Delta er ekki jafn smitandi og hlaupabóla en mun skæðari en fyrsta afbrigðið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. ágúst 2021 07:01 Vísir/NPR Delta-afbrigði kórónuveirunnar SARS-CoV-2 er ekki jafn smitandi og hlaupabóla en mun meira smitandi en það afbrigði kórónuveirunnar sem fyrst kom fram í Wuhan í desember árið 2019. Þetta segir Tom Wenseleers líffræðingur og líftölfræðingur við University of Leuven í Belgíu. Það vakti nokkra athygli þegar þess var getið í skýrslu sem lak frá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) að delta væri jafn smitandi og hlaupabóla en Wenseleers segir að um misskilning hafi verið að ræða. Delta-afbrigðið sé engu að síður mjög smitandi en svokallaður R-stuðull afbrigðisins sé á bilinu sex til sjö, á meðan R-stuðull upphaflega afbrigðis kórónuveirunnar var þrír. R-ið stendur fyrir „reproduction number“ en talan lýsir þeim meðalfjölda sem einstaklingur með tiltekinn smitsjúkdóm smitar út frá sér þegar allt samfélagið er útsett. Þetta þýðir að einstaklingur sem smitaðist af fyrsta afbrigði kórónuveirunnar smitaði að meðaltali þrjá, sem smituðu þrjá, sem aftur smituðu þrjá. Þannig hefðu smitin í þessu dæmi, án samfélagslegra sóttvarnaaðgerða, orðið 27 á skömmum tíma. Samkvæmt sömu útreikningum hefðu 343 á sama tíma ef um delta-afbrigðið væri að ræða. Örlítil breyting á smitstuðlinum getur því haft töluverð áhrif til góðs eða ills. Bólusetning hjálpar, segir Wenseleers, en bólusettir geta smitast og sömuleiðis smitað aðra. Hann segir allar líkur á því að þeir sem ekki þiggja bólusetningu smitist af veirunni á næstu mánuðum. Það var NPR sem ræddi við Wenseleers. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Þetta segir Tom Wenseleers líffræðingur og líftölfræðingur við University of Leuven í Belgíu. Það vakti nokkra athygli þegar þess var getið í skýrslu sem lak frá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) að delta væri jafn smitandi og hlaupabóla en Wenseleers segir að um misskilning hafi verið að ræða. Delta-afbrigðið sé engu að síður mjög smitandi en svokallaður R-stuðull afbrigðisins sé á bilinu sex til sjö, á meðan R-stuðull upphaflega afbrigðis kórónuveirunnar var þrír. R-ið stendur fyrir „reproduction number“ en talan lýsir þeim meðalfjölda sem einstaklingur með tiltekinn smitsjúkdóm smitar út frá sér þegar allt samfélagið er útsett. Þetta þýðir að einstaklingur sem smitaðist af fyrsta afbrigði kórónuveirunnar smitaði að meðaltali þrjá, sem smituðu þrjá, sem aftur smituðu þrjá. Þannig hefðu smitin í þessu dæmi, án samfélagslegra sóttvarnaaðgerða, orðið 27 á skömmum tíma. Samkvæmt sömu útreikningum hefðu 343 á sama tíma ef um delta-afbrigðið væri að ræða. Örlítil breyting á smitstuðlinum getur því haft töluverð áhrif til góðs eða ills. Bólusetning hjálpar, segir Wenseleers, en bólusettir geta smitast og sömuleiðis smitað aðra. Hann segir allar líkur á því að þeir sem ekki þiggja bólusetningu smitist af veirunni á næstu mánuðum. Það var NPR sem ræddi við Wenseleers.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira