Fagna sáttum og áframhaldandi starfsemi safnsins Samúel Karl Ólason skrifar 12. ágúst 2021 16:49 Páll Guðmundsson, sem rekið hefur Legsteinasafnið á Húsafelli, segist ánægður með að safnið verði ekki rifið eða fært. „Ég fagna þessu mjög mikið,“ segir Páll í samtali við fréttastofu. Hann segist þar að auki ánægður með að þetta skuli gerast á svo flottum degi og afmælisdegi Thors Vilhjálmssonar, sem hann vann mikið með. Til stóð að rífa hús Legsteinasafnsins, sem kallast Legsteinaskálinn, klukkan tvö í dag. Forsaga málsins er sú að Páll Guðmundsson, sem reist hafði Legsteinasafnið í Húsafelli í Borgarbyggð, var gert að hefja niðurrif þess vegna dóms Héraðsdóms Vesturlands vegna máls sem nágranni hans Sæmundur Ásgeirsson höfðaði á hendur honum. Niðurrifinu var þó frestað og stóðu viðræður yfir í nokkrar klukkustundir. Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveitarstjóri Borgarbyggðar, segir viðræðurnar í raun hafa byrjað í gærkvöldi. Rætt hafi verið við eigendur Gamla bæjar og Bæjargils og þeir hafi séð forsendur til sáttaumleitanna. Þær hafi byrjað átta í morgun. „Þetta var erfið umræða og tók töluverðan tíma en að lokum eru allir sáttir við niðurstöðuna,“ segir Þórdís. „Niðurstaðan er þá að Legsteinaskálinn verður ekki rifinn og eigandi Gamla bæjar fullnustar ekki dóminn um niðurrif eða dagsektir.“ Þá verði gerð sátt um deiliskipulag á lóðum Gamla bæjar og Bæjargils. Þórdís segir þetta varanlega niðurstöðu í málinu. Búið sé að undirrita samkomulag. „Við erum ótrúlega ánægð með að þessu skrefi sé lokið.“ Páll, Halldóra Lóa, Þórdís og Helgi Kr. Eiríksson.Vísir/Rax Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, formaður byggðarráðs Borgarbyggðar, segir niðurstöðuna hafa mikla þýðingu fyrri samfélagið í Borgarbyggð, menningarverðmæti og söguna. „Þetta er gríðarlega góð stund að vera búin að ná sáttum í þessu máli,“ segir Þórdís. Hún segir sérstaklega gott að nú sé hægt að halda áfram uppbyggingu á svæðinu í sátt og samlyndi allra. Skrifað var undir samning í Húsafellskirkju rétt fyrir klukkan 16.Vísir/RAX Páll fylgist með því þegar þak á hluta hússins var aftur komið fyrir á sinn stað á fimmta tímanum. Þakhlutinn var tekinn af í gær.Vísir/RAX Frá því meðan verið var að bíða eftir niðurstöðu.Vísir/RAX Hér sjáum við inn í húsið sem deilurnar snúast um. Hús fyrir legsteinasafn Páls.Vísir/RAX Séra Geir Waage og Páll á Húsafelli bíða.Vísir/RAX Vísir/RAX Páll Guðmundsson (til hægri), listamaður á Húsafelli, bíður nú niðurstöðu fundarins.Vísir/RAX Borgarbyggð Söfn Kirkjugarðar Deilur um legsteinasafn í Húsafelli Tengdar fréttir Deiluaðilar sitja á fundi í von um lausn Deiluaðilar í Húsafellsmálinu svokallaða sitja nú á fundi til þess að fresta þess að gera lokatilraun til að ná sáttum. Niðurrif á Legsteinasafninu sem deilan snýst um átti að hefjast í dag. Skessuhorn greinir frá. 12. ágúst 2021 10:47 Páll á Húsafelli harmar að rífa þurfi legsteinasafnið Niðurrif húss sem átti að hýsa legsteinasafn á landi listamannsins Páls á Húsafelli hófst í fyrradag. Páll var dæmdur til að fjarlægja húsið af Héraðsdómi Vesturlands eftir að nágranni hans Sæmundur Ásgeirsson höfðaði mál á hendur honum. 8. ágúst 2021 13:38 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
„Ég fagna þessu mjög mikið,“ segir Páll í samtali við fréttastofu. Hann segist þar að auki ánægður með að þetta skuli gerast á svo flottum degi og afmælisdegi Thors Vilhjálmssonar, sem hann vann mikið með. Til stóð að rífa hús Legsteinasafnsins, sem kallast Legsteinaskálinn, klukkan tvö í dag. Forsaga málsins er sú að Páll Guðmundsson, sem reist hafði Legsteinasafnið í Húsafelli í Borgarbyggð, var gert að hefja niðurrif þess vegna dóms Héraðsdóms Vesturlands vegna máls sem nágranni hans Sæmundur Ásgeirsson höfðaði á hendur honum. Niðurrifinu var þó frestað og stóðu viðræður yfir í nokkrar klukkustundir. Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveitarstjóri Borgarbyggðar, segir viðræðurnar í raun hafa byrjað í gærkvöldi. Rætt hafi verið við eigendur Gamla bæjar og Bæjargils og þeir hafi séð forsendur til sáttaumleitanna. Þær hafi byrjað átta í morgun. „Þetta var erfið umræða og tók töluverðan tíma en að lokum eru allir sáttir við niðurstöðuna,“ segir Þórdís. „Niðurstaðan er þá að Legsteinaskálinn verður ekki rifinn og eigandi Gamla bæjar fullnustar ekki dóminn um niðurrif eða dagsektir.“ Þá verði gerð sátt um deiliskipulag á lóðum Gamla bæjar og Bæjargils. Þórdís segir þetta varanlega niðurstöðu í málinu. Búið sé að undirrita samkomulag. „Við erum ótrúlega ánægð með að þessu skrefi sé lokið.“ Páll, Halldóra Lóa, Þórdís og Helgi Kr. Eiríksson.Vísir/Rax Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, formaður byggðarráðs Borgarbyggðar, segir niðurstöðuna hafa mikla þýðingu fyrri samfélagið í Borgarbyggð, menningarverðmæti og söguna. „Þetta er gríðarlega góð stund að vera búin að ná sáttum í þessu máli,“ segir Þórdís. Hún segir sérstaklega gott að nú sé hægt að halda áfram uppbyggingu á svæðinu í sátt og samlyndi allra. Skrifað var undir samning í Húsafellskirkju rétt fyrir klukkan 16.Vísir/RAX Páll fylgist með því þegar þak á hluta hússins var aftur komið fyrir á sinn stað á fimmta tímanum. Þakhlutinn var tekinn af í gær.Vísir/RAX Frá því meðan verið var að bíða eftir niðurstöðu.Vísir/RAX Hér sjáum við inn í húsið sem deilurnar snúast um. Hús fyrir legsteinasafn Páls.Vísir/RAX Séra Geir Waage og Páll á Húsafelli bíða.Vísir/RAX Vísir/RAX Páll Guðmundsson (til hægri), listamaður á Húsafelli, bíður nú niðurstöðu fundarins.Vísir/RAX
Borgarbyggð Söfn Kirkjugarðar Deilur um legsteinasafn í Húsafelli Tengdar fréttir Deiluaðilar sitja á fundi í von um lausn Deiluaðilar í Húsafellsmálinu svokallaða sitja nú á fundi til þess að fresta þess að gera lokatilraun til að ná sáttum. Niðurrif á Legsteinasafninu sem deilan snýst um átti að hefjast í dag. Skessuhorn greinir frá. 12. ágúst 2021 10:47 Páll á Húsafelli harmar að rífa þurfi legsteinasafnið Niðurrif húss sem átti að hýsa legsteinasafn á landi listamannsins Páls á Húsafelli hófst í fyrradag. Páll var dæmdur til að fjarlægja húsið af Héraðsdómi Vesturlands eftir að nágranni hans Sæmundur Ásgeirsson höfðaði mál á hendur honum. 8. ágúst 2021 13:38 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Deiluaðilar sitja á fundi í von um lausn Deiluaðilar í Húsafellsmálinu svokallaða sitja nú á fundi til þess að fresta þess að gera lokatilraun til að ná sáttum. Niðurrif á Legsteinasafninu sem deilan snýst um átti að hefjast í dag. Skessuhorn greinir frá. 12. ágúst 2021 10:47
Páll á Húsafelli harmar að rífa þurfi legsteinasafnið Niðurrif húss sem átti að hýsa legsteinasafn á landi listamannsins Páls á Húsafelli hófst í fyrradag. Páll var dæmdur til að fjarlægja húsið af Héraðsdómi Vesturlands eftir að nágranni hans Sæmundur Ásgeirsson höfðaði mál á hendur honum. 8. ágúst 2021 13:38