Endurnýjun á flokksforystu Sjálfstæðisflokks sé ekki ávísun á fylgisaukningu Árni Sæberg og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 14. ágúst 2021 22:22 Eva H. Önnudóttir er prófessor í stjórnmálafræði. Stöð 2 Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði, telur vangaveltur Páls Magnússonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um hvort fullreynt sé að flokkurinn nái árangri með núverandi forystu, geta verið vísir að ákalli um að stokkað verði upp í flokksforystunni á næstu árum, en bendir á að endurnýjun á flokksforystu sé ekki ávísun á fylgisaukningu. Páll Magnússon sagði í forsíðuviðtali í Fréttablaðinu í dag meðal annars að sjálfstæðismenn hlytu að ræða hvort fullreynt væri að ná árangri með Bjarna Benediktsson í brúnni. Hann sagði þó að hann teldi ekki að forysta flokksins þyrfti að víkja. Þá kennir Páll afstöðuleysi forystu flokksins um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi mælst með um 25 prósent fylgi í langan tíma. Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði, telur ekki líklegt að orð Páls valdi því að skipt verði um formann fyrir komandi kosningar en að þau séu þó til marks um ákveðna óánægju innan flokksins. Sjálfstæðismenn sakni liðinnar tíðar Eva telur þá óánægju stafa af dræmu fylgi flokksins allt frá efnahagshruni en í þeim fernum alþingiskosningnum sem haldnar hafa verið frá hruni hefur Sjálfstæðisflokkurinn hlotið fylgi á bilinu 23,7 prósent til 29 prósent. „Sjálfstæðismenn sakna kannski þess tíma þegar flokkurinn var með 35 til 37 prósent,“ Eva segir að fylgistap Sjálfstæðisflokksins ekki endilega vera þeim sem voru í brúnni að kenna heldur hafi flokkurinn einfaldlega misst sína sterku stöðu og ekki fengið hana aftur. Því sé endurnýjun á flokksforystu ekki ávísun á fylgisaukningu. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Kallar eftir umræðu um Bjarna Ben Páll Magnússon, fráfarandi fyrsti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, segir að Sjálfstæðismenn hljóti að ræða það hvort fullreynt sé að ná árangri með núverandi formanni flokksins, Bjarna Benediktssyni. 14. ágúst 2021 09:17 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Páll Magnússon sagði í forsíðuviðtali í Fréttablaðinu í dag meðal annars að sjálfstæðismenn hlytu að ræða hvort fullreynt væri að ná árangri með Bjarna Benediktsson í brúnni. Hann sagði þó að hann teldi ekki að forysta flokksins þyrfti að víkja. Þá kennir Páll afstöðuleysi forystu flokksins um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi mælst með um 25 prósent fylgi í langan tíma. Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði, telur ekki líklegt að orð Páls valdi því að skipt verði um formann fyrir komandi kosningar en að þau séu þó til marks um ákveðna óánægju innan flokksins. Sjálfstæðismenn sakni liðinnar tíðar Eva telur þá óánægju stafa af dræmu fylgi flokksins allt frá efnahagshruni en í þeim fernum alþingiskosningnum sem haldnar hafa verið frá hruni hefur Sjálfstæðisflokkurinn hlotið fylgi á bilinu 23,7 prósent til 29 prósent. „Sjálfstæðismenn sakna kannski þess tíma þegar flokkurinn var með 35 til 37 prósent,“ Eva segir að fylgistap Sjálfstæðisflokksins ekki endilega vera þeim sem voru í brúnni að kenna heldur hafi flokkurinn einfaldlega misst sína sterku stöðu og ekki fengið hana aftur. Því sé endurnýjun á flokksforystu ekki ávísun á fylgisaukningu.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Kallar eftir umræðu um Bjarna Ben Páll Magnússon, fráfarandi fyrsti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, segir að Sjálfstæðismenn hljóti að ræða það hvort fullreynt sé að ná árangri með núverandi formanni flokksins, Bjarna Benediktssyni. 14. ágúst 2021 09:17 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Kallar eftir umræðu um Bjarna Ben Páll Magnússon, fráfarandi fyrsti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, segir að Sjálfstæðismenn hljóti að ræða það hvort fullreynt sé að ná árangri með núverandi formanni flokksins, Bjarna Benediktssyni. 14. ágúst 2021 09:17