sig fyrir gott útsýni. Hafþór Gunnarsson Útsýnispallur á hinu 640 metra háa Bolafjalli við Bolungarvík er að taka á sig endanlega mynd, aðeins rúmum tveimur árum eftir að hugmyndir um hann voru kynntar. Iðnaðarmenn hafa unnið hörðum höndum – og má segja lagt líf sitt að veði – til þess að festa stálbita í bjargið á tindi fjallsins, þar sem síðan verður smíðaður pallur með útsýni yfir Ísafjarðardjúpið. Hafþór Gunnarsson sem hefur verið viðriðinn framkvæmdina frá upphafi skrifar í uppfærslu á Facebook að ljóst sé að einhverjir muni alls ekki hætta sér út á pallinn. Svo ægilegur er hann gestkomandi, þannig að maður getur rétt ímyndað sér hvernig aðstæður eru hjá þeim sem vinna við að setja hann upp. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti 160 milljónum króna til byggingar pallsins. Hann var smíðaður í Póllandi og nú hefur verið unnið að því að bora hann inn í fjallið. Hann á að opna í haust. Vonir standa til að með pallinum verði Bolafjall einn af vinsælustu ferðamannastöðum Vestfjarða. Sérstakt úrlausnarefni var að tryggja þol pallsins þegar snjósöfnunin er eins mikil og hún hefur tilhneigingu til að vera á Bolafjalli að vetri til.Hafþór Gunnarsson Hafþór Gunnarsson Hafþór Gunnarsson Hafþór Gunnarsson Áætluð lokaútkoma.SEI studio Bolungarvík Ferðamennska á Íslandi Útsýnispallur á Bolafjalli Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira
Iðnaðarmenn hafa unnið hörðum höndum – og má segja lagt líf sitt að veði – til þess að festa stálbita í bjargið á tindi fjallsins, þar sem síðan verður smíðaður pallur með útsýni yfir Ísafjarðardjúpið. Hafþór Gunnarsson sem hefur verið viðriðinn framkvæmdina frá upphafi skrifar í uppfærslu á Facebook að ljóst sé að einhverjir muni alls ekki hætta sér út á pallinn. Svo ægilegur er hann gestkomandi, þannig að maður getur rétt ímyndað sér hvernig aðstæður eru hjá þeim sem vinna við að setja hann upp. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti 160 milljónum króna til byggingar pallsins. Hann var smíðaður í Póllandi og nú hefur verið unnið að því að bora hann inn í fjallið. Hann á að opna í haust. Vonir standa til að með pallinum verði Bolafjall einn af vinsælustu ferðamannastöðum Vestfjarða. Sérstakt úrlausnarefni var að tryggja þol pallsins þegar snjósöfnunin er eins mikil og hún hefur tilhneigingu til að vera á Bolafjalli að vetri til.Hafþór Gunnarsson Hafþór Gunnarsson Hafþór Gunnarsson Hafþór Gunnarsson Áætluð lokaútkoma.SEI studio
Bolungarvík Ferðamennska á Íslandi Útsýnispallur á Bolafjalli Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira