Hafa selt 13 þúsund miða fyrir leikinn við Breiðablik Valur Páll Eiríksson skrifar 11. ágúst 2021 23:31 Úr fyrri leik liðanna í síðustu viku. Vísir/Hafliði Skoska liðið Aberdeen býst við fleiri áhorfendum en sést hafa í langan tíma á Pittodrie-vellinum er Breiðablik kemur í heimsókn annað kvöld. Liðin eigast við í síðari leik einvígis síns í þriðju umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu en Aberdeen leiðir einvígið 3-2. Skosk stjórnvöld afléttu flestum takmörkunum sem hafa verið í gildi vegna kórónuveirufaraldursins síðustu misseri á mánudaginn var. Þar á meðal eru fjöldatakmarkanir á íþróttaviðburðum. Pittodrie tekur um 20 þúsund manns í sæti en Aberdeen er heimilt að selja 18 þúsund miða fyrir leikinn á morgun. Til samanburðar voru aðeins fimm þúsund áhorfendur á leik Aberdeen við Häcken frá Svíþjóð í annarri umferðinni. With just under 24 hours to go we are now anticipating a crowd of 15,000 for tomorrow night's match.There is still time to be part of it #StandFree— Aberdeen FC (@AberdeenFC) August 11, 2021 Engir aðdáendur Blika eru leyfðir á leiknum, frekar en á öðrum Evrópuleikjum, vegna reglna Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. Fimm þúsund miðar eru því lausir á leikinn en búist ef við 15 þúsund manns á leikinn samkvæmt tilkynningu frá Aberdeen þar sem auglýstir voru lausir miðar. Stephen Glass, stjóri Aberdeen, gleðst yfir því að fá svo mikinn fjölda stuðningsmanna á völlinn á ný. Hann býst við hörkuleik og segir Blika varhugaverðan andstæðing. „Þeir eru með tæknilega góða leikmenn svo það er mikilvægt að stjórna leiknum og nýta okkar styrkleika til að vinna leikinn. Ef við liggjum til baka og reynum að gera jafntefli getum við lent í vandræðum.“ Aberdeen vann fyrri leik liðanna 3-2 á Laugardalsvelli síðasta fimmtudag. Tvö hornamörk snemma leiks kom þeim skosku 2-0 yfir áður en Blikar jöfnuðu 2-2 fyrir hlé. Aberdeen skoraði þá snemma í síðari hálfleik til að vinna leikinn. Óskar Hrafn Þorvaldsson sagði það hafa komið sér á óvart hversu slakt liðið hafi verið. „Þeir gerðu enga tilraun til að spila fótbolta og eyddu meiri tíma í að tefja heldur en að senda boltann á milli sín,“ sagði Óskar eftir leikinn í síðustu viku. „Ég hélt ekki að þeir væru svona lélegir. Ég hélt að þeir kæmu til að spila fótbolta. Þeir bara gerðu enga tilraun til þess og það kom mér á óvart. Að því sögðu þá eru þeir stórir og snöggir og hættulegir í loftinu en það er líka lærdómur fyrir okkur að verjast stærri og sterkari mönnum en við erum vanir.“ Breiðablik sækir Aberdeen heim annað kvöld og verður leikur liðanna sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 18:35. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Sjá meira
Skosk stjórnvöld afléttu flestum takmörkunum sem hafa verið í gildi vegna kórónuveirufaraldursins síðustu misseri á mánudaginn var. Þar á meðal eru fjöldatakmarkanir á íþróttaviðburðum. Pittodrie tekur um 20 þúsund manns í sæti en Aberdeen er heimilt að selja 18 þúsund miða fyrir leikinn á morgun. Til samanburðar voru aðeins fimm þúsund áhorfendur á leik Aberdeen við Häcken frá Svíþjóð í annarri umferðinni. With just under 24 hours to go we are now anticipating a crowd of 15,000 for tomorrow night's match.There is still time to be part of it #StandFree— Aberdeen FC (@AberdeenFC) August 11, 2021 Engir aðdáendur Blika eru leyfðir á leiknum, frekar en á öðrum Evrópuleikjum, vegna reglna Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. Fimm þúsund miðar eru því lausir á leikinn en búist ef við 15 þúsund manns á leikinn samkvæmt tilkynningu frá Aberdeen þar sem auglýstir voru lausir miðar. Stephen Glass, stjóri Aberdeen, gleðst yfir því að fá svo mikinn fjölda stuðningsmanna á völlinn á ný. Hann býst við hörkuleik og segir Blika varhugaverðan andstæðing. „Þeir eru með tæknilega góða leikmenn svo það er mikilvægt að stjórna leiknum og nýta okkar styrkleika til að vinna leikinn. Ef við liggjum til baka og reynum að gera jafntefli getum við lent í vandræðum.“ Aberdeen vann fyrri leik liðanna 3-2 á Laugardalsvelli síðasta fimmtudag. Tvö hornamörk snemma leiks kom þeim skosku 2-0 yfir áður en Blikar jöfnuðu 2-2 fyrir hlé. Aberdeen skoraði þá snemma í síðari hálfleik til að vinna leikinn. Óskar Hrafn Þorvaldsson sagði það hafa komið sér á óvart hversu slakt liðið hafi verið. „Þeir gerðu enga tilraun til að spila fótbolta og eyddu meiri tíma í að tefja heldur en að senda boltann á milli sín,“ sagði Óskar eftir leikinn í síðustu viku. „Ég hélt ekki að þeir væru svona lélegir. Ég hélt að þeir kæmu til að spila fótbolta. Þeir bara gerðu enga tilraun til þess og það kom mér á óvart. Að því sögðu þá eru þeir stórir og snöggir og hættulegir í loftinu en það er líka lærdómur fyrir okkur að verjast stærri og sterkari mönnum en við erum vanir.“ Breiðablik sækir Aberdeen heim annað kvöld og verður leikur liðanna sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 18:35.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Sjá meira