Telur grímuskylduna komna til að vera Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. ágúst 2021 19:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir mun skila tillögum um hertar aðgerðir ef staðan á Landspítala versnar. Forstjóri Landspítalans getur þó ekki svarað því hvað spítalinn ráði lengi við ástandið. Sóttvarnalæknir telur að grímuskyldan sé komin til að vera. Sóttvarnalæknir sagið á upplýsingafundi almannavarna í morgun að næstu skref ráðist af getu Landspítalans til að bregðast við veikindum. Landspítalinn þoli núverandi ástand en óvíst hve lengi. Versni staðan á spítalanum mun sóttvarnalæknir skila inn tillögum að hertum sóttvarnareglum til heilbrigðisráðherra. „Hvenær að því kemur er ekki ljóst á þessari stundu en það gæti hugsanlega gerst fyrr en síðar og þess vegna erum við í nánu samstarfi við Landspítalann um stöðuna þar sem og heilbrigðisráðuneytið,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Þolmörk spítalans óljós Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, gat ekki svarað því hvað spítalinn ráði lengi við þetta ástand. Það fari þó aðallega eftir mönnun og þá sérstaklega á gjörgæslu. Stjórnendur spítalans reyni allt til þess að tryggja að hann sinni sínu hlutverki. Tvær bráðalegudeildir eru nýttar undir Covid-sjúklinga og er í undirbúningi að opna þriðju Covid-deildina. Páll ítrekar mikilvægi þess að fólk mæti í skimun fyrir veirunni og segir tíðara nú en áður að fólk greinist ekki með sjúkdóminn fyrr en það er orðið alvarlega veikt. „Þrír af þeim níu sem hafa í þessari bylgju lagst inn á gjörgæsludeildir hjá okkur voru í þessum hópi og komu inn af götunni og þurftu beint á gjörgæslu,“ sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að langtíma sóttvarnaaðgerðum. Hann segir að áhersla þurfi að vera á aðgerðir á landamærum en að innanlandsaðgerðir séu einnig til skoðunar. Þá veltir hann upp grímuskyldu við ákveðnar aðstæður. „Ég veit að menn hafa mismunandi skoðanir á grímunotkun en ég held að þetta sé eitthvað sem sé komið til með að vera og ég held að við getum slakað á ýmsum kröfum svo fremi sem menn noti grímur við ákveðnar kringumstæður.“ Að minnsta kosti 119 greindist smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. 27 liggja inni á Landspítala með sjúkdóminn. Fimm á gjörgæslu, þar af fjórir í öndunarvél. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Hvetur fólk til að fara í sýnatöku: Er að koma beint inn á gjörgæslu Alls liggja nú 27 inni á Landspítalanum með Covid-19, fimm á gjörgæsludeild og þar af fjórir í öndunarvél. Meðalaldur þeirra 64 sem hafa lagst inn í þessari bylgju er 64 ára en meðalaldur útskrifaðra 50 ára. 12. ágúst 2021 11:33 Framhaldið veltur á Landspítalanum: Gæti gerst fyrr en seinna að aðgerðir verði hertar Það gæti gerst fyrr en síðar að Landspítalinn sendir út neyðarkall vegna ástandsins og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sjái sig til neyddan að koma með tillögur að hertum aðgerðum innanlands. 12. ágúst 2021 11:23 Minnst 119 greindust innanlands og fækkar á sjúkrahúsi Í gær greindust hið minnsta 119 innanlands með Covid-19, þar af 80 utan sóttkvíar. 27 sjúklingar eru innlagðir á Landspítala og hefur þeim fækkað um tvo frá því í gær. Fimm eru á gjörgæslu. Þar af eru fjórir sjúklingar í öndunarvél og fjölgar úr tveimur. 12. ágúst 2021 10:49 Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Sjá meira
