Fólk miklar oft fyrir sér að byrja að fjárfesta Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. ágúst 2021 18:00 Aníta og Rósa frá Fortuna Invest töluðu um fjármál á mannamáli í Brennslunni í dag. Brennslan „Við erum í fyrsta skipti sem land í lágvaxtaumhverfi og getum ekki lengur sett peninginn okkar inn á innlánsreikning og treyst því að hann muni skila okkur vöxtum,“ segir Aníta Rut Hilmarsdóttir frá Fortuna Invest. Aníta Rut heimsótti Brennsluna í dag ásamt Rósu Kristinsdóttur og verða þær reglulegir gestir næstu misseri. Umræðuefni dagsins var um það að byrja að fjárfesta. „Það veit það enginn, segja þær þegar Kristín Ruth spyr hvernig hægt sé að vita hvort hlutabréf muni aukast í virði. Þær hvetja þó til þess að fólk byrji að fjárfesta í dag.“ Sjóðsstjóri ákveður fyrir þig Þær segja að fjárfesting í sjóði gæti verið gott byrjunarskref fyrir marga. „Þá ertu ekki að taka ákvörðun sjálfur. Þú tekur ákvörðun um hvaða sjóð þú velur en síðan er sjóðsstjóri sem tekur ákvörðun fyrir þig. Þessi aðili situr og fylgist með markaðinum allan daginn allan sólarhringinn. Það er sá aðili sem tekur ákvörðun fyrir þig.“ Fólk getur fylgst með ávöxtun sjóðsins mánaðarlega og ef það er ósátt getur það fært peningana annað. Það er margt sem hafa þarf í huga, eins og að fara ekki of geyst af stað. „Það er tíu þúsund króna lágmarg í stökum kaupum en annars getur maður til dæmis sett fimm þúsund króna sjálfvirka millifærstu.“ Með þeim hætti er hægt að ákveða upphæð og þá þarf ekki að taka ákvörðun um það í hverjum einasta mánuði. „Þá ertu svolítið í áskrift að sjóði.“ Súper einfalt í netbankanum Fyrsta skrefið er að opna vörslureikning. „Þarna fer uppgjör verðbréfa fram og það er ekkert mál að stofna hann í netbanka og það tekur bara nokkrar mínútur. Fólk miklar það kannski fyrir sér en það er súper einfalt.“ Þær líkja þessu við að vera með áskrift af Netflix eða öðru. Viðtalið við Anítu og Rósu má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Á Instagram síðunni Fortuna Invest er talað um fjármál á mannamáli og þar má finna gagnlega fræðslu. Á bak við síðuna eru þær Rósa og Aníta ásamt Rakel Evu Sævarsdóttur, en allar starfa þær í fjármálageiranum. Markmið þeirra er fyrst og fremst fræðsla til þess að auka fjölbreytileika á fjármálamarkaði og stuðla að þátttöku kvenna á þessu sviði. Hægt er að fylgjast með þeim hér á Instagram. View this post on Instagram A post shared by FORTUNA INVEST (@fortunainvest_) Fjármál heimilisins Brennslan Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Aníta Rut heimsótti Brennsluna í dag ásamt Rósu Kristinsdóttur og verða þær reglulegir gestir næstu misseri. Umræðuefni dagsins var um það að byrja að fjárfesta. „Það veit það enginn, segja þær þegar Kristín Ruth spyr hvernig hægt sé að vita hvort hlutabréf muni aukast í virði. Þær hvetja þó til þess að fólk byrji að fjárfesta í dag.“ Sjóðsstjóri ákveður fyrir þig Þær segja að fjárfesting í sjóði gæti verið gott byrjunarskref fyrir marga. „Þá ertu ekki að taka ákvörðun sjálfur. Þú tekur ákvörðun um hvaða sjóð þú velur en síðan er sjóðsstjóri sem tekur ákvörðun fyrir þig. Þessi aðili situr og fylgist með markaðinum allan daginn allan sólarhringinn. Það er sá aðili sem tekur ákvörðun fyrir þig.“ Fólk getur fylgst með ávöxtun sjóðsins mánaðarlega og ef það er ósátt getur það fært peningana annað. Það er margt sem hafa þarf í huga, eins og að fara ekki of geyst af stað. „Það er tíu þúsund króna lágmarg í stökum kaupum en annars getur maður til dæmis sett fimm þúsund króna sjálfvirka millifærstu.“ Með þeim hætti er hægt að ákveða upphæð og þá þarf ekki að taka ákvörðun um það í hverjum einasta mánuði. „Þá ertu svolítið í áskrift að sjóði.“ Súper einfalt í netbankanum Fyrsta skrefið er að opna vörslureikning. „Þarna fer uppgjör verðbréfa fram og það er ekkert mál að stofna hann í netbanka og það tekur bara nokkrar mínútur. Fólk miklar það kannski fyrir sér en það er súper einfalt.“ Þær líkja þessu við að vera með áskrift af Netflix eða öðru. Viðtalið við Anítu og Rósu má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Á Instagram síðunni Fortuna Invest er talað um fjármál á mannamáli og þar má finna gagnlega fræðslu. Á bak við síðuna eru þær Rósa og Aníta ásamt Rakel Evu Sævarsdóttur, en allar starfa þær í fjármálageiranum. Markmið þeirra er fyrst og fremst fræðsla til þess að auka fjölbreytileika á fjármálamarkaði og stuðla að þátttöku kvenna á þessu sviði. Hægt er að fylgjast með þeim hér á Instagram. View this post on Instagram A post shared by FORTUNA INVEST (@fortunainvest_)
Fjármál heimilisins Brennslan Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira