Hnúðlaxar veiðast sem aldrei fyrr Karl Lúðvíksson skrifar 14. ágúst 2021 09:35 Þessi hnúðlax veiddist í Sandá Sífellt fleiri fréttir eru að berast af hnúðlaxi í ánum á landinu og er svo komið að það þykir ekki lengur frétt að sjá eða veiða þessa laxa. Upptalningin á ánum þar sem hnúðlaxar hafa veiðst er orðin ansi löng og vikulega bætast við ein til ár á þennan lista. Sandá er ein af þeim en þar veiddist þessi hængur sem er á meðfylgjandi mynd. Í sumum ánum er bara nokkuð mikið af þeim til dæmis í Soginu, Fögruhlíðarós, Brunná og Hvannadalsá bara svo nokkrar séu nefndar. Veiðimenn eru vinsamlegast beðnir um að drepa laxana sem veiðast, heilfrysta þá og senda á Hafrannsóknarstofnun. Hnúðlaxinn er um þessar mundir að koma sér í hrygningu og það er þess vegna mikilvægt að fækka eins og kostur er í ánum en önnur úrræði en veiði eru til í boði fyrir okkur. Sem betur fer er hnúðlaxinn ekki orðinn sú plága sem hann er í nokkrum ám í Noregi þar sem það þarf hreinlega að draga á suma hylji til að tæma þá og hnúðlaxi. Stangveiði Mest lesið Verðlaun fyrir skemmtilegar innsendar veiðifréttir Veiði Sjóstangaveiði sífellt vinsælli Veiði Söluskrá SVFR Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Tóti Tönn og félagar ekki í Blönduopnun Veiði Besti tíminn laus í Soginu Veiði Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði Ytri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði Tungsten púpur er málið í köldu vatni Veiði Mikið af bleikju að sýna sig í Hraunsfirði Veiði
Upptalningin á ánum þar sem hnúðlaxar hafa veiðst er orðin ansi löng og vikulega bætast við ein til ár á þennan lista. Sandá er ein af þeim en þar veiddist þessi hængur sem er á meðfylgjandi mynd. Í sumum ánum er bara nokkuð mikið af þeim til dæmis í Soginu, Fögruhlíðarós, Brunná og Hvannadalsá bara svo nokkrar séu nefndar. Veiðimenn eru vinsamlegast beðnir um að drepa laxana sem veiðast, heilfrysta þá og senda á Hafrannsóknarstofnun. Hnúðlaxinn er um þessar mundir að koma sér í hrygningu og það er þess vegna mikilvægt að fækka eins og kostur er í ánum en önnur úrræði en veiði eru til í boði fyrir okkur. Sem betur fer er hnúðlaxinn ekki orðinn sú plága sem hann er í nokkrum ám í Noregi þar sem það þarf hreinlega að draga á suma hylji til að tæma þá og hnúðlaxi.
Stangveiði Mest lesið Verðlaun fyrir skemmtilegar innsendar veiðifréttir Veiði Sjóstangaveiði sífellt vinsælli Veiði Söluskrá SVFR Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Tóti Tönn og félagar ekki í Blönduopnun Veiði Besti tíminn laus í Soginu Veiði Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði Ytri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði Tungsten púpur er málið í köldu vatni Veiði Mikið af bleikju að sýna sig í Hraunsfirði Veiði