Sóttvarnalæknir sagið á upplýsingafundi almannavarna í morgun að næstu skref ráðist af getu Landspítalans til að bregðast við veikindum. Landspítalinn þoli núverandi ástand en óvíst hve lengi. Versni staðan á spítalanum mun sóttvarnalæknir skila inn tillögum að hertum sóttvarnareglum til heilbrigðisráðherra. „Hvenær að því kemur er ekki ljóst á þessari stundu en það gæti hugsanlega gerst fyrr en síðar og þess vegna erum við í nánu samstarfi við Landspítalann um stöðuna þar sem og heilbrigðisráðuneytið,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Þolmörk spítalans óljós Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, gat ekki svarað því hvað spítalinn ráði lengi við þetta ástand. Það fari þó aðallega eftir mönnun og þá sérstaklega á gjörgæslu. Stjórnendur spítalans reyni allt til þess að tryggja að hann sinni sínu hlutverki. Tvær bráðalegudeildir eru nýttar undir Covid-sjúklinga og er í undirbúningi að opna þriðju Covid-deildina. Páll ítrekar mikilvægi þess að fólk mæti í skimun fyrir veirunni og segir tíðara nú en áður að fólk greinist ekki með sjúkdóminn fyrr en það er orðið alvarlega veikt. „Þrír af þeim níu sem hafa í þessari bylgju lagst inn á gjörgæsludeildir hjá okkur voru í þessum hópi og komu inn af götunni og þurftu beint á gjörgæslu,“ sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að langtíma sóttvarnaaðgerðum. Hann segir að áhersla þurfi að vera á aðgerðir á landamærum en að innanlandsaðgerðir séu einnig til skoðunar. Þá veltir hann upp grímuskyldu við ákveðnar aðstæður. „Ég veit að menn hafa mismunandi skoðanir á grímunotkun en ég held að þetta sé eitthvað sem sé komið til með að vera og ég held að við getum slakað á ýmsum kröfum svo fremi sem menn noti grímur við ákveðnar kringumstæður.“ Að minnsta kosti 119 greindist smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. 27 liggja inni á Landspítala með sjúkdóminn. Fimm á gjörgæslu, þar af fjórir í öndunarvél.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Hvetur fólk til að fara í sýnatöku: Er að koma beint inn á gjörgæslu Alls liggja nú 27 inni á Landspítalanum með Covid-19, fimm á gjörgæsludeild og þar af fjórir í öndunarvél. Meðalaldur þeirra 64 sem hafa lagst inn í þessari bylgju er 64 ára en meðalaldur útskrifaðra 50 ára. 12. ágúst 2021 11:33 Framhaldið veltur á Landspítalanum: Gæti gerst fyrr en seinna að aðgerðir verði hertar Það gæti gerst fyrr en síðar að Landspítalinn sendir út neyðarkall vegna ástandsins og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sjái sig til neyddan að koma með tillögur að hertum aðgerðum innanlands. 12. ágúst 2021 11:23 Minnst 119 greindust innanlands og fækkar á sjúkrahúsi Í gær greindust hið minnsta 119 innanlands með Covid-19, þar af 80 utan sóttkvíar. 27 sjúklingar eru innlagðir á Landspítala og hefur þeim fækkað um tvo frá því í gær. Fimm eru á gjörgæslu. Þar af eru fjórir sjúklingar í öndunarvél og fjölgar úr tveimur. 12. ágúst 2021 10:49 Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Sjá meira
Hvetur fólk til að fara í sýnatöku: Er að koma beint inn á gjörgæslu Alls liggja nú 27 inni á Landspítalanum með Covid-19, fimm á gjörgæsludeild og þar af fjórir í öndunarvél. Meðalaldur þeirra 64 sem hafa lagst inn í þessari bylgju er 64 ára en meðalaldur útskrifaðra 50 ára. 12. ágúst 2021 11:33
Framhaldið veltur á Landspítalanum: Gæti gerst fyrr en seinna að aðgerðir verði hertar Það gæti gerst fyrr en síðar að Landspítalinn sendir út neyðarkall vegna ástandsins og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sjái sig til neyddan að koma með tillögur að hertum aðgerðum innanlands. 12. ágúst 2021 11:23
Minnst 119 greindust innanlands og fækkar á sjúkrahúsi Í gær greindust hið minnsta 119 innanlands með Covid-19, þar af 80 utan sóttkvíar. 27 sjúklingar eru innlagðir á Landspítala og hefur þeim fækkað um tvo frá því í gær. Fimm eru á gjörgæslu. Þar af eru fjórir sjúklingar í öndunarvél og fjölgar úr tveimur. 12. ágúst 2021 10:49